Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 27
VÖGGUSÖNGUR MÓÐURINNAR. STÖKUR.
Hjartans litli sonur, seni hamingjan mér gaf
— Guð heyri bænir mínar, við norðurs yzta haf, —
er litla þyrsta munninn ég mér að brjósti ber.
Þig blessi Drottinn ætíð, hvar um heiminn sem þú fer.
En mundu hvar um veröld sem liggur leiðin þín —
— þér leiðarstjarna bið ég að verði óskin mín —
vertu sannur, tryggur og trúr í lífsins þraut.
þér takmark settu göfugt á æfi þinnar braut.
En jafnvel þó þér veitist ei heimsins æðstu hnoss,
því hamingjan er hverflynd og stundum bregst hún oss,
þá stefndu þínum huga svo hátt í himininn
að hljótir þú að verða betri en ég og pabbi þinn.
í heimsins öfugstreymi það bjarga hlyti bezt
og bræðravígin ægilegu hindra allra mest,
ef hver einn alheimsþegna stefndi að hækkun sóma síns.
Ó, signdu himnafaðir yfir vöggu barnsins míns!
Síðasta. gengisfelling vinstri stjórnar
1912.
Glymur bjalla glötunar
glatast allur fengur.
Fúadallur Framsóknar
flýtur varla lengur.
Um gamla, nær farlama, konu.
Þó að hennar þunn sé kinn
og þyngi ellin sporið,
ennþá haltrar auminginn
út í sól og vorið.
Þegar lífsins dýrðarfegurð dvín,
er daprast sýn og heyrn ei treinist lengur,
þá kýs ég helst að endi æfi mín
eins og þegar hrekkur bogastrengur.
VOR.
Vorgyðja! Ljá mér lið, mín tunga er treg,
tónum að ná í lífsins dýra kvæði.
Ber mína þrá um vorsins bjarta veg,
veit mér að sjá og skilja ’in dýpstu fræði.
Ef brygði ljóma af list í hugann inn,
er litfríð blóm ég finn á grænum engjum,
til lífsins ómi ástaróður minn
við undirhljóm frá gullnum hörpustrengjum.
Sem vorblóm dafnar vonarósin rjóð,
hún ríkir jafnan lífs hjá óskabrunni.
En aldrei hrafninn syngur svanaljóð
og söngur kafnar minn — í fæðingunni.
SÍÐASTA SÓLEYJAN.
Fjötruð þrá
Líkt og fleka fuglinn á,
fjötraður veiðilínum,
oft í brjósti bundin þrá
blakar vængjum sínum.
Oft er röddin fölsk og flá,
fremur illa rætin,
þess er mænir aðeins á
efstu heiðurssætin.
Á því margur farið hefur flatt
— og fárleg hlotið kynni —
hve orðin þutu ofboðslega hratt
á undan vitglórunni!
Út af ritdómum nýtízku „fagurkeraíl.
Ljóðelsk þjóðin löngum valdar
listir óðar tamdi sér,
en fúlum sóðum atomaldar
enginn hróður, minnsti, ber.
Þú drúpir höfði döpur með dauðans skugga á brá
og norðankyljan nöpur þér neitar hvíld að ljá.
En vorsins virki kraftur, þér veitir Iífið aftur
og gullnu skrúðaskarti þú skreytir dalinn þá.
Hlægja liprir hagyrðingar
— of heildarsvipinn strjúka krít —
er sjálfskipaðir sérfræðingar
úr sálarhripum kasta skít.
Heima er bezt 171