Heima er bezt - 01.04.1975, Side 19

Heima er bezt - 01.04.1975, Side 19
9. Guðrún Þorsteinsdóttir átti Magnús Guð- mundsson. Dóttir þeirra: 10. Guðrún Magnúsdóttir,1 átti fyrr Gísla Guð- laugsson2 og var seinni kona hans. Sonur þeirra: Þorsteinn B. Gislason prófastur í Steinnesi. (Birt með leyfi höfundar.) ENN UM ÆTTMENN GESTS BJARNASONAR, eftir samantekt greinarhöfundar: Árið 1816 er Þorsteinn Bjarnason 19 ára gamall vinnumaður á Auðunarstöðum í Víðidal, talinn fæddur á Stóruborg, síðar hreppstjóri á Sporði. Þorsteinn Bjarnason og Guðrún Tómasdóttir voru gefin saman 3. janúar 1820. Búa þá á Hvarfi. Sigríður dóttir þeirra fæddist þar 13. febrúar sama ár, og virðist hún hafa verið eina barn þeirra hjóna. Sigríður er enn í foreldrahúsum á Sporði 1860, ógift og barnlaus. Laundóttir Þorsteins Bjarnasonar, Guðrún, fædd 31. júlí 1831 á Syðri-Kárastöðum. Þorsteinn bjó þar, og barnsmóðirin, Kristín Jónsdóttir, var þar vinnu- kona. Þorsteinn Bjarnason og fjölskylda fluttist frá Syðri-Kárastöðum að Sporði 1836. Manntal á Sporði 1840: Þorsteinn Bjarnason, 43 ára, húsbóndi. Guðrún Tómasdóttir, 45 ára, kona hans. Sigríður Þorsteins- dóttir, 21 árs, dóttir þeirra. Jóhann Steinsson, 23 ára, sonur húsmóður. Guðrún Þorsteinsdóttir, 10 ára, dóttir húsbóndans. Þetta er óbreytt á manntali 1850, að öðru leyti en því, að Jóhann Steinsson er horfinn frá fjölskyld- unni og orðinn vinnumaður í Nípukoti í Breiða- bólstaðarsókn. Þar bjuggu þá hjónin Sveinn Mark- ússon og Helga Arnbjömsdóttir. Jóhann Steinsson er þá kvæntur Margréti Tómasdóttur 36 ára, sem talin er fædd í Staðarsókn í Norður-Amti. Jóhann og Margrét búa 1860 í hjáleigukoti, Sporðshúsum, og hafa þar hjá sér þessi börn sín: Gest, 11 ára, fæddan í Melstaðarsókn, og Ingi- björgu, 3 ára, fædda í Víðidalstungusókn. Magnús Guðmundsson og Guðrún Þorsteins- dóttir, Bjarnasonar, voru gefin saman 15. júní 1856. Hann er þá talinn húsmaður á Selási, en hún heima- sæti á Sporði. — Börn þeirra: 1. Þorsteinn Björn, sundkennari, Reykjavík. 2. Gestur bóndi, Ormsstöðum, Klofningshreppi. 1 Guðrún Magnúsdóttir hét fullu nafni Guðrún Sigurrós, fædd á Auðunnarstöðum 24. júlí 1870, d. 17. apríl 1953 (sjá áður). 2 Gísli Guðlaugsson var fæddur 29. apríl 1850, d. 23. okt. 1906. Þau bjuggu í Forsæludal, síðar á Koti í Vatnsdal. — G. J. 3. Bjarni smiður og fangavörður, Stykkishólmi. 4. Guðmundur bóndi, Sunnuhlíð, Vatnsdal. 5. Elínborg, kona Hannesar Hannessonar í Dældar- koti, Helgafellssveit. 6. Guðrún húsfreyja á Kársstöðum, Helgafellssveit, átti fyrr Gísla Guðlaugsson( þau foreldrar Þor- steins prófasts í Steinnesi). Seinni maður Guð- rúnar var Gísli Guðmundsson frá Slitvindastöð- um í Staðarsveit (Hjarðarfellsætt). Þau bjuggu á Ámýrum í Helgafellssveit. Synir þeirra eru: Gísli og Guðmundur, bændur á Kársstöðum í Helgafellssveit. 7. María barnsmóðir Björns L. Guðmundssonar á Marðarnúpi. — Sonur þeirra var Sigurður brúar- smiður í Reykjavík, f. 16. maí 1890. Fyrri kona hans var Ása, f. 1. júlí 1897, d. 1932, Benedikts- dóttir bónda á Þorbergsstöðum, Laxárdal. Seinni kona: Lilja, f. 26. maí 1902, alsystir fyrri kon- unnar. Gísli Guðmundsson, s. m. Guðrúnar var fædd- ur 28. marz 1875 á Slitvindastöðum, d. 5. septem- ber 1960 á Kársstöðum. Framhald í næsta blaði. Leiðrétting í grein um ASalbjörgu Björnsdóttur, sem birtist í okt,— nóv. hefti „Heima er bezt“ 1974, bls. 344, eru tekin upp um- mæli eftir Norðmanninum Ivan Knudsen um Aðalbjörgu, en ummælin eru þannig: „Hun Bugga har de uligste mennesker i huset men hun guterer dem aldrig.“ Setningin á að enda svo: „ . . . men hun guterer dem alle.“ Lesendur eru vin- samlega beðnir að leiðrétta þetta. BRÉFASKIPTI Bergpóra Jóhannsdóttir, Hóli, Hauganesi, Árskógsströnd, Eyja- firði, óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Tyrfingur Arnar Kristjónsson, Tjöm, Þykkvabæ, Rang., óskar eftir bréfaskiptum við stelpur eða stráka á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Helena Kristjánsdóttir, Fjarðarvegi 10, Þórshöfn, Langanesi, óskar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára; er sjálf 12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Bergljót Benónýsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við strák á aldrinum 16—19 ára. Sólrún Pálsdóttir, Hreiðarsstöðum, Fellum, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við strák og stelpu á aldrinum 13—14 ára. Rósa Maria Benediktsdóttir, Sólheimum, Grímsnesi, Árnessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við fólk á aldrinum 30—40 ára. Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.