Heima er bezt - 01.04.1975, Page 34

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 34
BÓKAHILLAN Launráð og landsteður. Rvík 1974. Almenna bókatélagið. Bók þessi flytur úrval bréta, sem á sínum tíma fóru milli Bjöms Jónssonar ritstjóra og dr. Valtýs Guðmundssonar, er þeir stóðu saman í baráttu fyrir auknu frelsi og framförum þjóðarinnar. Jón Þ. Þór hefir valið bréfin og búið þau til prentunar og skrifar hann alllangan formála að þeim. Vafasamt er, hvort deilur um landsmál hér á landi, hafi nokkru sinni risið hærra né verið harðari en um aldamótin síðustu, eftir að dr. Valtýr kom fram með miðlunartillögur sínar í sambands- málinu við Dani árið 1895. En með tillögum hans var raunar höggvið á þann kyrrstöðuhnút, sem verið hafði í þeim málum allt frá setningu stjómarskrárinnar 1874. Meirihluti Alþingis sam- þykkti æ ofan í æ breytingar á stjómarskránni, en konungur eða Danastjórn synjaði. Það var líkast því að engum dytti i hug að leita eftir samningum eða samkomulagi um hvað langt væri hægt að komast, til þess að viðunandi lausn fengist, svo að unnt yrði að snúa sér af alefli að innanlands umbótum. En á því sviði ríkti kyrrstaða og mér liggur við að segja vonleysi. Dr. Valtýr fór inn á nýja braut. Hann var bjartsýnn umbótamaður, sem var ljóst, hversu skórinn kreppti alls staðar á sviði atvinnumála og opin- berra framkvæmda. En honum var einnig ljóst, að til þess að unnt yrði að gera þeim málum skil, varð að fá stundarfrið í deilunni við Dani, og væru þeir einu sinni farnir að slaka á klónni, mátti vænta að meira ynnist í næstu hríð, er landið væri þá betur búið til aukinnar sjálfstjómar. Hann hóf því á eigin spýtur að ræða við Danastjórn og náði þá þegar athyglisverðum árangri. En um leið og þetta starf hans varð kunnugt hófst andstaðan gegn tillögum hans, og hún varð hatramlegri en nokkurn hefði getað grunað. Dr. Valtý yfirsást um tvo hluti. í fyrsta lagi var honum naumast ljóst, hvílíka andúð menn hefðu á því að reyna samningaleið við Dani. Slíkt þótti mörgum ganga guðlasti lengra. í öðru lagi var það, sem raunar varð ef til vill enn þyngra á metunum, en það var að hann, sem upprunninn var úr alþýðustétt, en hafði brotist með fáheyrðum dugnaði til mikils lærdóms- og embættisframa, skyldi leyfa sér að ganga fram fyrir kóng og fyrirmenn Danmerkur og ræða við þá málefni íslands, án þess að hafa að baki frændgarð og fjármagn, og sniðganga með því embættisvaldið íslenska með landshöfðingj- ann af Stephensætt í fararbroddi. Deilan varð því ekki aðeins um afstöðuna til Dana, heldur var hún einnig deila við hið gamla embættisvald landsins. Deilurnar fóru síharðnandi, en ár frá ári jókst Valtýskunni fylgi, uns hún hlaut nauman meirihluta á Alþingi 1900. En stjórnarskipti og stefnubreyting í Danmörku ollu því, að Heimastjórnarflokknum tókst að lá lengra í samkomu- laginu en dr. Valtý hafði auðnast. Heimastjórnarmenn með Hannes Hafstein í broddi fylkingar unnu sigur. En aurkastið og svívirðingarnar, sem á dr. Vatý dundu, áttu sér þá fá eða engin fordæmi. Honum var brugðið um landráð af versta tagi og að hann berðist einungis fyrir eiginhagsmunum, knúinn af metorða- og valdagirni, og fyrir það ætlaði hann að fórna réttindum lands- ins. Það tókst furðuvel að sýkja almenningsálitið með öllu því eiturflóði. En hvern mundi það hneyksla nú, þótt flokksforingi ætlaði sér ráðherradæmi, ef flokkur hans ynni sigur. En fátt var það, sem gekk betur í eyru almennings þá. En sannleikur mála er sá, að vandfundinn mun sá maður i samtíð hans, sem sá gleggra eða vildi betur þjóð sinni en hann. Og þó að Hannes Hafstein stýrði þjóðarskútunni af miklum glæsibrag, er vafasamt, hvort ekki hefði verið eins vel stýrt og jafnfarsællega, ef dr. Valtýr hefði haldið um stjórntaumana. Bréf þau, sem hér birtast fóru meðal aðaforingjanna í flokki dr. Valtýs, þ. e. hans sjálfs og Bjöms Jónssonar, sem með ísafold sinni stóð í fylkingarbrjósti hér heima, en Valtýr hlaut stöðu sinnar vegna að dveljast að mestu í Kaupmannahöfn. Bréfin skýra ýmsa hluti sögunnar, en eru þó einhæf heimild. Ljóst er af þeim, hvernig dr. Valtýr var heili flokksins, ákveðnastur í skoð- unum, úrræðabestur og mestur skipuleggjandi. Eins og vænta mátti af tveimur skapríkum mönnum eru þeir samherjarnir oft furðu hvassyrtir um andstæðingana, en ekki þó meira en til var stofnað. Formáli Jóns Þór er með ágætum. Hann sýnir megin- drætti málanna, og þar segir hann að lokum, að hann telji „að bréfin megi sýna það, að dr. Valtýr var ekki pólitískur framagosi sem vildi selja réttindi lands og þjóðar fyrir eigin völd. Hann var bjartsýnn framfaramaður, sem vildi vinna þjóð sinni og ættjörð allt það gagn sem hann mátti“. Það er sannarlega kominn tími til að óhlutdræg saga dr. Váltýs yrði skrifuð. Hún mundi sýna og sanna það, að hann er einn af fremstu mönnunum í sögu þjóðar vorrar. Þó að aðrir nytu árangursins af starfi hans, þá er jafn óhagganlegt, að hann lagði grundvöllinn, sem síðar var byggt á. Þessi bréf geta orðið upphafið á réttu mati á honum, og er þá vel farið. William Heinesen: Móðir sjöstjarna. Rvik 1974. Helgafell. Þessi saga hins góðkunna færeyska höfundar er samanfléttaður raunveruleiki og æfintýri á hinn furðulegasta og fimlegasta hátt. Drengurinn, sem að vísu er söguhetjan, þótt hann hverfi oft j baksviðið lifir öðrum þræði í æfintýrinu, jafnframt því sem hann tekur þroska sinn í heimi raunveruleikans. Bókin er aðlaðandi, stíll höfundar glæsilegur og gamansamur, en stundum ber hin ljóðræna málalenging söguefnið ofurliði. Þýðandi er Úlfur Hjörvar. Alfræði Menningarsjóðs: fslandssaga A-K. Rvík 1974. Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið. Útgáfa Menningarsjóðs hefir látið Skáldatalið hvíla sig í bili, en sendir nú fyrra eða fyrsta bindið af íslandssögu, sem Einar Laxness hefir tekið saman. Það er vissulega meiri vandi að velja i slíka bók en skáldatal, sem er tiltölulega skýrt afmarkað, en hér er allt hið víðfeðma efni sögunnar frá upphafi til vorra daga. En vitanlega þarf enginn að búast við samfelldri sögu í orðabókarformi. Ekki treystist ég til að fullyrða, hversu höfundi hefir tekist að velja orðin, en í fljótu bragði sýnist það vel gert, og þær greinar, sem ég hefi valið á víð dreif af handahófi hafa mér sýnst vel úr garði gerðar, stuttar og skýrar eins og vera ber. Nútímanum er yfirleitt gerð góð skil og er slíkt kostur, því að oft verður manni tafsamt að leita upplýsinga um hann, þar sem engin samfelld saga hefir verið um hann skráð. í stuttu máli sagt, þetta virðist handhæg uppsláttarbók, þeim sem kynnast vilja meginþáttum sögu vorrar. Og til mikilla bóta er það fyrir þá, sem meira vilja vita, að hvar- vetna er vísað til heimilda. 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.