Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 31
vita, hver séu aðal störf þín hér á heimilinu,“ sagði
gamli maðurinn að lokum. Hann var léttur í máli
og hiklaus, og alltaf var sama hlýjan í röddinni.
„Ég er gangastúlka hérna. Það er eiginlega nóg
fyrir mig. Ég er ánægð með það. Ég er mikið við að
hreingera í húsinu, búa um rúm, færa þeim mat,
sem ekki komast sjálfir í borðstofu. Það er raunar
margt fleira, því að stundum er ég látin fara í önn-
ur störf. En ég er ráðin hingað sem gangastúlka og
þú skalt líta á mig sem slíka. Það er ekki neitt sér-
lega flott embætti, en ég er ánægð með það.“
„Ágætt, ágætt. Hvert starf, sem vel er rækt, er veg-
legt embætti. Það er gæfumerki fyrir þig, að vinna
fyrir aðra. Ég hefi svolítið reynt að stefna sjálfur að
því. Ég skil það vel, að þú ert ekki búin að átta þig
á því, hvað það er, sem ég er raunverulega að fara
fram á við þig. Þú mátt alls ekki misskilja það
þannig, að ég sé að fara þess á leit við þig, að þú
farir að bera einhverja ábyrgð á mér. Nei, góða, það
dettur mér ekki í hug. Ég fer aðeins fram á það, að
innan veggja FRIÐHEIMS sé einhver ungur og
traustur, sem getur verið mér hjálplegur. Það skal
ekki vera bindandi að neinu leyti öðru en því, að
ég megi kalla til þín öðru hvoru. En ertu kannski
eitthvað viðbundin utan heimilisins?“ spurði gamli
maðurinn og horfði fast á hana.
„Nei, nei, það er ekki það. En mér finnst nú samt,
að þetta, sem þú ferð fram á, hafi einmitt nokkra
ábyrgð í för með sér, en þó að fyrirhöfnin sé kannski
einhver, er það allt í lagi. En heldurðu annars að
ég sé fær um að uppfylla þessar óskir þínar?“
„Það tel ég. En auðvitað getum við ekkert sagt
ákveðið um þá hlið málsins núna. Ég vona bara, að
þú þurfir ekki að fá nánari lýsingu á því, hvers ég
óska af þér. Auk þeirra skýringa, sem ég hef gefið
þér, vil ég enn endurtaka það, að ég get falið þessar
óskir mínar í þessum þremur orðum: Ég þarfnast
vinar.“
Framhald.
Dægurlagaþátturinn . . .
FramhalcL af bls. 406 ----------------
Aldrei spyrðu alla daga
að í kvöld ég hef
ort á tungu yztu skaga
einstök fábreytt stef.
Þegar brátt þín mynd og minning
máist föl og hljóð
er til marks um okkar kynning
aðeins þetta ljóð.
Allar raddir óma glaðar,
einn ég raula mér,
lestin brunar, hraðar, hraðar,
húmið ljósrák sker.
Steinn Steinarr er eitt af eftirlætisskáldum mínum,
ég get ekki vel útskýrt af hverju, en eitthvað í kvæð-
um hans grípur hug minn. Hann hefur verið kallaður
atómskáld, nafngift, sem ég þó ekki skil, því öll hans
ljóð eru ort að hefðbundnum hætti, með hljóðstöfum
og endarími, meira að segja Ijóðabálkurinn Tíminn og
vatnið. Hins vegar er orðafar og hugrenningar Steins
nýstárlegt. Ég ætla því að lokum að birta ástarljóð
eftir Stein, og kannski heyri ég það einn daginn sung-
ið sem dægurlag af lagvísum guma eða snoturri snót.
Það er aldrei að vita.
MALBIK
Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig,
sem gengur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.
Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja,
BREFASKIPTI
Ellen Stefánsdóttir, Skriðu, Breiðdalsvík, S.-Múl., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19 ára.
Lilja Jóhannsdóttir, Ásunnarstöðum, Breiðdalsvík, S.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Sigrún Sigurðardóttir, Vetleifsholti, Ásahreppi, Rang., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára. Æskilegt að mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Kristborg Hafsteinsdóttir, Smáratúni, Þykkvabæ, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta 17—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta
bréfi.
Arnleif Sigurðardóttir, Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, óskar
eftir bréfasambandi við pilta og stúlkur á aldrinum 18—19 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Valgerður Stefánsdóttir, Keldulandi, Austurdal, Skagafirði, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 14—16 ára,
sama hvar er á landinu. Æskilegt að skrifa sem fyrst.
Þorsteinn Pétursson, Bessastaðagerði, Fljótsdal, N.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14 til 16 ára.
Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Heima er bezt 411