Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 14
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: FYRRI HLUTI Upphaf og fyrstu ár 1851—1861. m fimm aldarfjóröungar eru liðnir síðan prentverk og bókaútgáfa hófst á Akureyri. Félag til að stofna prentsraiðju var stofnað 1851 og í ársbyrjun 1853 hófst prcntun bóka og blaða. Síðan mun ekki hafa liðið nokkurt ár, svo að ekki hafi verið prentað hér bókarkorn og blaðaútgáfa hefir aldrei slitnað sundur allan þcnna tíma. En norðlensk bókaútgáfa á sér að vísu miklu lengri sögu, eða allt frá þeim tíma er Jón biskup Arason stofn- aði prentverk snemma á 16. öld. I fullar tvær aldir var öll bókaútgáfa á íslandi á Hólastað cða til þess, að Norðurland var svift biskupsstól, skóla og prentverki 1801. Hálf öld leið, svo að ekki var prentaður stafur á Norð- urlandi. Bókaútgáfa í landinu var þá öll horfin suður að Faxaflóa, í Leirárgörðum, Viðey og loks í Reykjavík 1844. Þótt ekki væri hátt risið |iá á höfuðstað landsins, var þar þó miklu mestur staður á landinu, og raunar nær sá eini, sem einhver kaupstaðarmynd var á og þangað voru æðstu embætti landsins og stofnanir að flytjast framan af öldinni. Það mátti því kallast ofrausn nokkrum Akurevringum og Eyfirðingum að taka að efna til prentverks, bóka- og blaðaútgáfu um miðja sl. öld. En þá var að vaxa upp nokkurt þéttbýli á Akureyri, 1850 voru bæjarbúar 187, en fjölgaði allört, því að fimm árum seinna voru þeir 253. Norðlendingar höfðu aldrei gleymt vegsemd Hóla í Hjaltadal, og þegar vísir að kaupstað tók að vaxa upp við Eyjafjörð, var eðlilcgt, að menn tækju að hugsa sér þar nýjan höfuðstað Norðurlands. Og um þessar sömu mundir er að vakna almennur áhugi á stjórnmálum í Iandinu, fyrst mcð endurreisn Alþingis og síðan með þeirri ólgu, sem reis upp við þjóðfundinn 1851. Blöð voru tekin að koma út syðra, fyrstur var Þjóðólfur 1848. Mun Norðlendingum hafa þótt hart undir því að búa, að geta ekki látið til sín heyra á opin- berum vettvangi. En allt þetta mun hafa ýtt undir það, að hafist var handa um prentsmiðjustofnun, tckið að safna hlutafé, útvega nauðsynlcg leyfi og annað það, sem til undirbúnings heyrði. Fyrsti undirbúningsfund- urinn var haldinn 12. des. 1849, og hinn 25. janúar 1851 var hinn eiginlegi stofnfundur prentsmiðjunnar haldinn. Ýmis ljón urðu á veginum, einkum útvegun forstöðu- manns, tók það allt sinn tíma, svo að prentun hófst ekki fyrr cn í ársbyrjun 1853. Fyrsta verkið, scm frá prent- smiðjunni kom var fyrsta blað hálfsmánaðarritsins Norðra í marsmánuði. En jafnframt var unnið að fvrstu bókinni, sem sá dagsins ljós frá hinni nýju prentsmiðju. Var það Sálma- og bænakver, að mestu eftir síra Jón Jónsson í Möðrufelli, en kostnaðarmaður var Grímur Laxdal. Með því hófst bókaútgáfa á Akureyri, og hefir hún aldrei lagst niður síðan, þótt ekki væri hátt risið stundum, einkum á síðustu tugum 19. aldarinnar. Ég hef fjölyrt svo um prcntsmiðjustofnunina því að prentsmiðja og bókaútgáfa hefir allt frá öndverðu verið svo nátengt, og prentsmiðjurnar og forstöðumenn þeirra hafa oftsinnis verið helstu eða jafnvel einu bókaútgef- endurnir. En blöðin voru lengi helsta haldreipi prent- smiðjanna, og er saga þeirra næsta samofin þeim. Auk Norðra voru fjórar bækur gefnar út fyrsta starfs- ár prentsmiðjunnar, áðurnefnt Sálmakver, Barnalær- dómsbók, Tíðavísur eftir síra Þórarin Jónsson í Múla og Smásögur handa unglingum, er það ein með fyrstu unglingabókum íslenskum. Prentsmiðjan kostaði Barna- lærdómsbókina og Smásögurnar. Næstu árin var allmikil gróska í bókaútgáfunni. Telst mér til að á árunum 1853—1861 hafi verið prentaðar á Akureyri 79 bækur og bæklingar stærri en hálf örk, eða um 10 bækur á ári, er það ekki svo lítið, því að bóka- útgáfa var lítil í landinu um þær mundir. Nokkuð af þessu voru að vísu opinberar skýrslur, markaskrár og þess háttar. Minnst af þessu kostaði prentsmiðjan sjálf, og skal getið helstu útgefendanna á þcssum árum. Fyrstur var Grímur Laxdal (d. 1866) bókbindari og veitingamaður. Kom hann allvíða við og var meðal kunnari borgara Akureyrar á þessum árum. Bækur þær, er hann gaf út voru allsundurleitar, Sálma- og bænakver, rímur og kvæðasafn, sem hét Fróðlegt ljóðasafn, kom það út í tveimur heftum og varð mjög vinsælt á sínum tíma, og sjaldan það sjáist heilt nú orðið. Loks var sú bókin, scm mest var umtöluð og frægust hefir orðið, en það voru Felsenborgarsögurnar, furðuleg bók á vmsa lund. Hún segir frá skipbrotsmönnum, sem björguðust á eyðiey, settu þar upp cigið þjóðfélag og eignuðust afkomendur. Sumum þótti sagan klámfcngin á köflum, 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.