Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 21
ugt á fundum þessum, og öll áhugamál sveitarinnar rædd þar rækilega, og stundum kapprædd, en allt fór þetta fram með spekt og prýði. Nú fóru baðstofurnar smátt og smátt að hverfa eftir 1910. Þá voru reist timburhús í öðrum stíl, með hlöðn- um kjallara, sem varð ágætis geymsla. Sum þessara húsa standa enn. Þetta var dálítið í áttina til framfara. Þá komu eldavélar og skilvindur, og var það mikill munur fyrir konurnar að losna við gömlu eldhúsin, sem oft voru full af reyk. En þá brá manni samt við glóðarbakaða brauðið, sem alltaf var svo gott. Lítið var um skemmtisamkomur, en þó man ég eftir tveimur, sem haldnar voru á bæjum. Var önnur á Stafa- felli, prestssetrinu, en hin í Bæ. Þar bjó þá Þorleifur Eiríksson, mætur maður og hrókur alls fagnaðar. Hann var nýbúinn að byggja íbúðarhús, og var það ekki full- smíðað. Var allt einn salur niðri, og þar skemmti fólk sér vel, enda var margt fólk samankomið, og fóru allir ánægðir heim til sín. Eg var á báðum þessum samkom- um, sem haldnar voru á vegum iMálfundafélagsins. Svo var byggt fundarhús, fyrsta steinhúsið í Lóni. Þá var erfitt með alla aðflutninga, sementið allt flutt á klökkum yfir Jökulsá oft mikla. Húsið stendur austan Jökulsár í miðri sveit. Var nú hafist handa og fengnir tveir smiðir úr Reykjavík. Vildu þeir fá fjóra fasta- mfenn, og var ég einn þeirra útvöldu. En þetta var eng- in sældarvinna. Þá voru engar hrærivélar, og varð mað- ur að treysta á sína eigin krafta. Það var öllum gleðiefni, þegar húsið var komið upp. Nú voru þar allir fundir og dansleikir og stærri sam- komur, og einnig voru þar sýndir sjónleikir. Beztu menn sveitarinnar beittu sér fyrir að efla skemmtana- lífið. Kom brátt í ljós, að hér voru margir hæfileika- menn, og sérstaklega vöktu sjónleikir mikla hrifningu. Þetta var svo nýstárlegt með slíkar skemmtanir, og sótti þær einnig fólk úr næstu sveitum. Hældi það mik- ið skemmtunum Lónsmanna og samkomum. Seinna var samkomuhúsið stækkað með viðbyggðri skólastofu, og var hún líka notuð á samkomum og skemmtunum. Var byggður kjallari undir skólastofuna og notaður sem spunastofa. Kvenfélagið hafði keypt spunavél. Annars var þetta notað sem veitingastofa á samkomum og skemmtunum. Allt var þetta á fram- farabraut, og allhraðfara um skeið. Nú hefir fólki fækkað allmjög í Lóni. Hætt er að nota spunavélina í skólastofu-kjallaranum, og varla heyrist rokkhljóð á heimili. Já, svona er nú það. Búið var áður á 17 jörðum, og tvíbýli á flestum, og sex bú- endur í Bæ, alls 27 heimili í hreppnum. Minnir mig, að þá væri í Lóni um 230 manns, en nú árið 1960 aðeins um 106 manns, og þar af 36 börn ófermd, og ein jörð farin í eyði. Flest af fólkinu sem fyrr bjó í Lóni, hefir flutt til Hornafjarðar. Nú eru þó betri aðstæður en áður að búa í Lóni, og valda því að mestu samgöngubætur, og svo ræktunin. Nú er búið að brúa stórvatnið Jökulsá í Lóni, sem oft var mikill og háskalegur farartálmi, sérstaklega þegar rekið var fé yfir hana til kaupstaðar á haustin. Voru oft miklir erfiðleikar við þau ferðalög í rigning- artíð, eins og oft var á haustin. Oft hröktust blessuð lömbin mikið, og mennirnir líka. Ég minnist einnar slíkrar ferðar. Þá var ljótt útlit. Áin var mikil og hraðvaxandi, enda gengið í stórrign- ingu. Helmingur fjárins var kominn yfir um, en þá slitnaði sundur hópurinn. Hitt var á eyri við síðustu kvíslina, og leit helzt út fyrir að allt myndi stöðvast. En einhvernveginn tókst nú samt að koma fénu yfir með allmiklum hrakningi. Nú er búið að brúa allar ár í Lóni nema tvær smá-ár. Og nú flytja flestir fé til kaupstaðar á bílum. Það er hörmulegt að vita, þegar góðar jarðir fara í eyði. Er hörmulegt að hugsa til þess, að hætt skuli að búa á jörðunum, eftir að búið er að bæta þær á marg- an hátt og rækta mikið. Og margt er orðið svo yfir- gengilegt, að ég á ekki orð yfir það. VIII. Þegar ég fylgdist með tímanum. Þegar ég var 18—20 ára, fór ég að fylgjast dálítið með tímanum. Ég keypti mér rakhníf og fór að raka mig, en skeggið var nú enn heldur óverulegt. Nokkr- um árum síðar keypti ég mér svo rakvél, því þá voru þær komnar í tízku, enda voru þær miklu betri en hnífurinn. — En þegar ég varð 66 ára keypti ég mér rafmagns-rakvél og hún kostaði 770 krónur eða eins mikið og allgóð jörð kostaði um aldamótin síðustu, m. a. öll jörðin Svínhólar! — Svona er nú allt hlaupið í öfgar og öfugstreymi. — Ekki vissi ég á þeim árum, hvað móðins var eða tízka, en mikið öfundaði ég þá, sem voru vel búnir, í klaufar- jökkum og brúnelsbuxum og leðurstígvélum. Nú brann ég í skinninu að eignast svona klæðnað. Það var eitt- hvað svo mannalegt að eignast jakka með klauf, en ég var þá svo fátækur, að ég gat ekki keypt mér slíkan fatnað. En svo kom sá tími, að ég eignaðist þetta allt, — en dálítið var ég þá á eftir tímanum með klaufjakk- ann, — þá voru þeir ekki lengur í tízku. — En mér var alveg sama. Ég var ánægður með minn jakka. Ég var einn vetur á Djúpavogi hjá kaupfélagsstjóran- um Þórhalli Sigtryggssyni og frú Kristbjörgu Sveins- dóttur, og líkaði mér vel við þau góðu hjón, og börn þeirra voru góð og skemmtileg. Ég hafði gaman af því, að ég var einu sinni ávarpaður kaupfélagsstjóri, og í annað sinn læknir! Ég bjó mig vel, sett upp harðan hatt og fór um borð í „ESJU“, sem lá úti á höfninni. Ég var að finna kunningja minn, sem var starfsmaður á skip- inu. Þegar ég er kominn upp á þilfar, mæti ég þar vel- búnum manni. Hann heilsar upp á mig og fer að bjóða mér vörur. Ég tek nú heldur dauft í það, og segir hann Þá: „Eruð þér ekki kaupfélagsstjórinn?“ Ég brosti og sagði, að ekki væri það nú svo. Varð svo ekki meira úr því, og sá ég ekki manninn framar. Svo var það í annað sinn. Eg var að fara í hús að Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.