Heima er bezt - 01.11.1971, Page 35
Páll Ólafsson: Fundin ljóð. Rvík 1971. Helgafell.
Það er óvenjulegur atburður, að handrit að heilli ljóðabók liðins
skálds komi í leitirnar öllum á óvart, eftir að hafa verið lengi á
refilsstigum, en svo var þó s. 1. sumar, þegar allstórt ljóðasafn
Páls Ólafssonar kom fram í leitimar og var komið á prent nokkr-
um vikum síðar. Hitt er þó ef til vill enn nýstárlegra, að öll ljóð
bókarinnar skuli vera ástaljóð, ort til sömu konu, þ. e. Ragn-
bildar, konu Páls, sem hann unni svo heitt, að fágætt má kallast.
Mun engin íslenzk kona liafa hlotið svo stóran og fagran ljóða-
krans sem hún, og sýna kvæðin ljóslega, hversu mjög Páll unni
konu sinni, og hversu honum entist sú ást, því að sami er eldurinn
og aðdáunin í yngstu kvæðunum og þeim elztu. Annars kemur
lesandanum fátt á óvart í Fundnum ljóðum. Hann þekkir hina
leikandi hagmælsku og snilldina í efnismeðferð frá fyrri ljóðabók-
um Páls, og alþjóð hefir löngum verið kunnugt, hve mjög hann
unni Ragnhildi konu sinni. Engu að síður er ánægjulegt, að ljóð
þessi skyldu finnast. Þarna eru mörg fegurstu ástaljóðin, sem
ort hafa verið á íslenzku, og vissulega eiga þau eftir að ylja mörg-
um um hjartarætur þeim, sem unna ljóðum og kiinoa að meta
fagran ástaróð. Hinsvegar vil ég engum ráða til að lesa þau í belg
og biðu, þau njóta sín bezt eitt og eitt, en þá eru þau líka öll fersk
og heillandi.
Ólafur Jónsson: Á tveimur jafnfljótum. Rvík 1971. —
Leiftur.
Ólafur Jónsson búnaðarráðunautur sendir hér frá sér fyrra
bindi ævisögu sinnar, mikla bók og merka. og lýkur bindinu,
þegar hann hefir lokið námi í Landbúnaðarháskólanum danska
og er ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands.
Ævisögur skrifa menn með ýmsu móti. Sumir hafa á þeim
skáldsöguform, stikla á stóru um atburði og taka ekki hátíðlega,
þótt einhverju kunni að skeika í sannfræði eða nákvæmri frásögn.
Fyrir þeim er skemmtanin oft aðalatriðið. Aðrir rekja æviferil
sinn nákvæmlega ár frá ári og jafnvel dag frá degi. Hjá þeim situr
sannfræðin í fyrirrúmi, minna er skeytt þar um stílbrögð í frá-
sögn eða spennandi atburði. Þenna síðari kostinn hefir Ólafur
valið. Hann rekur hér uppvaxtar og æskusögu sína með hinni
mestu nákvæmni, en lætur þó lesandann ekki skyggnast um of í
innsta hug sinn. Fyrir bragðið verður saga hans mjög góð menn-
ingarsöguleg heimild. Þótt umhverfi og lifnaðarhættir séu að vísu
l)reytilegir eftir landshlutum og viðhorf einstaklinganna misjöfn,
munu lýsingar Ólafs fara nærri því, sem gerðist á býsna mörgum
stöðum á landinu, hvort heldur sem er sveitastörf og líf austur á
Héraði, Búnaðarsambandsvinna í Borgarfirði, skólavist á Hvann-
eyri eða ferðalög á sjó og landi á öðrum tug aldarinnar. En öllu
þessu kynnumst vér í bókinni. Ég endurtek það, að bókin er merk
söguleg heimild frá fyrstu tugum aldarinnar, og verður áreiðan-
lega metin því meir, sem lengra líður. Frásögnin fellur í breiðum,
lygnum straum, en er stundum óþarflega margorð, t. d. um Dan-
merkurdvölina, sem mér þykir óþarflega langur kafli. Lýti þykja
hvað höf. talar oft um væskilshátt sinn, því sagan öll sannar hið
gagnstæða. Og það voru engir aukvisar, sem á þeim árum ruddu
sér braut frá fátækt og vinnumennsku í sveit til hinna æðri
menntastofnana í Kaupmannahöfn. Æskumenn nútímans, sem
sífellt eru að krefjast alls konar fyrirgreiðslu og hjálpar, dreymir
vart um, hversu þurfti að leggja sig fram til að komast gegnum
skóla á þeim árum, sem enginn kvartaði, né gerði kröfur til ann-
arra en sjálfra sín. Kröfugerðarmenn meðal æskulýðs nútímans
hefðu gott af að lesa bók Ólafs, og það höfum vér raunar allir.
Florence Elliott: Heimurinn þinn. Rvík 1971. Bókaút-
gáfan Öm & Örlygur.
Þetta er nýstárleg bók og nytsöm, og jafnskjótt og maður kynn-
ist henni, skilst manni, að hana hafi raunverulega alltaf vantað
í bókaskápinn. Þetta er eins konar orðabók, sem veitir fræðslu um
hin margslungnu heimsmál í stuttum, aðgengilegum greinum. f
stuttu máli verður ekki lýst öllum hennar matarholum, en geta
má þess, að hér er fjallað um öll ríki heims, stjórnmálamenn, póli-
tísk og félagsfræðileg hugtök, alþjóðastofnanir og samninga og
yfirlýsingar, svo að hið helzta sé nefnt. íslandi og íslenzkum mál-
efnum eru gerð góð skil, getið allra núverandi alþingismanna,
ráðherra, flokksforingja. flokkaskiptingar o. s. frv. Hér er því að
finna svör við ótrúlega mörgum atriðum, sem við mætum daglega
um lönd og þjóðir, t. d. flest það af fréttatagi, sem á oss dynur í
fjölmiðlum daglega, verður betur skýrt við lestur þessarar bókar.
Vel má hún vinna gegn þeim hugtakaruglingi, sem svo mjög tíðk-
ast, ýmist af flónsku eða í áróðursskyni. Svo virðist sem framsetn-
ing sé skýr og brotalaus, þótt víða sé fljótt yfir sögu farið, en meg-
inatriðin eru dregin fram. Síðan bók þessi kom fyrst út í Englandi
1957, hefir hún oft verið prentuð þar og þýdd á mörg mál. Ég
fæ ekki betur séð en þetta sé ómissandi bók fyrir alla skóla og
opinberar stofnanir og hvern 'þann, sem fylgjast vill með í heim-
inum okkar. Ritstjóri bókarinnar er Jón Ögmundur Þormóðsson
lögfræðingur. en mcðþýðendur Gunnar Jónsson lögfræðingur og
Sigurður Ragnarsson kandidat í sögu og landafræði. Björn Jónsson
skólastjóri hefir gert orðaskrá, sem er til mikils hagræðis. Virðast
þeir allir hafa unnið verk sitt vel.
Gunnar Gunnarsson: Vikivaki. Rvík 1971. — Almenna
bókafélagið.
Almenna Bókafélagið hefir byrjað nýja útgáfu af verkum Gunn-
ars Gunnarssonar. Svartfugl kom út fyrir nokkru og nú bætist
Vikivaki við. Mun svo verða áfram haldið, og gefst mönnum þar
með kostur á að eignast ritverk hins merka höfundar smám sam-
an án bindandi áskriftar. Vikivaki er um margt ein sérkennileg-
asta skáldsaga Gunnars, ævintýraleg og dulúðug öðrum þræði en
raunsæ á hinn bóginn. Teflt er saman afturgöngum úr forneskju,
meira að segja höfði Grettis og sögumanninum. sem er alheims-
borgari, víðförull rithöfundur, sem á efri árum hefir sezt að á
afskekktu öræfabýli, þar sem hann þó hefir öll þægindi nútíma-
menningar, meira að segja flugvél, ef hann þarf að bregða sér
bæjarleið. Hinir framliðnu rísa upp úr gröfum sínum við lúður-
hljóma úr útvarpinu á Gamlaárskvöld, og hyggja sig hafa verið
kvadda til efsta dóms. Sagan fjallar síðan um sambýli og viðræður
Jaka rithöfundar og afturgangnanna. Og lýkur með himnaför
þeirra og dauða hans. Frásögnin er sem endranær, hjá Gunnari,
þróttmikil og sérkennileg, sums staðar ef til vill dálítið tyrfin, en
fellur vel að efninu. Og verður svo ekki niðurstaðan að loknum
lestrinum sú, að manneðlið sé alltaf hið sama, þótt aldir líði milli
kynslóðanna, og jafnvel hin fullkomna tækni og raunvísindi nú-
tímans fái þar engu um haggað? Og dulmögnin verða alltaf dul-
mögn, hvað sem hver segir.
Heima er bezt 415