Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 2
MANNHELGl
Nær daglega flytja fjölmiðlarnir oss fregnir annars veg-
ar af mannránum einstaklinga eða ofbeldishópa, en
hinsvegar af fangelsunum, misþyrmingum og líflátum
í einræðisríkjunum, þar sem fórnarlömbin eru einhvcrjir
þeir, sem hafa aðrar skoðanir en valdhafarnir og eru
svo djarfir að láta þær í ljós á opinberum vettvangi.
Samtímis berast oss fregnir af baráttu einstaklinga og
samtaka hinna lýðfrjálsu þjóða til aðstoðar við fórnar-
lömb einræðisins. Mesta athygli í því efni hafa yfirlýs-
ingar Carters Bandaríkjaforseta vakið. Og svo virðist
sem þessar atgerðir geti leitt til stórpólitískra viðburða
eða jafnvel styrjalda, þegar valdhafarnir á hverjum
stað líta á það sem innanríkismál ríkja sinna, þótt hin
helgustu mannréttindi séu fótum troðin, og þeim se í
sjálfsvald sett, hvcrsu þeir refsa pólitískum andstæð-
ingum.
Vér hér úti á íslandi höfum að ýmsu leyti sérstöðu
meðal þjóðanna. Það gerir smæð vor og aldalöng ein-
angrun, sent að vísu er nú rofin, en meðan hún var, þá
bárust oss svo litlar og strjálar fregnir utan úr heimi,
að þær snertu oss lítt, og vér ólumst upp í afskiptaleysi
um, hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi, og
þessir tímar eru ekki fjar en það, að þeir, sem komnir
eru á gamals aldur, minnast þeirra. Af þessum sökum
erum vér naumlega enn búnir að átta oss fyllilega á,
hvað um er að vera, og alltof margir hafa gengið hugs-
unarhætti einræðisins á vald, vissulega oft án þess að
gera sér þess fulla grein, að það sé mesti bölvaldur
heimsins í því að fótumtroða allt, sem heitir mannhelgi.
Allar kristnar þjóðir eru aldar upp við hin tíu fornu
boðorð Móselaga, sem aðlöguð voru kenningum kristn-
innar, og þau urðu á þann hátt undirstaða ótalmargs í
hinni veraldlegu löggjöf og siðalögmáli kristinna þjóða.
Þau kveða skýrt og skorinort á um samskipti mannanna
hvers við annan, bæði innan fjölskyldunnar og í þjóð-
félaginu. Og þótt vér brjótum mörg þeirra, jafnvel dag-
lega, hafa þau cngu að síður skapað grundvöllinn að
siðferðiskennd vorri ásamt kenningum kristinnar trúar.
Eitt hinna fornu boðorða, sem sennilega hefir fest
dýpstar rætur í hugum alls þorra manna er: Þú skalt
ekki mann vega. Svo er það a. m. k. meðal þeirra þjóða,
sem oss eru skyldastar. Sú tilfinning hefir vaxið með
mönnum frá því þeir fyrst hafa tekið að vitkast, að
mannslífið sé hcilagt, og því megi ekki granda, og
hverskyns ofbeldi sé viðurstyggð í hvers nafni, sem
það er framið. Að vísu rekumst vér þar á hina miklu
þversögn styrjaldanna, þar sem fjöldamannvíg eru lög-
helguð, og þjóðirnar hvattar og knúnar til þeirra, jafn-
vel í nafni kristinnar trúar. En allt um það getum vér
sagt, að mannhelgin sé oss í blóð borin. Elún er að
nokkru leyti hluti af oss sjálfum. Enn höfum vér fs-
lendingar þar nokkra sérstöðu, þar sem vér hvorki höf-
um borið vopn né háð stríð, hvorki innbyrðis né við
aðra öldum saman.
En það er hægt að vega menn með öðru en vopnum,
helgi mannsins nær lengra en til lífs hans eins. Innan
þeirra náttúrlegu takmarka, sem samskipti við náung-
ann og umhverfið leggja oss á herðar, er það bæði ósk
vor og réttur að njóta frelsis og friðar, til að hugsa og
tala eftir því sem lífsskoðun vor er. Vér viljum hafa
rétt til félagslegra athafna til umbóta og annars slíks.
Vér teljum oss eiga fyllsta rétt til að njóta verndar til
allra frjálsra starfa, sem ekki valda öðrum óþægindum
eða tjóni, og vér eigum ltröfu á að öll vor mál séu
dæmd af hlutlausum dómstólum.
En þó að kröfum vorum og óskum í þessum efnum
sé fullnægt, getur ekki hjá því farið, að sitthvað gerist
í kringum oss, sem oss þykir miður fara hjá stjórn og
valdhöfum. Engin ríkisstjórn, ekkert embættiskerfi er
svo fullkomið, að þar eigi sér ekki stað einhver mistök,
og framkvæmd valdsins sé með þeim hætti, að þörf sé
aðfinnslna og gagnrýni, og til þess teljum vér oss eiga
hinn fyllsta rétt og að hreyfa andmælum, þegar þörf
þykir á. Enda þótt grundvallarregla lýðræðis sé, að
meiri hlutinn ráði, ef hann er til orðinn við frjálsa skoð-
anamyndun, þá útilokar það ekki, að minni hlutinn geti
haft rétt fyrir sér í ýmsum málum, og því síður þann
rétt hans og skyldu að láta til sín heyra.
Ég er ekki viss um, að menn almennt geri sér Ijósan
þann mun, sem er á einræðis- og lýðræðisríkjum, eða
hvað fram fer innan einræðisins. Gera menn sér ljóst
hvernig sé við það að búa, að menn eru hnepptir í fang-
elsi, fjötra, settir á geðveikrahæli eða jafnvel skotnir
fyrir það eitt að láta í Ijós skoðanir, sem ekki falla vald-
höfunum í geð? Vér getum tekið einfalt dæmi, sem
sýnir hversu mannhelginni er ógnað með þessum hætti.
Hugsum oss, hvernig sé að búa við það, að geta á hverj-
um degi eða nóttu átt von á að lögregla ryðjist fyrir-
varalaust inn á heimili manns og taki hann fastan, eða
jafnvel grípi hann þar sem hann gengur grandalaus á
götunni. Farið sé með hann til hrottalegrar yfirheyrslu
og honum varpað í fangelsi með þeim dómi einum, að
146 Heima er bezt