Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 24
yfir höfuð að tala, alveg eptir Darwins kenningunni
(eða ’evolultions-theoriunni1); þær breytast eptir því
sem nauðsynlegt er í baráttunni fyrir tilverunni.“
14. KAFLI
HESTALÚS
Þegar talað var um hestalús, voru það yfirleitt naglýs
(mallophaga), sem um var að ræða. Soglýs (anoplura)
geta einnig ásótt hesta, jafnvel þá, sem eru í góðu
ástandi, en hinar minni naglýs ásækja einkanlega magrar
skepnur og illa hirtar. Þær hverfa, eftir að hestarnir
komast í góð hold aftur. Vegna þess að mest bar á nag-
lúsinni í hallærum, fékk hún nafnið felliliús eða hafíslús.
„Hestar eru mest lúsugir á hálsi, einkum undir faxi
og ennistopp og kringum eyrun, á hrygg og kringum
taglhvarfið,“ segir Magnús Einarsson (Dýralcekninga-
bók, bls. 258). „Það leynir sér ekki, þegar gripir eru
mjög lúsugir; þeir hafa þá oft enga ró fyrir kláðafiðr-
ingi, nudda sig og naga (óþrifakláði).... Oft detta hár
af með köflum, bæði af nuddinu og svo fyrir sérstakan
tilverknað naglúsanna; sjást þá einatt á beru skellunum
smáhrúður og hreistur.“ Jón Hjaltalín (Lcekningabók,
bls. 42) kallaði þetta ástand ofsakláða, en algengara var
síðan að segja, að hestur skáldaði (Skag.) eða væri
skáldaður af lúsinni (Borg.).
Þó að menn hljóti snemma að hafa komizt að raun
um, að lús væri fylgifiskur óhreininda, áttu þeir bágt
með að skýra uppruna hennar. Boers getur þess, að
haldið hafi verið, að hestur gæti verið með lúsarsvita,
þ. e. að nit hefði verið orpið í svitaholur eða væri komin
inn í blóðið og skildist frá með svitanum. Var og talið,
að nit skildist frá líkamanum með hlandi og taði. Af
þessu eru runnin mörg sérkennileg ráð til innvortis
notkunar við lús.
Þarna var ekki aðeins um þjóðtrú að ræða, heldur
einnig kenningar menntaðra manna allt fram á ofan-
verða 19. öld. Árið 1792 var birt í Lærdómslistafélags-
riti niðurlagið af Dr. Anton F. Biischings „Undervísun
í Náttúruhistoríunni," íslenzkað af Sveini Pálssyni. Dr.
Biisching hélt því fram (bls. 75), að lýs á mönnum
kvikni hvorki af óhreinindum né illum vessum. Lík-
legra er, segir hann, að nit sé í fyrstu í holdi manna, og
færist út þaðan ýmsa vegu. Jón Hjaltalín var ekki á
þessari skoðun um uppruna lúsarinnar, ef dæma má af
ritum hans, en árið 1872 staðhæfði hann í grein um
bráðapest og kláðamaura (Heilbrigðistíðindi II, bls. 86):
„I allri rotnun, hvort heldur er í holdi dýra, skcmmd-
um osti eða rotnuðu og skemmdu mjöli kvikna maurar,
allt að einu og ólgusvampar kvikna í ýmissi ólgu. Þetta
er nú hinn hreini og beini sannleiki, sem verður mönn-
um æ meira og meira ljós, eptir því sem vísindunum
fer fram.“
Boers getur þess, að gripið hafi verið til töfraformúla
til að losa hesta við lús. A 18. öld í Svíþjóð trúði ekki
aðeins almenningur, heldur einnig yfirstéttin á galdra-
tilraunir í þessum tilgangi. Sænskur prestur, Johan J.
Törner (1712—1790), er safnaði kreddum hjá ríkum
og menntuðum fjölskyldum, sem hann var húskennari
hjá, segir frá því, að einu sinni hafi Falkenhagen ofursti
ætlað að búa til lúsasmyrsl handa hesti sínum. Þá sagði
honum bóndi nokkur, að ekki þyrfti smyrsl til þess að
losa hestinn við lús. Bóndi tók eina lús úr haus hestsins,
eina af hryggnum og eina úr taglinu, og kastaði þeim
síðan í ána. Allar lýs áttu þá að detta af hestinum!
Lagerfelt lénshöfðingi, er var viðstaddur, kvaðst síðar
hafa gripið til þessa ráðs til að losa tvö folöld við lús,
og sagði svo frá, að það hefði reynzt vel. Rááf segist
hafa haft sama ráðið frá bónda nokkrum.
ALÞÝÐLEG RÁÐ
Kaffcering.
/
Eggert Ólafsson (Ferðabók, kap. 282) lýsir aðferð til
að losa hesta við lús, sem hann sá í Borgarfirði á tíma-
bilinu 1752—1757: „Karlmenn þeir, sem heima eru,
gæta búpenings. Meðal annars hirða þeir hestana, raka
af þeim og baða þá. Þetta fer fram með þeim hætti,
að jafnskjótt og hlýna tekur á vorin, er helmingur af
faxinu klipptur eða skorinn með hníf. Stundum er klippt
beggja megin úr faxinu, en aðrir skera einungis öðrum
megin og þá sína hliðina hvort árið. Einnig er klippt
utan úr taglinu, en í miðjunni er hárið látið óhreyft.
Síðan eru hestarnir reknir út í á eða stöðuvatn og
látnir synda þar stundarkorn. Með þessum hætti þvo
menn þá, en baðið drepur á þeim lýs (Hippoboscateg-
undirnar), sem ásækja þá, einkum trippin, en mest á
vorin.“
Þó að Eggert nefni kaffæringu hrossa í sambandi við
Borgarfjörð, hefur hún í raun og veru tíðkazt í öll-
um landshlutum og þá fram á 20. öld. Axfirðingur, f.
1883, segir frá því, að haldið hafi verið áfram með hana
þar um slóðir allt ÍFram um og yfir 1920. Fáir munu þó
hafa verið þeir bændur, er sundlögðu eða kaffærðu
hestana í stöðuvötn, eins og Eggert segir frá. Yfirleitt
var það talið koma að engu gagni. „Ekki drap það lús-
ina, þó hrossin væri sundlögð í fersku vatni,“ segir
Skagfirðingur, f. 1898. Átti að sundleggja þá í kaldasta
vatnið, sem eftir Iandshlutum var hvorttveggja sjórinn
eða jökulvatn. „Bezt er að sundleggja í saltvatn, þar
næst í jökulvatn, og betra en ekkert í bergvatn,“ var
sagt í Árnessýslu.
Kaffæringin var framkvæmd á ýmsa vegu eftir eðli
strandanna. Axfirðingur, sem getið er um hér framar,
og níræður maður, búsettur í Hnífsdal geta þess, að
hestarnir væru látnir synda í sjó í taumi á eftir báti.
Axfirðingur nefnir tímann, minnst tíu til tuttugu mín-
útur, en Hnífsdælingur talar um góðan spöl, 50 til 100
faðma. 1 Axarfirði var endurtekið að sundleggja hest-
ana með hálfsmánaðar millibili, nokkrum sinnum, ef
168 Heima er bezt