Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 14
Stóðrétt t Vatnsdal.
Ljósinynd: Þorsteinn Jósepsson.
hryssunnar. Hugsunin hlýtur að hafa vcrið sú, að eins
og garnið, sem stungið hafði verið með nál, hélzt í eyr-
anu eða taglinu, svo ætti sæði folans, sem einnig hafði
verið „stungið“ í merina, að haldast í leginu. Af sama
toga spunninn var sá siður að leiða merina kringum
jarðfastan stein.
J. M. Thiele og E. T. Kristensen segja frá þeim sið
að taka vagn í sundur í tvo hluta, reka hryssuna milli
hlutanna, og setja síðan hlutana saman aftur. Eftir sögn
Thieles átti að gera það, áður en henni var haldið, tn
eftir sögn Kristensens átti það að eiga sér stað fyrir
utan hesthúsdyrnar, þegar farið var með hana til baka.
Eins og Boers hefur bent á, er það greinileg kvnferðis-
leg táknmynd.
Á íslandi hefur mjög lítið kveðið að tilraunum til að
vekja losta hryssa og auka frjósemi. 1 fyrsta lagi fylj-
aðist allur þorri hryssanna á útigangi, áður en farið var
að ræða um hestakynbætur, á ofanverðri 19. öld. Hér-
lendis var þó sú þjóðtrú á, að ríða ætti merinni sprett,
en það átti að eiga sér stað, áður en henni var haldið.
Ásgeir Einarsson segir mér frá því, að margir hafi talið,
að ef hryssa „vildi ekki,“ ætti að ríða henni, þangað til
hún yrði þreytt. Gamall bóndi, er ólst upp í Geiradal,
sagði Karólínu Einarsdóttur frá þeirri trú, að ef hryss-
ur væru nógu þreyttar, þegar þeim var haldið, þá héldu
þær ætíð. Sú trú hlýtur að vera ævagömul. Plinius getur
hennar, en í sambandi við karldýrið, asnann. Nútíma
dýralæknar hafa þó aðra skoðanir á þessu máli. Mýr-
dælingur, f. 1912, segir frá gamalli skaftfellskri þjóðtrú
á, að leggja skyldi lyfjagras við hryssu, sem illa gekk að
fylja. Það er samhljóða ráðum eftir gömlum galdrakver-
um viðvíkjandi brönugrösum eða hjónarótum, sem átti
að leggja undir kodda til þess að vekja ást á manni eða
konu (sbr. ísl. þjóðhætti, bls. 281).
Mjög snemma munu menn hafa farið að hugsa um,
hvers vegna eitt folald (lamb, kálfur eða geit) líktist
móður, annað föður eða væri ef til vill ólíkt hvoru-
tveggja foreldri sínu, og getið sér þess til, að útht af-
kvæmisins væri háð því, sem kvendýrið horfði á, með-
an getnaðurinn fór fram eða strax eftir á. Það hefur
verið allsherjar þjóðtrú allt fram á 20. öld, en frásögn í
30. kap. 1. Mósebókar ber vitni um, að hún var þegar
ævagömul á þeim tíma, sem Mósebækur voru samdar:
Og Laban mælti: Hvað skal eg gefa þér? En Jakob sagði:
Þú skalt ekkert gefa mér; en viljir þú gjöra þetta, sem
eg nú segi, þá vil eg enn þá halda fé þinu til haga og
gæta þess. Eg ætla í dag að ganga innan um allt fé þitt
og skilja úr því hverja flekkótta og spreklótta kind. Og
hver svört kind meðal sauðanna og hið spreklótta og
flekkótta meðal geitanna, það skal vera kaup mitt....
Og á þeim degi skildi hann frá alla rílóttu og spreklóttu
hafrana, og allar flekkóttu og spreklóttu geitumar...
Og Jakob tók sér stafi af grænni ösp, möndluviði og
hlyni og skóf á þá hvítar rákir, með því að nekja hið
hvíta á stöfunum. Því næst lagði hann stafina, sem hann
hafði birkt, í þrórnar, í vatnsrennumar, sem féð kom
að drekka úr, beint fyrir framan féð; en æmar fengu,
er þær komu að drekka. Þannig fengu ærnar uppi yfir
stöfunum og æmar áttu rílótt, flekkótt og spreklótt lömb.
(Biblían, Rvík 1957)
Ásgeir Einarsson, sem er fæddur 1906, segir frá ís-
lenzkri hliðstæðu þessarar þjóðtrúar. Á æskuárum hans
í Reykjavík gekk sú saga, að í fjárhúsi einu þar í grennd
hafi tvær eða þrjár hvítar ær eignazt mórauð lömb eitt
vorið. Þótti það kynlegt, þar eð ærnar voru útaf alhvítu
foreldri og fengu með hvítum hrúti, en í þessu fjárhúsi
var rautt folald á fóðri, og höfðu þessar ær folaldið fyr-
ir augum sér allan veturinn, og þótti þetta hreint sönn-
unargagn um lit lambanna.
í Skarke á V-Gautlandi var því fyrr trúað, að ef
hryssan horfði á kerlingu, sem var með hvítan höfuð-
klút, eftir að henni hafði verið haldið, þá myndi fol-
, aldið fæðast með hvítt höfuð. Væri þess óskað, að fol-
aldið hefði stjörnu eða blesu á enninu, þá ætti að klippa
ut pappirsstjornu og festa upp á vegginn fyrir framan
merina. Sumir Jótar töldu, að folaldið yrði blesótt, ef
merin horfði á sólina, meðan hún var að fvljast. Á hinn
bóginn mátti ekki snúa henni á móti glugga, því að þá
yrði folaldið glaseygt. Ætti folaldið að líkjast folanum,
þá var hryssan látin þefa af flipa folans, áður en henni
var haldið. En ef þess var óskað, að folaldið líktist
hryssunni, þá mátti hún ekki sjá folann, fyrr en hann
hafði fyljað hana. Heurgren segir frá sænskri þjóðtrú
254 Heima er bezt