Heima er bezt - 01.04.1975, Side 23
Við hjuggum göt á ísinn, sem var ekki þykkur,
því að dálítill straumur var þarna í mjóddinni á milli
vatnanna. Svo er áhaldinu stungið undir ísinn. Það
dregur línuna með því að kippa í. Þá brunar áhaldið
einn metra í hvert skipti. Ég labba áfram með áhald-
inu. Það heyrist vel í því undir ísnum. Svo kallar
fiskimaðurinn, þegar línan er komin netlengd, og þá
er höggvið gat. Við komum þremur netum niður í
hálfgerðu myrkri. Það var aðeins snjórinn, sem lýsti
upp svolítið. Hvernig var það? Gleymdist nestið
heima? Jú, satt var það. Og ekki að furða, við fórum
svo snemma af stað í morgun, stríddi ég mínum
verkstjóra.
„Við fáum mat og gistingu hjá Rússanum,“ segir
verkstjórinn, Pál skulum við kalla hann.
Svo að verkinu loknu er farið til Rússanna, og Páll
biðst gistingar.
„Mat getið þið fengið, en húsrúm hef ég ekki fyr-
ir ykkur,“ sagði gamli Rússinn og var smámæltur
sem von var, því að í munni hans var aðeins ein tönn
sjáanleg. Hún stóð út fyrir vörina. Kofi Rússanna
var aðeins tveir metrar á breidd og um 3,50 metrar
á lengd. Og gestur var háttaður á gólfinu, svo að það
var varla rúm fyrir okkur tvo að setjast á kubba,
sagaða úr skóginum. En karlinn er hinn kátasti, og
sagði, að því miður gæti hann aðeins boðið okkur
baunir í kvöld. Þeir hefðu reynt að skjóta dýr, en
það hefði ekki lukkazt, svo að nú væri aðeins fiskur
eða baunir til matar. En við vorum vanir baununum
og máttum bara vera þakklátir. Svo hrærir Rússinn
í baununum, svo að þær brynnu ekki við á pönnunni.
Og slefan rann út úr gamla manninum ofan í baun-
irnar. Svo skammtaði blessaði gamli maðurinn okkur
á tvo diska og brauðbita með.
Páli þótti baunirnar góðar, en ég var alveg lystar-
laus, borðaði aðeins brauðið. Svo þökkuðum við fyr-
ir okkur, fórum út og bjuggum um okkur undir
stóru grenitré, hjuggum greinar af smágrenitrjám og
breiddum yfir okkur svefnpoka Páls. Maður svaf
bara sæmilega, því að logn var og ekki mikið frost.
Við vöknuðum snemma næsta morgun og vitjuðum
um netin, sem við höfðum lagt meðfram netum
gamla mannsins. Og viti menn. Það var mikill fiskur
í þessum netum. Svo að gamla merin var pínd til að
brokka alla leið til baka, því að nú skyldi bara flytja
alla útgerðina hingað. Það gerðu þessir piltar og fisk-
uðu nokkuð vel, það sem eftir var vetrarins.
Framhald í næsta blaði.
Heima er bezt 135