Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 36
Þorvaldur Sæmundsson: Bjartir dagar. Rvík 1976. Höfundur. Höfundur tínir hér fram bernskuminningar drengs í sjávarþorpi við opið úthaf. Þarf ekki að fara í grafgötur um, að þar er lýst Eyrarbakka og ljóst er að höfundur hefir þar hliðsjón af bensku- minningum sínum, þótt ekki sé um beina minningabók að ræða. Bókin er vel skrifuð, myndirnar úr lífi unglinganna í sjávar- þorpinu ljósar, og gefa sýn inn í liðinn tíma, en þó svo, að margt af því sem gerist er alltaf nýtt, þótt umhverfið og tím- arnir brevtist. Börnin eru sjálfum sér lík undir niðri, tilfinn- ingamar þær sömu, gleðin og sorgin. Yfir allri frásögninni er ljúfur og léttur blær, sem laðar lesandann að henni. Enda þótt bókin sé skrifuð fyrir unglinga, lesa fullorðnir hana ekki síður sér til ánægju, eða svo fór um mig. Ég fæ ekki betur séð en hún sé valin lesbók handa barnaskólum, því að þar fer saman vandað mál og skemmtileg frásögn og fróðleg um tíma, sem eru að hverfa cða þegar horfnir. James Ditkey: Leikið við dauðann. Rvík 1976. Almenna bókafélagið. Saga þessi gerist í óbyggðum Ameríku og segir frá æfintýra- ferð fjögurra manna niður eftir lítt þekktu fljóti, þar sem þeir komast í hinar ótrúlegustu mannraunir, og ferðin, sem ætluð er þeim til hressingar í lítt snortinni náttúru, verður barátta upp á Iíf og dauða, ekki aðeins við erfið náttúruskilyrði, heldur miklu fremur við hálfvillta menn, sem þeir komast í kast við, þar sem þeir standa andspænis þeim grimmu örlögum, að hljóta að drepa aðra, til þess að verða ekki sjálfir drepnir. Sagan er spennandi frá upphafi til enda, þótt hún sé að vísu hrottaleg á köflum, en margt er þar góðra náttúru- og mannlvsinga. Þýðandi er Björn Jónsson. Kristján Albertsson: Ferðalok. Rvík 1976. Helgafell. Loksins sendir Kristján Albertsson frá sér skáldsögu kominn á efri ár, en auðfundið er, að eitthvað annað cn getu- eða kunn- áttuleysi hefir hamlað því, að hann hefir ekki gert það fvrr, en fengist við önnur viðfangsefni. Sagan er fáguð að búningi og stíl, eins og höf. var von og vísa, og að því leyti kemur hún oss dálítið nýstárlega fyrir sjónir, að meginhluti hennar gerist allur úti í hinum stóra heimi, þó að söguhetjan sé íslendingur, sem að vísu hverfur heim að lokum eftir langa útivist. En vegna þess hvert sögusviðið er leiðir höfundurinn fram margbreytilegri persónur en títt er í íslenskum sögum og kynnir oss örlög þeirra og atferli. Kristján Albertsson hefir allt frá því hann fyrst kvaddi sér hljóðs barist gegn ljótleika og grófleika í frásögn og máli, sem mjög hefir tíðkast á scinni árum, og ekki þarf lengi að lesa til að sjá, að gegn slíkri bókmenntaiðju er sögu hans stefnt. Hún er óður til ástar og hreinleika í orðum og athöfnum. En ef ein- hver heldur að hún verði leiðinleg fyrir þær sakir, eða hún sé haldin einhverjum prédikunartón fer hann villur vega, því að sagan er spennandi, og áþreifanleg sönnun þess, að unnt er að ná áhrifum án þess að leika á hina grófu strengi. Mannlýsingar eru margar og teflt fram furðu ólíkum manngerðum, og má af þeim best sjá, þekkingu höfundar á sálarlifi og hugsunarferli hinna ólíkustu manna. Ég opnaði bókina með nokkurri eftir- væntingu og varð ekki fyrir vonbrigðum. Sagan er einstæð á þessum tímum en á alltaf og alls staðar heima, því að hún snýst um mannlífið sjálft, en er ekki tímabundin ádeila eða dægurfluga- Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Elfamiður. Rvík 1976. Almenna bókafélagið. Þórunn Elfa er löngu þjóðkunn fyrir skáldsögur sínar, en hitt hafa færri vitað, að hún fengist við ljóðagerð en nú á efri árum sendir hún frá sér þetta ljóðakver, sem sýnilega er ávöxtur langs tíma, ber að sumu leyti svip af einskonar reikningsskilum við æfina og lífið. Margt er þar vel sagt, en ef til vill er mesti kostur þess, hve einlægt það er. Skáldkonan opnar heim til- finninga sinna, en ber ekki bumbur einhverra tilbúinna hug- mynda eða áróðurs. Þarna er hún konan þrátt fyrir allt. Einna mest fannst mér til um kvæðið Móðurgleði. Sum kvæðin eru rímuð, önnur órímuð að mestu eða öllu. Ein einhvernveginn finnst mér sem rímið mundi vera henni hugþekkast, þó að hún stelist frá því. Síefán Ágúst: Hörpukliður blárra fjalla. Rvík 1977. Leiftur hf. Á áttugasta ári sendi Stefán Ágúst frá sér ljóðabók í fyrsta sinni, og það ekkert smákver heldur 250 bls. Og það sem ef til vill gegnir mestri furðu að nær helmingur bókarinnar er ortur á sl. ári. Ber það vitni andlegrar orku og áhuga sem yngri menn- irnir mættu öfunda hann af. Annars eru kvæðin frá ýmsum aldri, en miklu mest frá siðari árum, þau eru með öðrum orðum tjáning hins reynda, þroskaða manns, sem skyggnist um af sjónarhóli reynslu og þroska. Stefán Ágúst notar fjölbreytta hætti, allt frá hinum hefðbundna ljóðastíl til rímleysu og fer vel með. Tóngáfa hans og brageyra fer þar saman. Vafalaust munu kvæði hans hljóta misjafnan hljómgrunn. Undiralda þeirra er ættjarðarást, aðdáun á náttúrunni og bjartsýn trú á manninn. Stefán Ágúst gekk ungur á hönd hugsjónum mann- úðar og dáða og hann hefir haldið tryggð við þær um langa æfi. Því segir hann: „Lít hærra, maður, sjá morgunsins röðul- rún“. Sú hvatning gengur sem rauður þráður gegnum bókina. Hugur hans til lands og þjóðar kemur skýrt fram í Ávarpi Fjallkonunnar: „Lát, Alfaðir, börnin mín blessun í störfunum finna, og birtu og yl hvert heimili landsins fylla“. Hins vegar fæ ég ekki varist þeirri hugsun að bókin hefð unnið við það að vera nokkru styttri, en höf. hefir sýnilega engu viljað sleppa, enda er slíkt sjaldnast sársaukalaust, og hann hefir alltaf eitt- hvað að segja. St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.