Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 29
allar sveitungar, öldruðu konurnar svipaðar á ald- ur, en eldhússtúlkan það ung, að afi hennar hefði verið á líkum aldri og þær, en hann var einmitt úr sömu sveitinni — já, faðir móðurinnar. „Hann situr þarna enn og glápir, karlgreyið,“ segir önnur, þegar hún kemur auga á gamla mann- inn á bekknum. „Og hann hefur víst einkarétt á þessum bekk, blessaður karlinn, eða hann telur sig víst hafa hann,“ svarar hin. Þeim finnst víst að þær hafi yngst við morgunhressinguna, svo að þær geti talað um hann sem karl, þó að hann sé líklega ekki nema í mesta lagi fáeinum árum eldri en þær. „Honum er það víst ekki of gott,“ segir sú fyrri. „Mín vegna má hann klessa sér á þennan bekk eins oft og lengi eins og hann vill,“ svarar hin. Þær ganga þögular eftir ganginum, því að ekki var vert að láta gamla manninn heyra mikið umtal um sig. Nokkrir fleiri skutu fram athugasemdum um setu gamla mannsins. En það var alltaf í svo lágum hljóðum, að orðaskil liefðu ekki greinzt til hans. En hann var raunar alls ekki að hlusta eftir neinu pískri. Ung stúlka hefir undanfarna daga verið ein þeirra, sem oft hafa farið um ganginn. Gamli mað- urinn fylgir henni fast eftir með augunum í hvert skipti, sem hún gengur fram hjá honum. Hún er rjóð í kinnum, dálítið kringluleit, ljóshærð, bros- drættir sýnast alltaf viðbúnir að mynda bros í munnvikjunum. Hún er tæplega í meðallagi há, hnellin. Nú kemur hún eftir ganginum á sínum létta hraða. Gamli maðurinn réttir úr sér. „Fyrirgefðu, góða. Ertu að flýta þér mikið? Máttu ekki vera að því að svara nokkrum spurningum?“ segir gamli maðurinn sterkum, en fremur hásum rómi. „Ég er ekki svo mikið að flýta mér,“ svarar unga stúlkan, nemur staðar og brosir. „Nafn mitt er Erlendur Háberg. Ég er nýkominn hingað í FRIÐHEIM. — Þú munt vera starfsstúlka hér?“ „Já, ég er nú að reyna það,“ svarar hún hýrlega. „Ætlarðu að vera hér lengi?“ „Ég ætla mér að minnsta kosti að vera út þetta ár.“ „Fyrirgefðu, að ég skuli tefja þig svona. Ég hefi veitt því athygli, að þú ert ekki hérna að vinna eftir klukkan 4 á daginn. Hvenær áttu frí í dag?“ „Ég á að vera laus um klukkan 4, en ég vinn oft lengur, en þá er ég annarsstaðar í húsinu. Ég verð víst laus í dag klukkan 4.“ „Þá er það ein spurning enn: Geturðu litið inn á herbergið til mín eftir vinnutímann? Það er her- bergi nr. 37.“ Það kom svolítið hik á hana. Léttur roði steig í kinnar hennar. En svo svaraði hún: „Jú, ég get það.“ Hún dró ofurlítið seiminn. „Það er nefnilega þannig mál með vexti, að mig langar til þess að segja við þig nokkur orð í ein- rúmi. Þá skaltu fá skýringu á þessu einkennilega framferði mínu við þig, sem ég bið þig mikillega að fyrirgefa. En ég vona, að þú sjáir það á mér, að ég er ekki neinn hrekkjalómur. Nú skal ég ekki tefja þig lengur. Ég þakka þér kærlega fyrir þolin- mæðina, góða mín.“ Gamli maðurinn brosti. Það var fyrsta brosið, sem áhorfendurnir á elliheimil- inu höfðu séð birtast á andliti hans. „O, það er nú ekki svo mikið að þakka. Það var alveg sjálfsagt," svaraði hún og mætti brosi hans með geislabrosi, sem þakti andlit hennar, þegar hún gekk frá honum. „Hann getur talað við stelpu, þó að hann yrði ekki á okkur, reynt og roskið fólk,“ var hvíslað í einum herbergisdyrunum við ganginn. Gamli maðurinn reis hægt á fætur og gekk greið- um skrefum til herbergis síns og hvarf raulandi inn um dyrnar. 3. kafli. „Ég þarfnast vinar“. Klukkan er rétt rúmlega 4 síðdegis þennan dag, þegar unga stúlkan gengur hröðum skrefum til 'herbergis nr. 37. Hún ber létt á hurðina. Gamli maðurinn rís upp af legubekk og segir: „Kom inn.“ Dyrnar opnast hægt. Unga stúlkan brosir sínu fallega hýrubrosi og gengur inn. Hún lokar á eftir sér. Gamli maðurinn lítur á armbandsúrið sitt, um leið og hann segir hlýlega: „Gerðu svo vel. Stundvís ertu.“ „Ég reyni það.“ Gamli maðurinn gengur á móti henni, tekur í hönd hennar og býður hana velkomna. Svo býður hann henni sæti á legubekknum, en sest sjálfur á stól við lítið skrifborð. „Já, vertu velkomin, segi ég aftur. En áður en ég ræði meira við þig, langar mig til þess að vita nán- ari deili á þér, til dæmis hvað þú heitir, hvaðan þú Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.