Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 13
1
Saga hestalœkninga
EFTIR GEORGE J. HOUSER
a
32. KAFLI
ÞJÓÐTRÚ UM FRJÓSEMIHRYSSA
OG ÁKVÖRÐUN KYNS OG LITAR
Vegna þess að leikmönnum var ókunnugt um hinar
raunverulegu orsakir ófrjósemi, er ekki að furða, þó að
til yrði alls konar hjátrú um, hvers vegna ein hrvssa
fyljaðist, er henni var • haldið, en önnur hryssa ekki.
Sumir gamlir höfundar héldu því fram, að hryssa fylj-
aðist ekki, ef henni líkaði ekki litur folans, aðrir, vegna
þess að hún væri of mögur eða of feit. Á Norðurlönd-
um hefur almenningur reynt ýmislegt til þess, að merar
fyljuðust, en stundum er hugsunin, sem tilraunirnar eru
sprottnar af, ekki auðskilin fyrst í stað.
Skipta má í þrjá flokka þeim aðgerðum, sem tekið
var til í þessu skyni. Til fyrsta flokksins teljast tilraunir
til að vekja losta merarinnar og auka fjör folans. 1
dönsku handriti er ráðlagt t. d. að stinga netlu í munn
folans til þess að auka fjör hans, þegar hann fyljar mer-
ina, en á V-Gautlandi átti að stinga netlu undir tagl á
merinni, eftir að henni hafði verið haldið, til þess að
ganga örugglega frá því, að hún héldi. Alls konar inn-
gjafir komu til sögunnar. í Lapplandi var folanum gef-
ið skjósegg til þess að auka honum fjör. Á Gotlandi var
merinni gefinn eins konar sveppur, sem kallaður var
„járdnyter“ og talið var, að vekti lostann. Eftir sögn
Heurgrens var venjulegt á V-Gotlandi að gefa merinni
ögn af líknarbelg, en í Danmörku var ráðlagt að gefa
hann folanum. Þótt það hafi verið siður Lappa í Noregi
að þurrka og geyma síðan vissa hluta hildanna, til þess
að hreindýrarækt þeirra lánaðist vel, er þess ekki getið,
að þeir hafi gefið þá inn. Meðal þeirra inngjafa, sem
notaðir hafa verið í Danmörku og Svíþjóð, má nefna
hunang, terpentxnu, malt, lakkrísolíu, möndluolíu,
spönsk mý, eggjahvítu og unga kanínu, sem brennd
hafði verið til ösku. Sven Samuelsson ráðlagði Svíum að
gefa merinni skammt af antímoni og „det ádla háste-
pulver,“ áður en henni var haldið og einnig á meðan og
eftir. Enn fremur mælti hann með að koma ofan f hana
lifandi froski tveimur klukkustundum fyrir atburðinn.
Næst er að snúa sér að þeim aðgerðum, sem taka átti
til, eftir að merinni hafði verið haldið. Gott var talið
t. d. að reka hryssuna í vatn eða ausa köldu vatni yfir
hana að aftan. Boers skýrir frá, að tilgangurinn með
þessu væri að fá hana til að gleyma lostanum. Hugsunin
verður skiljanlegri í ljósi þess, að ef losti lýsir sér ekki
í hryssu um þriggja vikna skeið, eftir að henni hefur
verið haldið, þá má yfirleitt telja, að hún sé fylfull. í
sama skyni hafa sumir haft fyrir sið að ríða merinni
sprett, strax eftir að henni hafði verið haldið. Plinius
þekkti þennan sið, en hann minnist á hann í sambandi
við ösnur, og segir frá, að legið geti ekki haldið sæði,
nema ösnunni sé strax riðið sprett.
Gripið var einnig til táknrænna aðgerða. í Danmörku
var saumnál með garni stungið í gegnum eyra eða tagl
Heima er bezt 253