Heima er bezt - 01.04.1975, Page 29

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 29
og ylur streyma um sig alla við þær hugleiðingar, og hún hugsar sér að reyna að borga honum með ekki lakari minningum frá æskuárunum. Hann, sem alltaf var henni svo góður, eins og besti bróðir. Ætíð var skjól og skjöldur hennar, ef eitthvað var á hana hallað. En nú er hann ekki lengur lítill drengur, heldur fullþroska maður, sem fer sínar leiðir, eftir því sem hugur hans býður. En hún veit svo lítið nú orðið, hvort hugur hans er ennþá við sveitina og landið. En það er einmitt það, sem hún óskar. Henni finnst þó bréfið benda til þess, og í þeim anda ætlar hún að skrifa honum. Hann segist ætla að koma í sveitina með vorinu og vita, hvort hann finni ekki gömlu kunningjana. Ef til vill verði þeir allir famir. Kannski bíður einhver. Já, ég skal bíða, hugsar Sigga. Hann skal að minnsta kosti hitta einn af gömlu kunningjunum, þegar hann kemur. Ut frá þessum hugleiðingum sofnar Sigga, og hana dreymir Hermann. Hún sér hann ásamt mörgu fólki, og henni finnst hann vera á leið til sín. En hann nálgast ekki, svo að hún ætlar að koma til hans. En alltaf lengist á milli þeirra, og þó reynir hún að olnboga sig áfram í mannfjöldanum. Hún sér, að hann bendir sér að koma, og finnur, að hún berst með fólkstraumnum. En hvernig sem hún reynir að brjótast áfram, fjarlægist hún, og það er eins og allt gliðni eða klofni í sundur. Hún réttir út hönd- ina og kallar, en við það vaknar hún. Hún er öll í einu svitabaði, og henni líður illa. Henni finnst, að þessi draum- ur boði ekki gott. En hún reynir að hrinda þessu úr huga sér, hún er svo kjarkmikil og ákveðin. Þetta er bara af því, að hún var að hugsa um Hermann og hann er svona langt í burtu. Auðvitað getur hún ekki náð í hann nema með bréfi. Bara, að hann fái það þá. Smám saman róast Sigga, og hún fer að hugsa um mömmu sína. Hún veit, að hún hefur átt erfitt, þegar hún var ung. Oft hefur hana langað til að spyrja hana út í það, en ætíð hefur mamma hennar færst undan því að segja henni nokkuð frá fyrri ævi sinni. Hún hefur ætíð leitt talið að því, að guð hafi hjálpað sér í öllum erfiðleikum og hún hafi alltaf sett traust sitt á hann, það hafi aldrei brugðist. Það ætti Sigga líka að gera. Þá fengi hún þrek og styrk til að mæta öllu andstreymi í lífinu. Sigga er nú orðin róleg og getur hugsað skýrt. Hún biður guð að veita sér styrk til að mæta hverju því, sem að höndum ber, með ró og stillingu. JÓLAFRÍIÐ Nokkrum dögum seinna setur Sigríður bréf til Hermanns í póst. Hún er saklaus og einlæg í því bréfi og minnir Hermann á ýmis smáatvik frá því þau voru börn. Hún veit og vonar, að þau séu vinir. Hrólfur er á förum til Reykjavíkur. Hann er að ganga frá pósti með föður sínum. Hann rekst á eitt bréf, sem vekur eftirtekt hans. Það er til Hermanns Jónssonar í Noregi. Hann grunar strax, að það sé frá Sigríði Hjálmars- dóttur á Stóra-Felli. Nú er honum ljóst, að þarna er ástæð- an fyrir því, að Sigríður vill ekki líta við honum. Hann brosir kuldaglotti og segir við sjálfan sig: „Við skulum sjá, hvor sigrar í þessu einvígi.“ Hann tekur bréfið og fer með það inn í herbergi sitt. Þar leysir hann upp límið á umslaginu og les innihaldið. Jú, það er eins og hann grunaði, þessu verður hann að breyta, svo að dugi. Senn líður að jólum. Skólafólkið hlakkar til að koma heim og vera heima um jólin í ástríki og hlýju foreldra og vina. Jón og Guðný ætla ekki heim. Þau hafa fundið hamingjuna í höfuðborginni og biðja bara að heilsa. Páll og Helga eru að leggja af stað. Þau eru undrandi yfir því, að Jón og Guðný vilja ekki fara með. Þau hafa lítið haft af þeim að segja yfir þennan tíma, en þó heyrt, að þau hafi lifað nokkuð hátt, eins og kallað er, og ekki sparað peningana. Gísli biður fyrir kveðju til Jóns bróður síns og annarra kunningja. Jólin nálgast og allir búa sig undir þau, en með ýmsu móti. Flestir hugsa um að gleðja vini og vandamenn, svo að friður og gleði megi ríkja í hugum allra. Jólin eru hátíð gleði og friðar. Frú Rósa hefur æft mikið jólasöngva með unga fólkinu í sveitinni. Hefur Sigríður oftast stjórnað, eftir að hún kom heim. Er hún orðin að ýmsu leyti fremri Rósu, því að hún hefur lagt kapp á að læra allt, sem hún hefur getað kennt henni. Ekki hefur hún hætt að koma á hestbak, og oft hefur hún fengið Brúnku Svanlaugar til að skemmta sér á. Fáir hafa komið henni á bak nema Jón bóndi og hún. Alltaf á Sigga von á bréfi frá Noregi. Nú er jólapóstur- inn kominn og ennþá fær hún ekkert. Hún er hálfundr- andi. Gísli hefur skrifað Jóni bróður sínum og sagt hon- um, að Hermann ljúki prófi í vor og komi þá heim. Hann biðji alltaf fyrir kveðju til allra á Stóra-Felli. Guðrún hefur tekið eftir því, að Sigga dóttir hennar er nokkuð bráðlát að athuga póstinn, þegar hann kemur. Hún sér, að hún verður fyrir vonbrigðum, þegar ekkert bréf er til hennar. En Sigga jafnar sig fljótt, og enginn sér á henni, að hún sé vonsvikin. Hún er glöð og kát og hrókur alls fagnaðar á öllum skemmtunum unga fólksins í sveitinni. Nú hafa þau systkini Páll og Helga í félagi við Siggu undirbúið skemmtun, sem halda á milli jóla og nýjárs að Hofi. Til skemmtunar á að vera ræða, upplestur, söngur og dans. Það er margt um manninn á Hofi þetta kvöld. Unga fólkið hefur fjölmennt og margt af eldra fólki líka. Margt er spjallað á skemmtuninni bæði af ungum og gömlum, og öllum ber saman um það, að Sigríður sé glæsi- legasta stúlkan. „Hann verður ekki svikinn, sem fær hana fyrir konu,“ segir Salbjörg á Lækjamóti við vinkonu sína af næsta bæ. „Bara að hún verði ekki svo stór upp á sig, að hún neiti öllum,“ svarar grannkonan. „Heyrt hef ég, að Hrólf- ur líti hýru auga til hennar, en hún vilji ekkert með hann hafa. Þó er Hrólfur mesta glæsimenni og bráðgreindur, og svo allt ríkidæmið. Það mundu flestar stúlkur gleypa við þvílíku mannsefni.“ „Heyrt hef ég nú, að Hrólfur sé ærið drykkfelldur og ekki neitt göfugmenni, þegar öllu er á botninn hvolft, að minnsta kosti ekki, þegar hann er drukkinn. Það hefur Jónas minn orðið var við,“ segir Salbjörg. „En honum finnst mikið til sín og leyfir sér víst flest. Ekki vildi ég vita Siggu mína í hans höndum, mér þykir alltaf svo vænt um hana.“ „Það er nú bara af því, að hún hjálpaði Jónasi þínum til að ná í eitthvað af Stóra-Fellsauðnum. Ég hef heyrt, að hún hafi verið þar milliliður.“ „Hann er nú ekki búinn að fá mikið af honum ennþá,“ segir Salbjörg með nokkrum þunga, því að hún finnur Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.