Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 9
Dvöl séra Friðriks og frú Gertrud á Hálsi varð ævin- týri líkust. Presturinn vann sín þjónustustörf í söfnuð- unt sínurn. Bæði héldu þau áfram kennslu. Frú Gertrud var organisti í kirkjunum ef þess var þörf og æfði söng. Séra Friðrik stundaði nótnaskrift sína og hlóð torfi og grjóti til skrauts og skjóls utan húss. „Tómstundir“ urðu engar en unaðsstundir margar í kyrrð og næði. Björg Friðriksdóttir, Ingvar Þórarinsson, Stefán Örn Ingvars- son, Sigríður Ingvarsdóttir. Álfhildur og séra Örn Friðriksson, prestshjón á Skútustöðum. Áldis Friðriksdóttir, Páll Þór Kristinsson, Geirþrúður Páls- dóttir, Guðbjörg Pálsdóltir og Ari Páll Pálsson. Birna Friðriksdóttir, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Helga Þorvaldsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir. En fegurst og lærdómsríkust var sambúð safnaðanna við prestshjónin. Hún einkenndist af gagnkvæmum kær- leika og umhyggju. Hið góðhjartaða fólk í dreifðri byggð unni þeim og bar þau á höndum sér svo sem kostur var. Það vakti yfir þörfum þeirra og veitti þeim alla þá hjálp og aðhlynningu er það mátti veita. Prests- hjónin segja það opinskátt við hvern sem vera skal, að þeim hafi hvergi liðið betur. Þau komu frá Hálsi endur- nærð og hvíld. Þótt árin færðust yfir sá þess varla stað. Nú hafa þau séra Friðrik og frú Gertrud búið sér heimili á Húsavík. Þar er fagnaðarefni að vera gestur þeirra og eiga við þau orðræður, eins og ætíð fyrr. Börn þeirra eru: Björg, f. 24. marz 1926, gift Ingvari Þórarinssyni kaup- manni á Húsavík. Örn, f. 27. júlí 1927, prestur á Skútustöðum, kvæntur Alfhildi Sigurðardóttur. Aldís, f. 10. desember 1932, hjúkrunarkona, var gift Páli Þór Kristinssyni, kaupmanni á Húsavík. Hann er nú látinn. Birna, f. 5. maí 1938, gift Þorvaldi Veigar Guðmunds- syni, lækni í Reykjavík. Barnabörnin eru þrettán. Lokaorð þessarar greinar skulu tekin úr einni af pre- dikunum séra Friðriks A. Friðrikssonar. Þau hljóða svo: „Því sjá — ,stuðlarnir‘ tveir í lífs- og vaxtarljóði mannsandans eru trú og von, en ,höfuðstafurinn‘ er kær- leiknr.lí Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.