Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 26
KVEÐ ÉG mér til hugarhœgðar SIGTRYGGUR SÍMONARSON er f.rdd- ur að Olversgerði i Saurlia-jarhreppi. Eyjafirði, 1(5. janúar 1915. Stundaði öll algeng sveitavinnustörf til 31 tlrs aldurs, auka nokkuriar jatðvinnslu með dríttar- vél og skurðgröfu. Bóndi. á Jórunnarstöð- um 1918—1900. Síðan mjólkurbílstjóri og keyrir nú mjólkurtankbíl hjá Mjólkur- samlagi K. E. A. IUisettur á Akureyri. Hefur unað sór, í sináum stíl þó, við vísna- og ljóðagerð sl. 40 ár. KVEÐ ÉG MÉR TIL HUGARHÆGÐAR. (Brot). Kveð ég mér til hugarhægðar þó hugurinn dapur sé. Engum manni þó til þægðar, né þigg ég skáldafé. Alfrjáls mannsins andi hefur afrek stórfelld birt. Ánauð sálar af sér gcfur ekkert sem er hirt. FYRSTA SÓLEYJAN. Nú fæðast blóm um foldarreit þau faðmar sólin björt og heit og lífið blítt þeim brosir mót og beztu sýnir kærleikshót. En lánið heims er löngum valt og lífið stundum beizkt og kalt. Blómin ungu fölna fljótt þau falla á einni hélunótt. ATLOT LlTILS BARNS. Sálarbirtu finn ég fæðast, fremst til glcði bcr, þcgar armar litlir læðast ljúft um háls á mér. Mér finnst þá í sál mér syngi silfurstrcngja hcr, er svona lítiil saklcysingi sýnir ástúð mér. BREYTING TIL BÓTA. Með hrylling ég spurði spegilinn spurnar á þennan veg: „Er þctta sjálfur Andskotinn, eða er þetta bara ég!?“ Ég greinilegt ekkert greindi svar, en gjörðir til bóta hóf. Handfljótur þá ég heldur var og hárin af trýni skóf. í spegilinn leit og sæll nú sá þá sýn er í stef ég bind: Ef vaxið mér hefðu vængir á var þetta — engilsmynd! STÖKUR Til Þórodds Jónassonar, lceknis. (í gamni). Hvern lífdag sem Guð mér gefur gleðin hefst á æðra stig fyrst ykkur læknum ekki hefur ennþá tekist að — drepa mig! Síhækkandi skattar. Þá liðinn á enda er lífsferill minn og loks ég í gröfina fer skyldi ckki blcssaður skattstjórinn skattlcggja hræið af mér? Um gamlan mann. Allt hans langa æfiskeið undraði sérhvern mann hve sjaldan fóru sömu leið sannleikurinn og hann. MAÍ-MORGUNN. Farfuglanna söngvasveit syngur ástaljóðin, breytir auðn í unaðsreit yndis fyllir sjóðinn. Silfri glituð sveima ský, svalar hjala lindir. Morgunsólareldi í ótal fæðast myndir. SÖLUMAÐUR KVAÐ RIT SELJAST VEL. Þó að svona seljist víða sézt í ritinu að orðin nenntu ekki að bíða eftir vitinu! DÝRÐIN, DYRÐIN! Syngdu litla lóan mín ljóðið scm af öllum ber. Unaðsljúfu lögin þín láttu hljóma í eyrum mér. Þú ert svo rík af ást og trú að allt þitt líf er dýrðarljóð. Enginn syngur eins og þú alverunni þakkaróð. Senn á hausti þagnar þinn þvði söngur, vina nún. Sáran þá ég söknuð finn og sólin jafnvel daufar skín. Sem angurbót fyrir anda minn sú algjör vissa léttir spor; að aftur hljómar óður þinn í eyrum mínum — næsta vor. 170 tierma er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.