Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 19
alveg sama, hvort hjónaefnin voru rík eða fátæk. Sjálf- sagt þótti að halda veizlu. Nú er þessi góði siður fall- inn niður, og finnst mér það mikil afturför. Maður saknar þess. Þetta var jafnan mikil gleðistund fyrir fólkið. Margir góðir siðir hafa fallið niður á þessari öld, m. a. sálmasöngur og húslestrar í heimahúsum, og sögulestur á kvöldvökum, sem maður hlakkaði alltaf til. Þá las einn fyrir alla. Mikið hlakkaði ég til hátíðanna, sérstaklega til jól- anna. Ég taldi dagana, og svo kom nú loksins Þorláks- messan! Þá var hangikjötið soðið, og þá var jólailmur- inn að koma. Ég man eftir því heima fyrir aldamót og fram til 1912. Þá var aldrei borðsett, heldur borðaði hver af sínum diski, og allir voru ánægðir. En kaffi drukku allir með brauði við sama borð, og menn voru sælir og glaðir. Mikið var spilað um hátíðirnar. Enda var það helzta skemmtunin. Mjög þótti mér vænt um jóla-skóna mína með hvítum bryddingunum. Nú þarf ekki lengur að búa til jóla-skó, en fallegir voru þeir. Nú ganga allir á fínni skóm. Alltaf var látið loga ljós á jólanótt og nýársnótt. Ég minnist þess alltaf, ef ég vaknaði á jólanótt, hve hátíð- legt var að sjá ljósið. Þá var eins og helgiblær hvíldi yfir litlu baðstofunni og sofandi fólkinu. Þegar veður var gott, var alltaf farið til kirkju á jóladag. Stundum kom fólk frá öðrum bæjum, og allt var þá svo skemmti- legt, og ánægjusvipur á öllum. Þegar jólin voru liðin, saknaði ég þeirra, en fór þá aftur að hlakka til nýjársins. Og loks var svo þrettánd- inn. Þá var skemmt sér vel og spiluð út jólin, og þá var einnig gott á borðum. Allir voru glaðir og kátir og ekki síður ánægðir en nú, þótt allt sé nú orðið fullkomnara á ýmsan hátt en áður var. V. Ýms viðskipti við náttúruna. Ég var látinn sitja yfir ám fram yfir fermingu. Mér var þá farið að leiðast að vera yfir ánum. Mig langaði að fara að slá eins og fullorðnu mennirnir, og ég tók stundum orf á kvöldin, þegar ég kom frá smalamennsk- unni, og hamaðist af öllum kröftum. Ég hélt að ég myndi þá kannski fá að vera heima næsta dag, ef ég væri dálítið mannalegur, en sú von brást. Ég rölti á eftir ánum daginn eftir, eins og áður. Loks kom sá tími, að ég var látinn hætta hjásetunni og fór að hjálpa til við heyskapinn. Ég var nú heldur lélegur, meðan ég var að venjast verkum, beit oft illa, og stundum brýndu stúlkurnar fyrir mig, og þá beit mér vel. Ég man eftir tveimur sumrum, þegar grasbrestur var mikill. Þá var oft kalt í veðri, en þurrkar og nýting góð. Hey urðu lítil, en góð, og ég held að sumir hafi þá verið illa settir með hey. Þá þekktist ekki matargjöf. Ég man vel, hve margt var á fóðrum á mínu heimili: 80 ær, 70 sauðir, 2 kýr og 3 hross, en ekkert lamb. Heyfengurinn var 130 hestar. Þetta hefir verið voða ásetning. Það komst samt allt vel af, því vetur voru góðir, og það bjargaði, annars hefði illa farið. Alltaf hefi ég haft gaman af blessuðum skepnunum, og sérstaklega sauðfénu. Sauðirnir prýddu mjög hóp- inn, og ég saknaði þeirra mikið, þegar þeim loks var fargað fyrir fullt og allt. Oft verður maður hrifinn af fegurð náttúrunnar og umhverfisins, sérstaklega á sumrin og haustin. Oft stóð ég úti á kvöldin í fögru veðri og var hrifinn af öllum þeim dýrðarljóma. Það var eitt sinn um veturnætur. Þá var fagurt kvöld og snjór í fjöllum. Mér varð litið til heiðarinnar með hvítan faldinn og fjöllin í kring. Allt var svo tignarlegt og fagurt, blæjalogn og himinn heiður með blikandi stjörnum og mánaskini. Allt var kyrrt og hljótt. Fjöllin spegluðust í Lóninu. En nú var þögnin rofin, og ég heyrði fagran söng. Svanir voru að syngja á Lóninu, þar er jafnan svo mik- ið af þeim. Þegar sól er í hæsta hring, er sólarlag á Svínhólum klukkan sex á rétta klukku, og því veldur Reyðarártindurinn, hann er svo hár. Þetta er oft bagalegt, þegar verið er að hirða á tún- unum. Þá kemur döggin fljótt eftir heitan dag. En sól kemur hér líka snemma upp, klukkan fjögur að morgni. Þótt tindurinn uppi yfir bænum sé tignarlegur, þá lætur hann stundum heldur en ekki til sín heyra. Mikið grjót hrapar og hrynur úr hömrunum með braki og brestum, og svo er oft byljaveður undir þessu háa fjalli. Stundum koma svo harðir byljir, að maður verð- ur að fleygja sér niður, áður en bylurinn gerir það enn harkalegar. En svo er aftur stundum logn á milli bylj- anna. Stundum voru veðrin svo hörð, að maður gat ekki sofið, það brast og brakaði í hverju tré, og rúmin hrist- ust undir manni. En aldrei fuku þó hús, þótt tjón yrði oft á heyjum. Það voru norðaustan-veðrin, sem voru svona hörð, þegar hann stóð hátt nær norðri. Það var um haust, að ég var að koma úr skógarferð og var seint fyrir. Þetta var tíu kílómetra leið. Ungling- ar voru með mér. Maður var orðinn þreyttur. Ég leysti ekki baggana um kvöldið, því veður var gott og kyrrt. En um nóttina gekk í norðaustan rok og rign- ingu. Þegar ég kom út um morguninn eftir, sá ég hvar þrír viðarbaggarnir fóru í loftköstum niður tún og yfir girð- ingar og út í Lónð. Það var svo mikil ferð og þeyting- ur á þeim, að ég bara hló að þessu, þótt baggarnir væru mér tapaðir. Það er alloft, sem stormur hefir valdið hér tjóni. Hér lá tré á sléttum bakka og var búið að liggja þar í full tvö ár, svo að það hafði sigið lítið eitt í jörð. Þetta var eitt af þessum köldu vorum. Gróðurlaust var, og stormar miklir. Þetta var á sauðburði, og ég var að ganga við ærnar og kom þar að, sem tréð lá og varð heldur en ekki hissa: Það hafði þá færst úr stað eina Heima er bezt 259

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.