Heima er bezt - 01.05.1977, Blaðsíða 10
GISLI HOGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI:
C^j löggt fann eg það á unglingsárum mínum, að
fólk það, sem ég umgekkst, hafði mótandi
If áhrif á líf mitt, bæði til hugar og handar. Ekki
var mér það þó ljóst á fermingarárinu mínu,
hver drýgstan þátt átti í að móta það litla gull, sem í
brjósti mér bjó, slípa það og fegra.
Stuttu eftir fermingu, var þó í vitund minni sú vissa
ljós, hver stærstan þátt átti í að móta þann málm og
skíra, er í þeirri deiglu var. Síðan hefur mér aldrei ver-
ið það neitt vafamál. Það var sóknarpresturinn minn,
mannvinurinn og fræðarinn séra Kjartan Helgason í
Hruna. Hefði hann ekki glætt þann litla neista, sem
leyndist með mér, með kenningum sínum, af heitri til-
finningu og kærleika, þá hefði líf mitt fallið í annan
farveg.
Svo máttug eru áhrif sumra manna á lítt mótaða ung-
lingssál, að úrslitum ræður með lífshamingju, lífsstefnu
og lífsstarf. Að ég ræði þetta tímabil lífs míns er að hér
á ég skuld að gjalda. Fyrsti presturinn, sem ég raun-
verulega man vel, er séra Kjartan Helgason. Hans sæti
hefur enginn getað skipað í mínum hug, hann hefur
alltaf átt það einn. Minn æðsti prestur.
Síðasta veturinn minn í kristinsdómsfræðslu hjá hon-
um man ég bezt, fermingarárið. Hann þjónaði tveim
kirkjum, Hruna og Tungufellskirkjum. Að Tungufelli
messaði hann þriðja sunnudaginn, en tvo að Hruna.
Fermingarárið mitt var hann búinn að vera þjónandi
prestur í þessum sóknum í sautján ár.
í nóvember vorum við börnin kölluð til spurninga,
og kennsla hófst að messu Iokinni. Alltaf þegar kalt
var fór kennsla fram í stofu uppi á lofti í íbúð prests-
ins, annars í kirkju, er tók að vora. í skammdeginu var
ljós kveikt á stórum hengilampa er hékk í miðju lofti,
er varpaði mildri birtu á barnahópinn. Stórvaxin reyni-
tré, er prestur hafði gróðursett á fyrstu prestsskapar-
árum sínum í Hruna, náðu uppfyrir kvistglugga efri
hæðar þar sem hann kenndi, svo að rokkið var að jafn-
aði í stofunni.
Þennan vetur var barnahópurinn óvenju stór, eða
sextán alls. Fjögur áttu að fermast um vorið, en hin tólf
árið eftir. Ásjóna prestsins ljómaði, hér var hann einn
með stóra barnahópinn sinn og hóf kennsluna stand-
andi, við lítið borð, sem stóð í einu horni stofunnar, en
börnin sátu eins þétt og auðið var. Borðið notaði hann
fyrir bækur, sem hann opnaði, kannski ekki fyrri en að
kennslu lokinni, er hann valdi okkur námsefni fyrir
næstu kennslustund. Gamlatestamentið fór hann fljótt
yfir, en benti þó á ýmislegt þar, bæði fallegt og einnig,
sem var ljótt, og lagði út af því, gjarnan með dæmisög-
um, sem við auðveldlega skildum. En sköpun heimsins
sleppti hann, en sagði að við skyldum lesa það.
Eftir jólafrí var svo nýjatestamentið tekið til með-
ferðar. Fæðing, líf og starf Jesú, allt til dauða hans.
Kennsluaðferð séra Kjartans var í raun sú sama og hjá
Jesú. Hann fór með setningu, eða rifjaði upp kafla úr
boðskap Krists með okkur, en svo skýrði hann efnið
með dæmisögum og sumum svo nærtækum úr lífi okkar
mannanna, af svo miklum kærleika, sannfæringu, og hita
hjarta síns, að óhugsandi var að nokkur af þessum ungu
nemendum hans yrði ósnortinn af.
Um getnað Maríu, og að Jesú hafi verið eingetinn,
var hann fáorður. Álit hans á því vissi ég aldrei, og
held honum hafi ekki þótt það máli skipta. Þannig skildi
ég hann. Boðskapur Krists, kenning, og kærleikur til
okkar mannanna væri aðalatriði, það sem máli skipti.
Kennsluaðferð breytti hann, er líða tók á kennslutím-
ann, þá lagði hann fyrir okkur meira af beinum spurn-
ingum. Hvernig við hugsuðum okkur Krist, og hvernig
hann leit á ýms mál hins mannlega samfélags.
Þá fór nú að vandast málið hjá okkur krökkunum,
og flestum varð ógreitt um svör. Feimin voru flest.
Hvernig leit hann á prestana, eða fræðimennina, hjóna-
bandið, glæpamenn og mörg önnur mál, sem hann
nefndi. Ósköp vorum við nú sein til svars, en þarna var
umræðugrundvöllurinn, og séra Kjartan kominn í essið
sitt, hver útskýringin af annari hjá honum leysti oftast
okkar vanda, og við guldum jáyrði við. Og ef honum
fannst efnið of þungt fyrir okkar skilning, þá kom hann
með sögur úr daglega lífinu, sem allir áttu auðvelt mcð
að skilja.
Með ljúfri framkomu sinni og kenningu, hreif hann
okkur með sér, þetta urðu algleymisstundir, hvorki
hann né við vissum, hvað tímanum Ieið. í einni slíkri
kennslustund var bankað lítt á hurðina, og frú Sigríður
154 Heima er bezt