Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 27
NÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR
JÓN KR.ÍSFELD
GAMALL MAÐUR
OG
GANGASTÚLKA
1. HLUTI
1. kafli.
Gamli maðurinn kemur á elliheimilið.
í brekkuhalla, rétt fyrir ofan kauptúnið í Axlar-
firði, stendur elliheimilið FRIÐHEIMUR. Þetta er
glæsileg bygging. Þrjár burstir gnæfa hátt á þeim
hluta hússins, sem að kauptúninu veit. Tíguleg, ljós
byggingin virðist enn fegurri vegna þess, að um-
hverfis hana er stór trjáa- og blómagarður, sem nú
er í fullum skrúða, enda kominn 18. júlí.
Að aflíðandi hádegi rennir stór fólksbifreið heim
að aðaldyrum elliheimilisins. Vistfólkið er flest á
ferli. Það hefir nýlega lokið góðri máltíð og finnur
hjá sér þörf til hreyfingar á eftir. Margt fólk er á
gangi um garðinn, aðrir reika um stofur og ganga.
Nokkrar konur standa við glugga og horfa út í
garðinn.
Þegar bifreiðin rennur hægt og virðulega upp að
breiðum tröppunum, nema þeir staðar, sem þeim
megin hafa verið á göngu í garðinum, og konurnar
fá ekki einar að stara út um gluggana. Þangað leita
forvitnir áhorfendur af göngunum, því að fregnin
um stóra fólksbifreið fer leifturhratt frá manni til
manns.
Bifreiðarstjórinn, ungur, þreklegur maður, kem-
ur út, gengur rösklega aftur fyrir bifreiðina og að
framhurðinni hinum megin. Hann opnar dyrnar og
út úr bifreiðinni mjakar sér virðulegur öldungur.
Svo nemur hann andartak staðar, réttir úr sér og
horfir á umhverfið. Bifreiðarstjórinn hefir á meðan
tekið ferðatöskur út úr bifreiðinni. Siðan lokar
hann dyrunum, en opnar farangursgeymsluna. Hún
er full af allskonar farangri, sem bifreiðarstjórinn
raðar vandlega á stéttina fyrir neðan tröppur húss-
ins.
í garðinum og innan við gluggana er pískrið
fljótlega hafið. Það fer um hópana líkast bylgjandi
klið.
„Þarna er þá einn nýr að koma. Kannast þú nokk-
uð við hann?“
„Nei, ég hef áreiðanlega aldrei séð hann.“
„Hann er bara með heila búslóð með sér, þessi.
Hann ætlar víst að vera hér til eilífðarnóns.“
„Mér var sagt í gær, að það væri von á einhverj-
um útgerðarmanni hingað. Ætli þetta sé ekki
hann?“
„Jæja, það var nýtt, sem sjaldan skeður, að fá út-
gerðarmann hingað. Skyldi hann ekki vera loðinn
um lófana?“
„Ja, nú blöskrar mér. Þetta er víst einhver sér-
vitringurinn. Hann er með kommóðu með sér.“
„Ekki held ég það nú. Þetta er einhvers konar
kista.“
„Sér er nú hver kistan! Jæja, sama er mér, hvað
það er kallað. — En þetta er sjálfsagt rúmfatapoki,
sem bílstjórinn fleygir svona."
„Hann er með „spásserustokk". Það veitir víst
ekki af að styðja sig við hann hérna í garðinum,
hí, hí.“
„Nú, eða þá berja frá sér með honum, ha, ha!“
Forstjóri elliheimilisins kom í þessu andartakinu
niður tröppurnar, gekk til nýkomna öldungsins, og
auðsjáanlega heilsuðust þeir, því að þeir tókust í
hendur. — Skrambans vandræði að vera svona langt
frá þeim, að geta ekki heyrt, hvað þeir talast við,
fannst áhorfendunum, sem höfðu hljóðnað, meðan
þeir heilsuðust.
Hana, nú gengu þeir, forstjórinn og sá nýkomni,
upp tröppurnar, og bifreiðarstjórinn á eftir þeim
með tvær þungar ferðatöskur. Þegar þeir hurfu inn
Heima er bezt 407