Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 32
ÞÁTTUR HALLDÓRU BJARNADÓTTUR r V/Avöxtur, gróði og aldin klár oss verði að notum sérhvert áru - HOLLT ER HEIMA HVAT - Frásagnir merkra manna, karla og kvenna, urn lands- nytjar: Matföng og læknislyf úr ríki náttúrunnar á fs- landi. (Sagnirnar skráðar eftir gömlu fólki fyrir 40—50 árum). Ragnheiður Helgadóttir frá Vogi á Mýrum, síðar húsfreyja í Knarrarnesi á Mýrum, segir: Eg hef læknað svefnleysi margra með því að láta þá borða kræklings- súpu á kvöldin, áður en þeir fara að sofa (12—14 skelj- ar), sterkt soðið, kraftmikið, soðið eins og fisksúpa með jafningi, sveskjur ef vill. Tekinn fiskurinn úr skelinni og strengurinn grænleiti með, maginn, sem sumir kalla. — Þetta var algengt ráð áður. Hrognin voru strokkuð, soðin í poka, fergð, pipar með. — Garðakál allt hirt. — Sölvabrauð algengt. — Skarfakál notað hjá Ragnheiði. — Marhálmur handa kúm, þær græddu sig af því. — Allar skepnur vitlausar í marhálminn. — Fjörugrös handa kúm, þær græddu sig af því. — Kýr voru vitlausar í sveppi. — Sveppir voru hafðir við handadofa. — Bleikar kúlur, sveppur (Cryth- togania), beztar af öllum ætissveppum. Ásgeir, maður Ragnheiðar, leggur við og við orð í belg.— Ragnheiður var blind á Reykjum í Mosfellssveit, þegar þetta samtal átti sér stað. — Vel hress, hetjuleg. Gunnar Hinriksson, vefari, ólst upp á Fljótsdalshér- aði, segir: Te var gefið á morgnana, þegar ég var ungur: Ljónslöpp, rjúpnalauf, blóðberg, vallhumall. — Ágætt! — Hvannarót var höfð í brennivín. — Kartöflur voru ræktaðar í Gunnars ungdæmi á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, komu snemma. — Rófur litlar. Kristín frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, alin upp í Grindavík, segir: Söl notuð, skorin af steinum. — Reka- söl handa skepnum. — Mariukjarni (hönk) handa kúm til mjólkur. — Kýrnar átu einir til holda. — Það var „viðaður“ einir upp í heiði. — Konu þótti gott ef hún reif á einn hest. — Sagt var, að einirinn þyrfti 20 ár til að vaxa. — Nú er hann alveg uppurinn, rifinn upp með rótum. — Beitilyng var líka notað handa kúm. — Þarinn gefinn hestum. — Sjávarbörkur, næfrakolla og svo einir, til að fá góða lykt. — Fólkið skóf pottana með viðarkoli, sem rekur af sjó. Njarðarvöttur hafður á tréílát. Þórðnr Flóventsson, Svartárkoti í Bárðardal, ólst upp á Flafursstöðum í Axarfirði, segir: Hörð ár 1864—68, hafís þá fyrir öllu Norðurlandi. — Þá var margt notað, sem ekki var algengt að nota. — Þórður mundi eftir fá- tækum bónda, sem lét börn sín, 6 eða 7, fara út á tún með fötur og tína kornsúrufræin, tíndu á stundum fjórðungsfötu, haft saman við mjölhnefa í pottbrauð. — í 12. eða 13. viku sumars átti að taka þetta. — Ekkert kaffi var gefið í Þórðar uppvexti, en te af rjúpnalaufi og blóðbergi. — Árni Jónsson, síðar prestur á Skútu- stöðum, og Þórður grófu hvannarætur, þegar þeir sátu hjá kvíaám sitt hvoru megin við Jökulsá á Fjöllum: (Árni frá Svínadal, Þórður frá Hafursstöðum). — Við köstuðumst á steinum, strákarnir, yfir ána við Víga- bjargarfoss, 12—14 faðmar. Það eru til tvær sortir hvannaróta, önnur til svengd- ar, hafðar í grauta, leggir og blöð. — Sauðfé er vitlaust í eini, hann óx þarna. — Gefið einite stundum. Sveppir notaðir í súpur, helzt handa útlendingum. Þórði þóttu þeir vondir. „Orðið ölteiti kannast ég vel við frá gömlu fólki,“ sagði Þórður, bruggað þá á hverju heimili („Menn brugguðu sjálfir öl á Islandi alls staðar, en fengu mjöl og malt frá Noregi,“ segir í Grasabók Eggerts Ólafs- sonar. Ber voru geymd í skyri, sitt lagið af hvoru. — Rófu- kál einnig geymt í skyri, sitt lagið af hvoru, soðið ofur- lítið, fergt, hollur safinn, gefinn hestum til eldis, urðu fjörugir af því. — Söl voru sótt út á Sléttu til lækninga. Margrét Bjarnadóttir frá Reykhólum, forstöðukona Mál leysingj askólans í Reykjavík, segir: Krækhngur sóttur í eyjar til lækninga (magaveiki). Njólarætur (hægðameðal). — Hvannir úr eyjum borðaðar hráar, ekki heimahvönn. — Te gert af blóðbergi, vallhumli o. fl. — Njólauppstúf var gert handa Daníel Bruun frá Danmörku. Til litunar: sóleyjar, njóli og mosi. — Lyfjagras (mellifoha) soðið saman við tólg, borið á spena á kýr. Herdis Andrésdóttir, skáldkona, segir: Heilir skips- farmar af skarfakáli. — Hreinsað, tekin frá visin blöð, þvegið vel, skorið svo á kálborði, sem var eins og hurð með lista í kring. — Tveir skáru, hvor á móti öðrum með káljárnum, látið svo í tunnur, myndaðist brátt drukkur, sem var notaður til að súrsa, lítið um mjólkur- sýru. María Andrésdóttir, alin upp á Breiðabólsstað á Skóg- arströnd og Kvennabrekku hjá síra Guðmundi Einars- syni. — María segir: Sölvabönd komu undan jökli, dreg- in upp á band. — Allir fóru á berjamó á Breiðabólstað, fullar fötur af aðalbláberjum. — Sæt ber og rjómi gef- 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.