Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 28
um dyrnar á elliheimilinu, hófst pískrið að nýju. Uti í garðinum hafði safnazt saman stór hópur, sem þrengdi sér umhverfis gamla konu. Hún virtist not- færa sér sem bezt og njóta þess, að það var hún, sem gat frætt samvistarfólk sitt um það, að þessi ný- komni öldungur væri enginn annar en Erlendur Háberg útgerðarmaður. Hann var kunnur um allt land fyrir störf sín að öryggismálum sjómanna, eftir að einn af bátum hans fórst í fiskiróðri. Aðstand- endum þeirra, sem fórust, hafði hann reynzt með afbrigðum drengilega. Já, þetta var einmitt hann. Einar forstjóri hafði sagt hinni fróðu þetta um morguninn. Menn spurðu um fleiri upplýsingar. Því miður voru þær ekki fyrir hendi. Þetta var líka miklu betra en ekkert. Hópurinn smádreifðist. Aft- ur var farið að rölta um garð og ganga, en farangri hins nýkomna gefið hornauga, um leið og hlutimir voru bornir inn í húsið. Ráðsmaðurinn og létta- drengur voru komnir bifreiðarstjóranum til að- stoðar. Loks hafði farangurinn verið fjarlægður. Bif- reiðarstjórinn ók burtu. Koma gamla mannsins til FRIÐHEIMS virtist smám saman hyljast móðu, önnur umræðuefni verða skýrari. Hann og farangur hans hurfu inn á herbergi númer 37. Gamli maðurinn læsti dyrunum. Lítill hópur gamalmenna hafði staulazt að setbekkjunum í enda gangsins á annarri hæð, þar sem herbergi nr. 37 var. Þar var pískrað um stund, eftir að gamli maðurinn hafði læst dyrunum. Lítil, lotin, gráhærð kona ýtti við þreknum öld- ungi, sem hjá henni stóð, skotraði augunum að læstu dyrunum, og út milli tannlausra gómanna var hvíslað: „Sá ætlar víst ekki að láta troða sér um tær.“ Þrekni öldungurinn svaraði nokkru hærra: „Sei, sei, nei. Svona háir herrar kæra sig víst ekki um, að vesalingar eins og við og okkar líkar séum að þvælast fyrir þeim — eða hvað?“ Snöggklæddur öldungur á alltof stórum inni- skóm, með neftóbakstauma fyrir neðan nefið, eins °g uppþornaða árfarvegi, hallaði sér að honum og hvíslaði, að því er helzt mátti ætla, gegnum nefið: „Ég met það mikils, að menn séu sjálfstæðir í hugsun, orðum og athöfnum, þó að ellinni hafi tekizt að gera mig að bjargarþrota betlimenni.“ Þessum orðum hans var ekki svarað. Hópurinn dreifðist, þögull og hægfara. Öldungurinn á alltof stóru inniskónum mjakaðist inn ganginn. Hreyf- ingar hans voru stirðar og skórnir drógust eftir óteppalögðu gólfinu, svo að strokhljóðið heyrðist langa leið. 2. kafli. Fyrstu kynnin. Nýr dagur hefir numið nóttina á braut og sezt bjartur og hýr í hennar sess. Það eru sumir í FRIÐHEIMI snernma á fótum, bæði vistfólk og starfslið. Aldraða fólkið er árrisult. Því lærðist það á sínum yngri árum, að „morgun- stund gefur gull í mund“, þó að það gull væri ekki alltaf málmur. Nú fer þetta fólk að vísu ekki til frjórra verka, en vaninn hefir mótað morgunvöku þess. Fleiri og fleiri af starfsliðinu fara um gangana, meðal annarra læknir heimilisins, hár, grannur, miðaldra maður í hvítum, hreinum og slettulausum sloppi. Hann gengur hratt að einum dyrunum á ganginum á fyrstu hæð og snarast inn, án þess að knýja dyra. Það er horft á eftir honum. Hvislað er á einum stað: „Skyldi nú auminginn hún Þorgerður alveg vera að gefa upp andann?“ Á öðrum stað er hvíslað með svipaðri rödd, að- eins er vandlætingartónn í stað samúðar merkjan- legur: „Hann er ekki að banka á dymar, blessaður læknirinn. Það er ekki kurteisinni fyrir að fara hjá þeim, þessum lærðu mönnum." Þessi aðfinnsluorð fá svar: „Það er nú líklega betra fyrir lækni að tefja sig ekki á einhverjum kurteisisreglum, þegar kannski liggur líf manns við.“ Mál læknisins er þar með útrætt á þessum gangi. En á annarri hæð hússins situr nýkomni öldung- urinn á setbekk og virðir fyrir sér fólkið, sem fer um ganginn. Það eru aðallega aldnir, sem fyrir augu hans ber, en líka eru þarna ungar stúlkur úr starfs- liði heimilisins, nema vikadrengurinn, sem alltaf mætir á réttum tíma, raunar með aðstoð móður sinnar, sem er uppalin í virðingu fyrir stundvísi og starfi. Gamli maðurinn situr svolítið álútur, því að hann styður sig fram á silfurbúna stafinn sinn. Þarna hefir hann setið öðru hvoru á hverjum degi, síðan hann kom, en nú eru þeir bráðum orðnir fjórir. Hann hefir ekki yrt á neinn og enginn hefir enn tekið hann tali. Tvær aldraðar konur koma upp þrepin, sem liggja upp á gang gamla mannsins. Þær eru hressar og ánægðar. Þær höfðu brugðið sér í eldhúsið og fengið sér morgunsopa, heitt og hressandi kaffitár. Þær þekktu eldhússtúlkuna, sem fyrst allra tók til starfa í eldhúsinu á morgnana. Þessar þrjár voru 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.