Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 31
svo óvænt, að Guðrún þegir og lítur undrandi á Siggu.
Eftir nokkra þögn segir hún:
„Við eigum ekki nóga peninga til þess, Sigga mín. Það
kostar mikið.“ En Sigga er fljót að grípa fram í:
„Gísli bróðir Jóns hérna ætlar að lána mér það sem til
vantar, og svo ætlar hann að ljá mér herbergi, ef ég fæ
það ekki í skólanum.“
„Alltaf er Gísli jafngóður, það er leit að öðrum eins
manni,“ segir Guðrún. En jafnframt flýgur það um hug
hennar, að nú sé hún að missa augasteininn sinn. Og nú
komi hún ekki lengur til hennar, ef eitthvað blási á móti,
hún verði komin til Reykjavíkur. En hún finnur, að það
er blandið eigingirni að vilja ekki lofa Siggu að fara í
skólann, enda er hún orðin það þroskuð, þótt ung sé, að
hún treystir henni til að sjá um sig. Hún gengur til Siggu,
tekur hana í faðm sér og segir:
„Ég bæði gleðst og hryggist yfir þessum fréttum, og oft
mun ég hugsa til þín, Sigga mín, og biðja guð að gæta
þín. Ég veit þú hugsar líka til mömmu þinnar.“
Sigga sér tár ghtra í augum móður sinnar, og hún vefur
hana örmum með allri þeirri blíðu og innileik, sem hún
á til.
„Ég mun ætíð minnast þín, mamma mín, og þinna góðu
ráða. Þau skulu fylgja mér og leiðbeina mér.“
Guðrún gleðst af orðum dóttur sinnar. Hún er svo hrein,
saklaus og einlæg í öllu, en jafnframt gætir nokkurs kvíða
yfir því, að hún sjái ekki við þeim hættum, sem munu
mæta henni, þegar hún kemur í margmennið. En um það
tjáir ekki að tala. hún verður að fara í skólann, úr því að
henni býðst það.
Sigríður og systkinin eru nú komin til Reykjavíkur.
Sigga er strax tekin í kór kvennaskólans og vekur strax
athygli fyrir áhuga og söngkunnáttu. Hún þjálfar skóla-
systur sínar í kórnum og tekst fljótt að hleypa í hann lífi
og fjöri. Hún virðist vera meiri kennari heldur en sjálf
kennslukonan, sem er ekki laginn söngkennari, en lítur
þó stórt á sig. Hún þolir það illa, að Sigríður dragi að sér
nemendahópinn í kórnum. Hún reynir því að setja út á
hana eins og hún frekast getur.
En svo vill það óhapp til, að söngkennarinn veikist. Þá
fara stúlkurnar fram á, að Sigga haldi áfram kennslunni,
og er það samþykkt af skólastjóra frú Þóru. Sigga færist
undan þessu, nema á meðan sé verið að útvega annan
kennara, og þetta er samþykkt. Skólastjórinn hafði lítil
persónuleg kynni haft af Siggu, en fór nú að veita henni
meiri athygli. Hún fær því æfðan söngstjóra til að vera
viðstaddan söngæfingu, án þess að stúlkurnar viti nokkuð
um. Að æfingu lokinni fer hann að spyrja um þessa
stúlku, hvaðan hún sé og hverra manna. En hann fær að-
eins þær upplýsingar, að hún hafi komið með systkinun-
um á Hofi, börnum séra Hjálmars og Rósu. Frú Rósa hafi
kennt henni og gefið henni mjög góð meðmæli, segir
skólastjóri. Sér lítist mjög vel á þessa stúlku, hún sé eitt-
hvað svo tilkomumikil og myndarleg.
„Ég held hún yrði ágætis kennari. Hún náði strax
áhuga hjá stúlkunum við sönginn. Hún hefur líka mjög
fallega söngrödd."
Þau hafa nú rætt um þetta um stund, söngstjórinn og
frú Þóra, og ganga nú fram á ganginn til þess að fara. Þá
heyra þau kvenmannsrödd og orgeltóna hljóma inni í
kennslustofu. Þau veita því strax athygli, að það er angur-
blítt saknaðarljóð, sem sungið er með engilblíðri röddu.
Þau hlusta þar til lagið er á enda. Þá spyr söngstjórinn:
„Hver er það, sem syngur svona? Við skulum athuga
það.“ Þau ganga inn í stofuna. Sigga lítur við og stendur
upp. Hún ætlar að ganga burt, en skólastjórinn stöðvar
hana og kynnir hana fyrir söngstjóranum.
„Við vorum á gangi hérna og heyrðum, að þú varst að
syngja svo fallegt lag. Viltu ekki syngja eitt lag fyrir
okkur?“
Sigríður roðnar við þessari óvæntu beiðni, en segir eftir
nokkra þögn:
„Ég er nú ekki vön að syngja fyrir ókunnuga nema þá
í kór, en fyrst skólastjóri óskar eftir, að ég syngi eitt lag,
skal ég reyna það.“
Hún sest nú aftur við orgelið og fer að blaða í nótna-
heftinu. Á meðan setjast gestirnir. Svo hljómar tónlistin
hægt og rólega, en með vaxandi lífi og fjöri. Rödd hennar
skær og hrein blandast orgeltónunum. Frú Þóra lítur
brosandi á sessunaut sinn. Hún er hrifin af því, hvað Sig-
ríði tekst vel. Hún sér, að hún er ekki byrjandi í spili og
söng, en hlýtur að hafa búið yfir mikilli fyrri æfingu.
Þegar lagið er á enda, lokar Sigga bókinni, eins og þetta
sé búið. En þá segir gesturinn:
„Ætlar þú ekki að gefa okkur annað lag?“
Sigga opnar bókina aftur, og nú kemur ættjarðarlag.
Því fylgir ekki eins mikið fjör og í fyrra laginu. Nú er það
tign og hátíðleiki, sem einkenna bæði tóna og rödd. Henni
hefur tekist vel. En nú stendur söngstjórinn upp og geng-
ur til Siggu. Hann tekur í hönd hennar og þakkar henni
fyrir. Hann segir:
„En fallegast þótti mér lagið, sem þú söngst, þegar við
komum inn. Til hverra söngstu það, Sigríður?“
„Til mömmu,“ segir Sigga og lítur einkennilega á þau.
Andlit hennar verður alvarlegt og milt.
„Viltu syngja það fyrir okkur aftur?“
Sigga þegir um stund og horfir niður fyrir sig. Loks
segir hún lágmælt:
„Ekki núna, en kannski seinna.“
„Já, þú lofar mér að heyra það seinna,“ segir skólastjór-
inn. í því kemur Helga Hjálmarsdóttir inn og er að leita
að Siggu. Þær fara út, en skólastjórinn og söngstjórinn
ræðast við um söngkennsluna, meðan kennarinn sé
veikur.
„Láttu þessa stúlku halda áfram með það, sem hún er
byrjuð á. Mér líst vel á hana, og hún virðist hafa mikla
sönghæfileika. Ég hefði gaman af að fylgjast með henni
í þessu.“
Það er fljótt að berast um skólann, að Sigga eigi að
kenna sönginn, meðan söngkennarinn sé veikur. Hún hafi
bara farið til skólastjórans og boðist til að kenna. Það eru
þær Stína læknis og Guðný frá Stóra-Felli, sem bera þetta
út um skólann, en báðum er þeim í nöp við Siggu, því
að alls staðar þarf hún að vera þeim fremri. Þær hugsa
sér nú að gera henni smábrellu, þegar hún fari að æfa
kórinn. Þær mæta ekki á æfingum eins og þeim ber og
eru oft falskar í röddum af ásetningi. Þetta skapar Siggu
talsverða erfiðleika, og hún vandar um þetta við þær. En
þær svara því bara til, að þær mæti, þegar þeim sýnist.
Það komi henni ekkert við, hún sé enginn kennari hér í
skólanum. Sigga segir þeim, að annaðhvort verði þær að
mæta á æfingum eða hætta. Stína verður fyrir svörum
og segir:
„Það er svo sem ekkert, þú bara rekur okkur úr kórn-
um. Það er naumast, að þú þykist vera eitthvað. Þú ert þó
bara óskilgetin og montin sveitastelpa.“
Heima er bezt 143