Heima er bezt - 01.04.1975, Page 11

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 11
inn. Því að hnífur heimspekideildar hefur blóðgað þessi eyru að ævilokum, og ekki hafnar himnaríki mönnum með doktorsgráður. Þessum virðulegu athöfnum háskólans fylgja aðrar sem minna fer fyrir og færri þekkja. Jafnframt því sem heimspekideild veitir bréf upp á ágæti til eilífðarbrúks, er mönnum sem fikta við rannsóknir á fornmenningu íslendinga kurteislega varnað máls við háskólann. Slíkir menn fá sitt bréf, af sama alvöruþunga og hátignarsvip: því miður, þú ert í skakkri rétt, slíkir jarma ei í vorri sauðahjörð. Hvaðan fá menn eiginlega þá hugmynd, að óverðugir fái að tala við heimspekideild? Að tefla rök- um gegn rökum? Að skýra viðhorf sín? Góðu fáráðar, þér sem einungis hafið þá verðleika að leita svara við þeim spurningum, sem vér gáfumst upp við fyrir ára- tugum, slíkt er ekki virðingu háskólans samboðið. Mað- ur dáist að öllum þessum sóma og allri þessari virð- ingu, miklir hljóta verðleikar þeirra manna að vera, sem hafa ekki einungis vald til að skreyta gamalmenni, held- ur og til að koma í veg fyrir hugsun hinna yngri. Fræð- in sýnast þeir kunna einir, þeir hafa bréf uppá það. Og enginn á neitt nema hann hafi bréf uppá það, eins og skáldið sagði. Sú var tíðin, að háskóli var stofnaður hérlendis til að rökræða fræðilegar gátur. Svo skilgreindi fyrsti rektor háskólans, Björn M. Ólsen, hvert vera skyldi markmið Háskóla íslands, í ræðu 17. júní 1911. Hann sagði m. a.: „Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1. að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig, — og 2. að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit, hvernig þeir eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig. Með öðrum orðum: háskólinn er vísindaleg rannsókn- arstofnun og vísindaleg fræðslustofnun.“ Miklar hafa framfarirnar orðið, það má nú segja. Þessir blessaðir aldamótamenn áttu sér enga virðingu, engan sóma. Aðeins löngun til að koma hér upp stofn- un sem leitaði sannleikans. Þeir gerðu svo lítið úr sér að leiðbeina þeim sem voru í sannleiksleit. Já, barna- skapurinn reið ekki við einteyming í þann tíð. Enda voru stöður við heimspekideild eitt sinn veittar fyrir sjálfstæða hugsun. En fylgispekt við hjörðina virðist nú fegurstur eiginleiki hvers ásauðar. Það er munur að eiga virðingu og einbeittan svip. Slíkum ber fullur réttur til að svipta óæðri íslendinga tjáningarfrelsi við háskólann. Slíkir eiginleikar nægja einnig til sigurs yfir hugmyndum. Því að lítilræðið sem þeir Björn M. Ólsen og félagar töldu mál málanna er nú svo örsmátt á vog háskólans að atkvæðagreiðsla í heimspekideild nægir til að afgreiða það. Sómi háskól- ans dugir einn til að koma í veg fyrir framþróun. Hug- myndir þarf ekki að afgreiða mcð hugmyndum, rök ekki með rökum. Og undir engum kringumstæðum skal óverðugur, sem leitar nýrra svara, fá að verja mál sitt. Sigur heimspekideildar yfir hugsun, sem heldur að hennar tími sé kominn, er einfaldur, en algjör. Sigurinn felst í þögninni. Og, að sjálfsögu, banni við því, að málið sé reifað við háskólann. Svo fór um sjóferð ís- lendinga, sem trúðu á barnaskap Björns M. Ólsen. Einhvern tíma munu niðjar vorir velta fyrir sér and- legri reisn þessara tímamóta. Því að engin leið verður til lengdar að fela það fyrir almenningi, að nýjar rann- sóknarieiðir hafa nú opnazt á allar hliðar. Hversu mikið ágæti þurfti til að þegja hugmyndir í hel í stað þess að ræða þær? Hve stóran skammt af sóma þurfti til að tjáningarfrelsi væri heft við háskólann? Eða hvað í heimsins ósköpunum olli því, að enginn menntamaður mótmælti því, að menn væru sviptir málfrelsi við há- skólann — að enginn krafðist þess af háskólanum að hann tefldi rökum gegn rökum í stað þess að beina nefi upp í háloftin? I sumar hitti ég einn þekktasta hagfræðing íslendinga, vitran mann og vísindalega sinnaðan. Hann lánaði mér grein, sem honum þótti athyglisverð. Greinin er eftir Werner Heisenberg, eðlisfræðinginn fræga, sem fékk Nóbelsverðlaumn 1932, forstöðumann Max Planck Stofnunarinnar í Múnchen. Heisenberg verður hugsað til stöðu vísinda á 500. ártíð Kópernikusar. Heisenberg hefur mál sitt með því að segja, að menn haldi yfirleitt, að nú á dögum fari fram vísindarann- sóknir á þeim grundvelli sem Kópernikus og aðrir frumherjar lögðu fyrir löngu. Vér séum þess fuilviss, að þau vandamál sem verða á vegi vorum, þær aðferðir sem vér notum og þær hugmyndir sem vér giímum við, eigi sér rætur í vísindalegri hefð, sem erfzt hafi fram, efizt og styrkzt í tímans rás. En við þetta hefur hann ýmislegt að athuga. Þar er fyrst til að taka, að ekki er unnt að skilgreina neitt vísindastarf nema spurningarnar sem óskað er svars við séu ákvarðaðar. En til að unnt sé að ákvarða spurn- ingarnar þurfum vér á hugmyndum eða skilgreiningum að halda sem ná yfir það svið sem rannsakað er. Þessar skilgreiningar og hugmyndir eru vanalega teknar af verki eldri manna — af eldra stigi rannsókna. Slíkt er sjálfsagt, þar til komið er að gátum sem ekki leysast með fyrri hugmyndafræði. Þegar menn rekast á skiln- ingsmúrinn verður hann ekki brotinn nema með nýjum aðferðum. Þegar svo er komið reynast hinar gömlu hugmyndir ekki annað en samsafn af fordómum, sem hindra framþróun í stað þess að örva hana. Þessi orð eru rituð á síðu 46 í tímaritinu Dialogue nr. 1 1974. Þótt ekki væri meira sagt mun hver heiibrigður maður sjá, að framþróun vísinda verður aldrei þjónað með sviptingu tjáningarfrelsis. Hver ný hugmynd, hver ný kenning, sem brýtur í bága við eldri hugmyndir, eldri kenmngar, er í eðli sínu andstæð skoðunum ríkj- andi meirihiuta. Það er einmitt vegna þess að hug- myndin er ný, kenningin óvænt, að vísindum þokar fram á við. Ný kenning þarf að berjast gegn fordómum og úreltum skoðunum fjölda fræðimanna. Það er þetta sem gerir tjánmgarfrelsið svo mikilvægt í vísindum. Já, meir en mikilvægt: sú stofnun sem beitir afli sínu til að koma í veg fyrir rökræður um óvænt viðhorf og Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.