Heima er bezt - 01.11.1971, Page 24
vitað, blessaður, hvað hann átti að gera við tímann,
því auðvitað þurfti hann líka að gegna umsvifa-
miklum embættisrekstri á landfógetasetrinu í Við-
ey. ,
Þá skal og þess getið, að iðnaðarstofnanirnar
komu upp allstóru fjárbúi uppi við Elliðakot fyrir
ofan Reykjavík. Því var komið á fót m. a. til að
bæta úr skorti á ull og gærum til vinnslunnar. Bú
þetta eyddist í magnaðri fjárpest, sem fræg er í
sögu frá þessum tíma.
Rekstur innréttinganna gekk ekki vel fyrst í
stað, má segja, að allt gengi þar á tréfótum. Bar
margt til. Hinir erlendu menn, sem veita skyldu
forstöðu, reyndust oft ekki vandanum vaxnir við
þá ótrúlegu erfiðleika, sem hér var við að stríða,
þar sem margt skorti, sem þeir voru vanir að nota.
Svo var allt verkafólk fákunnandi í byrjun. Oft
þurfti að segja starfsfólki upp og stöðva reksturinn
vegna matarskorts af völdum hallæris. Með þessu
vannst seint að koma upp æfðu starfsliði. Svo síðast
en ekki sízt var sífelld orrahríð við hörmangara-
félagið, sem notaði sér ástandið og gerði allt, sem
það megnaði til að bregða fæti fyrir reksturinn.
Þeir reyndu að koma í veg fyrir, að stofnanirnar
gætu fengið hráefni með því að kaupa alla ull og
öll skinn af bændum, sem þeir gátu komist yfir,
og neituðu síðan að selja stofnununum nema þeir
fengju hæsta erlent markaðsverð fyrir. Þegar svo
danska stjórnin vildi skipa hörmangarafélaginu að
kaupa klæðavörur stofnananna, birgðu þeir sig upp
með klæði frá danskri verksmiðju, sem nægja
myndi til margra ára, og þóttust því ekki geta
keypt meiri birgðir. Fleiri lúabrögð notuðu þeir
og. Félaginu var þó verst við það leyfi til Skúla
að mega flytja vörur milli landa á duggum stofn-
unarinnar, með þeirri undanþágu var stórt skarð
rofið i einokunina, sem Skúli vildi knésetja.
Ekkert samkomulag náðist við hörmangara um
kaup á fullunnum vörum stofnananna, en stjórn-
in var hin einarðasta og úrskurðaði allt í vil Skúla
og stofnunum hans.
Gekk því ekki á öðru en kærum og gagnkærum,
og ekki gott að segja um hvernig farið hefði, ef
hörmangarar hefðu ekki gefið slíkan höggstað á
sér vegna óhæfu í verzlunarháttum, að þeim var
að lokum þröngvað til að afsala sér verzluninni.
Járn og brýni félagsins voru ónýt, önglar og færi,
trjáviðurinn ekki hæfur í árar og orf. Svo fluttu
þeir aldrei næga kornvöru til landsins og stundum
stórskemmda. Sýslumenn urðu víða um landið að
brjóta upp vöruskemmur kaupmanna á vetrum til
að seðja hungur fólksins.
Þegar þetta illa þokkaða verzlunarfélag hrökklað-
ist frá verzluninni, lét danska stjórnin halda upp-
boð á verzlunarhöfnum landsins og skyldu þær
seldar á leigu til sex ára. Nú brá svo við, að eng-
inn danskur kaupmaður vildi bjóða í þær, svo kon-
ungur neyddist sjálfur til að taka í sínar hendur
verzlunina við þetta skattland sitt og reka hana á
eigin kostnað. Þetta gerðist árið 1759.
Með konungsverzluninni hefst nýr þáttur í sögu
innréttinganna, og þau fáu ár, sem hún stóð, snýst
margt þeim í hag, sumar greinar þeirra meira að
segja reknar með hagnaði. Auk þess voru þær
orðnar skóli í nvjum vinnubrögðum, garnspuna og
vefnaði. Margir menn þaðan höfðu farið um land-
ið og veitt tilsögn í þeim greinum, enda er það mála
sannast, að ullariðnaður landsmanna gerbreyttist
og menn tóku nú upp rokka og vefstóla með nýju
lagi.
Með stofnun innréttinganna skeði og annað. Með
þeim reis upp fyrsti vísir að fjölbýlisbyggð á ís-
landi, þ. e. a. s. í Reykjavík. Það er því ekki rang-
nefni að kalla Skúla Magnússon föður þess bæjar.