Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 31
gefur yður rétt til tignarstöðu þessarar. Tak hér við heið-
urstákni þessu. Gifta fylgi yðar starfi.
Nú vil ég með leyfi konungs fá að segja örfá orð frá
eigin brjósti. Kæri vinur. Ég hef kynnst þér það mikið,
að ég tel mig geta gefið eftirfarandi yfirlýsingu.
a orrustuvelnnum ertu í senn hetjan mikla, jafnt í
sókn sem vörn. Ég vænti mikils af þér sem hershöfðingja,
bæði á friðar- og ófriðartímum. Það er sízt minni vandi
að semja um málefnin og stilla til friðar heldur en að
fylkja liði í orustum til manndrápa. Vaski vinur, heill
fylgi starfi.
Ég vænti þess, að þið hafið öll tekið eftir því, að ég
braut hirðsiði og reglur með því að þúa hershöfðingjann
hér í viðurvist konungs. En mín málsbót er sú, að ég er
með þessum orðum mínum að tala við vin minn frá
eigin brjósti, en ekki við hershöfðingjann. Aldrei fann
ég vaskari mann né betri vin.“
Að þessum formsatriðum loknum gengu þeir Bjam-
harður prins og Hrólfur hershöfðingi til sæta sinna. Um
leið og þeir voru seztir, tók konungur til máls:
„Heill fylgi starfi, hershöfðingi. Sem konungur þessa
ríkis bind ég miklar vonir við yður. Ég vil nú um leið
og athöfn þessi er framkvæmd taka fram það helzta, sem
nú kallar á framkvæmdir og yður ber að sjá um og hafa
eftirlit með.
Skipuleggja verður lífvörð vorn að mestu eða öllu leyti.
Hafa þarf eftirlit með þeim lénsmönnum í ríki voru, sem
misbeita því valdi, sem þeim er trúað fyrir.
Nauðsyn ber til þess að hafa auga með öllu því, sem
breyta þarf viðvíkjandi vörnum hallarinnar. Gera skal
leynihliðið á hallarmúrnum óvirkt, svo óvinir vorir geti
ekki hagnýtt sér það í svikamyllu sinni. Engum öðrum
en mér og Bjarnharði prinsi ber yður að standa reikn-
ingsskap gerða yðar, svo drottningum vorum í vorri
fjarveru.
Nú hef ég lokið því, sem mestu máli skiptir. Gef ég
yður hér með orðið, herra hershöfðingi, eins og venja er
til við innsetningu hershöfðingja í embættið.“
Að svo mæltu settist konungur, en Hrólfur hershöfð-
ingi reis úr sæti og mælti:
„Yð'ar konunglegu tignir og þér aðrir, sem á mál mitt
hlýðið. Ég á heima á orustuvellinum fremur en í hefðar-
sölum. Mér er tamara að beita sverði en penna. Vanari
við að skipa fyrir, heldur en mæla fáguð orð.
En fyrst mér ber skylda til þess að tala hér, þá mun
ég ekki bregðast skyldunni í því efni. Ég þakka yður,
Manfreð konungur, fyrir það traust, sem þér auðsýnið
mér með því að skipa mig í tignarstöðu þessa. Því trausti
og þeirri vegsemd vil ég helzt svara með sverðinu á
þann hátt að veita yðar tign og ríkinu í heild alla þá
vernd, sem embætti þetta krefst af mér, og ég framast
get í té látið. Nú sem áður set ég hollustu mína, yður og
ríkinu til handa, ofar öllu öðru.
Hvað hans tign, Bjarnharði prinsi, viðkemur þá vil ég
bera hér fram þá von mína, að mér verði fyrirgefið af
hans hálfu, þótt svo kunni að fara, að titlar og tignarheiti
gleymist stundum í viðtali við hann. Ekki má skilja orð
mín svo, að mér finnist hann ekki tignarheitanna verð-
ugur. Heldur er hitt, að hann ber hæst í huga mínum,
þar sem ég hef séð hann berjast á orustuvelli við ofur-
efli liðs með slíkri hugprýði og ofurmennsku, að hans
líka hef ég aldrei séð.
Þessi orð eru orðin fleiri en áformað var í fyrstu. Áður
en ég enda mál mitt vil ég tjá eftirfarandi.
Eins og Júlíu prinsessu er kunnugt, þá bað ég hana
fyrir líf og heiður þemu sinnar, Vihnu Vilhjálmsdóttur.
Ég geri ráð fyrir því, að prinsessuna hafi grunað þá, hvað
ég meinti með þessari bón viðvíkjandi Vihnu í minni
fjarveru.
Nú vil ég því kunngera það öllum, sem á mál mitt
hlýða, að við Vilma erum trúlofuð og munum ganga í
hjónaband eins fljótt og verða má. Ég veit að setið er
um líf og heiður unnustu minnar. Ég sé því ekki; að ég
geti á neinn annan hátt betur verndað hana fyrir óvinum
hennar en með því að kvongast henni.“
Að svo mæltu settist Hrólfur hershöfðingi, en kon-
ungur mælti:
„Heillaósk mæli ég til yðar, Hrólfur hershöfðingi. Gifta
og blessun fylgi yður og þeirri fögru konu, sem þér hafið
valið að lífsförunaut. Ég veit að unnusta yðar verður góð
og mikilhæf kona, svo mjög hefur Júlía prinsessa hælt
henni sem dyggðugri og trúrri í starfi, en þar fer margt
eftir. Guð blessi yður og konuefni yðar, Hrólfur hers-
höfðingi."
Konungurinn stóð upp og gaf þar með til kynna, að
ráðstefnunni væri lokið.
10. KAFLI
MOLDVÖRPURNAR
í leynisal þeim, sem fyrr getur, voru svartkuflungar enn
saman komnir. Nú voru þeir miklu fleiri en síðast. Hvert
sæti var setið í salnum, nema sæti foringjans.
Allt í einu spruttu leynidyrnar upp og foringinn birtist
á pallinum. Hann settist þegar, greip hamarinn og sló
með honum í málmklukku, sem stóð á borðinu hjá hon-
um. Það þýddi, að fundur var settur.
„Mér hafa borist skýrslur þess efnis, að konungurinn
hafi sloppið úr herkvínni, sem hann var kominn í. —
Hvernig stóð á því, að hann slapp?“
Rödd foringjans bergmálaði um salinn.
Einn af kuflungum, stór maður og sterklegur, stóð
upp og sagði: „Ég var einn af þeim, sem þarna börðust.
Ég get borið um það, að þarna var barizt af mestu hörku.
Sigurinn virtist algjör okkar megin, þegar konungi barst
hjálp. Hreiðar jarl af Fosstúni kom okkur að óvörum.
Þeir voru allir ríðandi og hjuggu menn niður eins og
hráviði. í þeirri hrotu féll Hárekur fursti. Fall hans olli
straumhvörfum í bardaganum. Við dauða furstans hættu
menn hans að berjast. Þar með var orustan töpuð. Lydd-
umar úr liði konungs reyndust illa og gáfust upp fyrir
konungi. Ég leyndist þar í hópnum. Ég hjálpaði til að
grafa þá dauðu. Þegar dimma tók, læddist ég burtu, náði
mér í hest og þeysti hingað og sagði leyndarráði voru
frá því, sem gerzt hafði.“
„Þú stóðst þig vel,“ mælti foringinn. „Þú mátt búast
við góðum launum seinna.
En hvers vegna náðist prinsessan ekki? Foringi þeirrar
farar gefi mér skýrslu."
Heima er bezt 271