Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 8
A fermingardegi elsta barnsins (Rúnu).
Búnaðarfélagsins við Lækjargötuna. Þar var íbúð þeirra
með fimm börnum til 1956, og ærið rúm fyrir ærsl
þeirra. Þar var og skrifstofa Freys með þeim erindum
og erli, sem honum fylgdu. Þaðan var hann og afgreidd-
ur. Þar ríkti íslensk gestrisni með sæmd. Var þó fjarri
lagi, að gestir þeirra væru aðeins íslendingar. Þar rækti
Thora hjúkrunarstörf af alúð og þekkingu, þegar Gísli
þurfti þeirra við, að önn móðurinnar ógleymdri. 1956
fluttu þau að Hlíðartúni 6 í Mosfellssveit. Þar eiga þau
fagurt heimili, sem þau hafa hugsað, byggt og prýtt af
hreinlátri smekkvísi. Alúð sú, er lögð hefur verið við
ræktun þess umhverfis, sem þau ráða yfir, — utan húss
og innan, ber ræktunarþrá Thoru og barnanna öruggara
vitni en hér eru orð yfir. Þó hefur hún ekki verið heil
heilsu langtímum saman. Hún hefur og dálítið gróður-
hús, sem yljað er með því vatni, sem vermt hefur íbúð
þeirra. Þáttur þessarar atgervis- og mannkostakonu í
ævistarfi Gísla Kristjánssonar, verður ekki rakin hér.
En samfylgd þeirra hefur verið sigurganga. Þessi eru
börn þeirra: Rúna, kennari, f. 3. des. 1940, Stína, kenn-
ari, f. 16. maí 1943, Edda, fóstra, f. 20. okt. 1944, Lilja,
hjúkrunarkona, f. 3. des. 1949, Hans, vélvirki, f. sama
dag.
GÍSLI HÖGNASON, Læk:
Ingimundur Quhjónsson
60 ára 28. 12. 1916.
Söngstjóri og verkstjóri í Þorlákshöfn
um áratuga skeið.
Þorláks helga, helgu vættir
hétu að gera framtíð sættir.
Arfar skyldu að öllu bættir
út um nes, við ránar sund.
Hver var verður ferð að fara?
Flestum varð ei greitt til svara
en Egill benti á Ingimund.
Þorlákshöfn fékk heilladrenginn
honum var ljúft að knýja strenginn
fegri hljóma fékk þar enginn
fólk þess naut við hafnarsund.
Arfur forn mun aftur lýsa
undir vængjum morgundísa
en þær fengu hann Ingimund.
Þar voru sungnar Þorlákstíðir
þjóðin öll í lotning hlýðir
orgeltónar berast blíðir
bæð um land og Þorlákssund.
Nú eru allir arfar bættir,
undrun lýsa helgar vættir
og þær dá hann Ingimund.
Mannhelgi
Framhald af bls. 147 ... — ......
sína. Og það vandaðir menn, sem vissulega hafa við-
bjóð á að firra náunga sinn lífi eða valda honum tjóni
á einhvern hátt. En geta með köldu blóði samþykkt,
að hann sé myrtur andlega, daglegu öryggi hans ógnað,
hugsanir hans og orð hneppt í fjötra. Hann geti að vísu
andað og hreyfst, en sé að öðru leyti sviptur því, sem
hverjum manni er lífsnauðsyn eigi síður en andrúms-
loftið, en það er hugsunar- og tjáningarfrelsi. Því að um
leið og hann fær ekki tjáð sig er andleg starfsemi hans
og hugsunin sjálf skert og lömuð. Hann færist smám
saman nær því að verða skynlaus skepna.
Þeir, sem berjast fyrir mannhelgi, hvar sem er í heimi,
eru að reyna forða mannkyninu frá slíkum ósköp-
um, sem eru allri mengun verri. St. Std.
152 Heima er bezt