Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 5
einn og elstur af sex systkinum og við þau kjör, sem unglingar þeirra ára bjuggu þá við. Gísli var því vígður til vinnu, þegar þrek og þroski leyfði. Á unglingsárum Gísla var skólaskylda að vísu orðin lögfest, þótt hún væri óvíða í sveitum komin lengra í reynd en á farskólastig og tveggja mánaða námskeið á vetri hin raunverulega barnaskólaganga, enda sætt heimangöngu, þar sem þess var kostur og varð það hlutskipti hans. Sú skólaganga náði því skammt, ef met- ið er eftir nútíma kröfum um skólavist. En framhjá því má ekki ganga, að bak við þessa skammvinnu skólasetu stóð bókasafn sveitarinnar (lestrarfélagið), sem þar stóð fastari fótum en víða annars staðar, enda til þess stofnað af fágætri víðskyggni, verndað og rekið af samhug og lestrarþrá. Bak við það stóð og hinn sérstæði þjóðar- siður: kvöldvökurnar, sem þar voru víðast stundaðar af kostgæfni. Baðstofurnar hafa stundum verið kallaðar háskóli heimilanna og báru það virðingarheiti oft með furðu ríkilátri sæmd. Þessi háskóli var að miklu leyti byggður á bókakosti lestrarfélaga víða um Íand. Svarf- dælir efndu og til framhaldsnáms, þótt vissulega væri þar einnig sctið við skorinn skammt. En þegar þeirra mála er minnst þaðan úr dalnum frá öðrum og þriðja Gísli samdi um kaup á fyrstu skriðmótunum og hafði umsjón meö fyrstu votheystumabyggingunum hér á landi. Finnsk búnaðarsamtök sæmdu þessa útlendinga heiðursmerki ’73. tug aldarinnar, virðist heimilið á Völlum bera mjög hátt í minningum aldinna Svarfdæla og þangað rakin furðu víðtæk kennslu- og mannræktaráhrif. Þá réðu þar húsum Sólveig Pétursdóttir Eggerz og sr. Stefán Krist- insson, gagnmerk, vinsæl og áhrifarík svo af bar. Þetta heimili setti sitt mót á þroskaferil Gísla Kristjánsson- ar. Sá hluti af störfum íslenskrar prestastéttar, sem hún vann með — og fyrir yngri kynslóðina hverju sinni, — verður ekki rakinn hér. En þar liggur óskráður gagn- merkur þáttur í menningar- og skólasögu þjóðarinnar. I þessum skóla — frumstæðum og fátæklegum, en þó furðu fjölþættum, sat íslensk alþýða á fyrstu tugum þessarar aldar og hafði þá raunar setið lengi, og þar er Gísli í því efni engin undantekning. En hann hefur í engan skóla sest til þess að skrópa. Gísli hóf sitt viðurkennda skólanám á Hólum í Hjaltadal og lauk því vorið 1925. Skólafélagar hans hafa sagt, að fáir af þeim hafi stundað nám sitt meir „af lífi og sál“ en hann. Renna ævistörf hans mjög stoðum und- ir þá staðhæfingu. Hann stundaði nám við íþrótta- kennaraskólann í Ollerup á Fjóni einn vetur. Kenndi ungmennum á Dalvík tvo vetur en vann jafnframt að verslunarstörfum, sinnti annars margvíslegum verkum þar í dalnum svo sem jarðyrkju og vegagerð og þá sem verkstjóri. Hann kenndi við Hólaskóla einn vetur. Hann var við nám í búnaðarskólanum í Lyngbv á Sjá- landi og alþjóðlegum lýðskóla í Danmörk, hóf nám við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi þaðan 1939, og sérfræðiprófi 1942. Réðist aðstoðar- maður við Statens Kornkontor 1939—40, vann síðan sem aðstoðarmaður við ýmsar deildir Landökonomisk Forsögslaboratorium í Kaupmannahöfn 1940—45, en fór á þeim árum og síðar nokkrar námsferðir um Evrópu. Vann og um skeið við Búreikningaskrifstofu danska ríkisins og Fasteignamatsdeild fjármálaráðuneyt- isins danska, en fylgdi jafnframt fyrirlestrum við Handelsvidenskabelig Læreanstalt. Hann hlaut styrk til vísindaiðkana í Danmörku 1943—45. Ef augum er rennt yfir námsferil Gísla Kristjánsson- ar, vekur það eftirtekt, hve framhaldsnámið er marg- þætt og þó jafnframt hagnýtt frá íslensku sjónarmiði Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.