Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 25
mikil brögð voru að lúsinni, en í Hnífsdal var ausið rækilega með austurtrogi eða fötu yfir haus, makka og þá staði, sem sjórinn náði annars ekki til. Það hefur verið venja í Reykhólasveit að sundleggja hesta yfir mjóan vog, en í Rangárþingi hefur þótt gott að baða þá í lónum við sjó. Af þeim 76 mönnum, er lögðu til sagnir um ráð við lús, minntist 51 maður, frá öllum landshlutum, á kaffær- ingu hestanna. Allur þorri þeirra hélt því þó fram, að sundleggja ætti þá tvisvar með fárra mínútna millibili og þá í björtu sólskini. Þeir, sem sundlögðu hestana aðeins einu sinni, virðast hafa talið, annaðhvort að lúsin drukknaði eða skriði utan á hárinu, meðan það væri blautt, og dræpist, af því að hún gæti ekki þolað sólarhitann. Algengari var þó sú skoðun, að við síðari kaffæringu drukknaði lúsin, sem hefði skriðið út á hársbroddana til þess að þurrka sig í sólarhitanum. Fyrir nokkrum áratugum skýrði þýzkur dýralæknir Michaelis frá tilraunum, sem hann hafði gert varðandi áhrif kulda, hita og vatns á hestalúsina. Við 18 stiga hita fór lús í tilraunaglasi að gerast stirðari, við 12 stig fóru hreyfingar að hætta og við 8 stig var engin hreyfing. Við upphitun fór þó lúsin að hreyfast aftur. Lúsin í til- raunaglasi varð fyrir þurrum hita. Við 45—50 stig hreyfðist lúsin fjörlega, en við 53 stig hætti hún að hreyfast og virtist dauð. Við að kæla lúsina smátt og smátt niður í stofuhita fór hún að hrevfast aftur, en við upphitun í 50—60 stig drapst hún. Úðað var vatni á lúsina, bæði í tilraunaglasi og á hári á tveim hestum. Undireins og lúsin var alvot, hættu hreyfingar hennar, en við þurrkun og upphitun tók hún að hreyfast aftur. 1 Ijós kemur af framansögðu, að aðferðir almennings hafa ekki getað drepið alla lúsina. Þegar bezt lét, fækk- aði kalda vatnið lúsinni, en hafði engin áhrif á nitina. Þó að lúsin stirðnaði í köldum sjó eða jökulvatni, lifn- aði hún aftur við líkamshita hestsins. í raun og veru hvarf naglúsin, eftir að hestarnir höfðu komizt í góð hold eftir beit í sumarhögum. Keyta. Af sögn Eggerts Ólafssonar (Ferðabók, kap. 688) að dæma var venjulegt á hans dögum að baða hross úr keytu til að drepa hestalús, aðeins er talið var, að kaf- færingin hefðí ekki reynzt vel. Séra Björn Halldórsson mælti mcð þangösku og stæku hlandi til að drepa lús á sauðfé, og Magnús Stephensen reyndi að sannfæra bændur um, að miklu áhrifameira væri að baða hesta úr hlandi en að sundleggja þá. Átta af heimildarmönn- um mínum, fæddir milli 1879 og 1909, ásamt skaftfellskri konu, f. 1874, sem Karólína Einarsdóttir hafði viðtal við, könnuðust við þetta ráð. Auk V-Skaftafellssvslu er þess gctið í Árnes-, A-Húnavatns-, S-Múla-, Borgar- f jarðar- og Skagaf jarðarsýslu, en í Borgarfirði og Skaga- firði virðist aðeins hafa verið tekið til þess, þegar önnur ráð skorti. Að því er ég bezt veit, hefur enginn vísindamaður gert grein fyrir tilraunum til að drepa hestalús eða nit með keytu, en samkvæmt Michaelis hefur ediksýra bæði drepið hestalús og upprætt nit. Af því má ætla, að gömul keyta hafi haft svipaðan árangur. T óbaksseyði. Þótt farið væri að flytja tóbak til íslands á 17. öld, og þó að Eggert Ólafsson hafi getið þess í matjurtabók sinni, að tóbak drepi „krabba, orma og lýs,“ hefur hann ekki sagt frá því í ferðabókinni, að farið hefði verið að taka upp þetta ráð gegn lús nokkurs staðar hér á landi. Ekki heldur er tóbaksins getið í þessu sambandi í skyrslu eftir Magnús Stephensen 1808. Líklegast virðist, að ekki hafi verið farið að nota tóbaksseyði í þessum tilgangi í nokkrum mæli fyrr en um miðbik 19. aldar. Aðeins f jórir heimildarmenn mínir nefndu blaðtóbaks- seyði, en samkvæmt sögnum þeirra var það algengt ráð á Vestfjörðum og í Skagafirði og Borgarfirði. Borgfirð- ingur, f. 1891, segir, að blaðtóbaksseyði hafi verið not- að í Hálsasveit allt fram á tímabilinu 1904—1905. Fyrir löngu komust læknar og dvralæknar að raun um, að nikotín væri áhrifamikið lúsdrepandi meðal (sbr. t. d. Jón Pétursson, Lækninga-Bók fyrir almúga, Kbh. 1834, bls. 138), og á tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar báru dýralæknar við hið þýzka riddaralið tóbaksseyði á hestana í þessum tilgangi. Einn annmarki við tóbaks- seyðið er sá, að það er eitrað, og þess verður að gæta, að hestarnir sleiki það ekki. Ýmis önnur ráð. Jón Hjaltalín (Lcekningabók, bls. 42) mælti með kvikasilfurssmyrslum (unguentum Neapolitanum), en eftir því sem Magnús Stephensen segir, var það smyrsl dýrt og fáum fengið hér á landi. Á seinni hluta 19. aldar var víða notað karbólvatn, blásteinsvatn og stein- olíublanda, þ. e. steinolía og bómolía til helminga. Dala- maður, f. 1889, nefndi þó blöndu af steinolíu og skil- vinduolíu í þessu sambandi (K. E.). En um aldamótin 1900 var þegar farið að nota kreólín- og lýsólböð til að útrýma hestalúsinni. Framhald í næsta blaði. LEIÐRÉTTING í greininni „Gullbrúðkaupsdagurinn 11. júlí“ í aprílblaði HEB, bls. 123 er prcntvilla í fremri dálki, 2. línu að neðan: Þar stend- ur: „Þá hcitir Hangimór . ..“ á að sjálfsögðu að vera: „Þá heit- ir Langimór . . .“. Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.