Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 2
Sumarmál Svo snauð er engin íslensk sál að elska ei ljósið bjarta að finna ei sérhver sumarmál til sólargleði í hjarta. Svo kvað Davíð Stefánsson fyrir meira en hálfri öld. Þá var þetta kveðið út úr hjarta þjóðarinnar, hvert orð var bókstaflegur sannleikur. Hver einasta sál fann til sólar- gleði, þegar hinn langþráði sumardagur rann upp, og það jafnvel þótt hann væri kaldur og úrillur, og landið vafið fannahjúpi. Dagurinn var tákn þess sáttmála, að veldi vetrarins væri hnekkt, frost og hríðar að baki, en sumar, sól og gróandi framundan. Vorþrá, vorhugur og vorfögnuður hafa löngum átt sterk ítök í íslenskum hugum, bæði í sveit og við sæ, í hinum fátæklegustu hreysum og bestu salarkynnum. Vorhugur- inn, sem skapaður var af náttúrunni, var arfur kynslóð- anna öld eftir öld. Þetta kemur ef til vill hvergi skýrar fram en í ljóðum skáldanna. Þau munu ekki vera mörg íslensku skáldin á s.l. öld og framan af þessari, sem ekki hafa ort vorljóð. Ljóðin eru ef til vill sjaldnast tengd sumardeginum fyrsta beinlínis, árstíðaskiptum almanaksins, heldur eru þau óður vorsins sjálfs. Stundum brýst vorhugurinn út í fögn- uði „nú sé ég og faðma þig syngjandi vor með sólina og blæinn“ eða „ vorið er komið og grundirnar gróa“ sem er fagnaðaróður ungra og gamalla, allrar náttúrunnar. Lík- lega hefir ekkert íslenskt skáld brugðið upp jafnmynd- auðugri lýsingu af vorinu og viðbrögðum náttúrunnar, lifandi og lifvana, eins og Jón Thoroddsen með því kvæði. Oft hefi ég hugsað um það síðan kvikmyndagerð varð oss tiltæk, hvílíka mynd mætti gera út af þeim texta. Vor- leysingunni með fossandi lækjum og óhemjulegum ár- flaumi með ísruðningi, fuglaskaranum, lóum í mó, svön- um á tjörnum og þröstum í kjarri eða þá æðarfuglinum úti um hólma og sker og öllu því iðandi lífi, sem þeim fylgir. Eða þá sólbrosandi hlíðum, hóandi smölum og lömbum að leik um bala og brekkur og síðast en ekki síst börnun- um leikandi að skeljum og öðrum gullum. Inn í þessa myndaröð mætti svo flétta ótalmargt annað. Fögnuði og vorleikjum húsdýranna. Öllum voryrkjunum fábreyttum eða fjölbreyttum og vitanlega sumarfagnaði fólksins, sem varpaði af sér vetrarfarginu og drunganum við áfengan ilm vorsins. Eruð þér lesendur góðir ekki öll mér sammála um að þarna væri verðugt viðfangsefni fyrir kunnáttu- menn í kvikmyndalistinni? Og væri slík mynd ekki kjörin til að hjálpa oss öllum í skammdegismyrkrinu, svo að vér mættum „svífa í brott og setjast í sumargleðinni", þegar hríðin bylur á þakinu og vetrarþokan fjötrar oss inni, eins og Þorsteinn Erlingsson komst að orði. En vorið varð ekki skáldunum aðeins yrkisefni um sól, söng og fögnuð. Meðan frelsisbarátta vor var sem hörðust varð vorið löngum tilefni eggjana og hvatningar hinni vaknandi þjóð. Þá yrkir Steingrímur Thorsteinsson Vor- hvötina, „Þú vorgyðja svífur úr suðrænum geim.“ Ef til vill varð hún það kvæða hans, sem snerti hugi flestra, og varð þeim sífelld eggjan um að endurheimta frelsi þjóð- arinnar. Hún kenndi þeim að „jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð“. Þegar Hannes Hafstein yrkir minningarljóð um Jón Sigurðsson á aldarafmæli hans verða þau lofsöngur til vorsins. „Sjá roðann á hnjúkunum háu“ einhver glæstasti vorsöngur íslenskrar tungu. Og Hannesi verður vorið eins og Steingrími tilefni til hvatningar og eggjanar. Hann sér í tilkomu vorsins táknmynd af lífi og starfi Jóns Sigurðs- sonar: Hans von er í blænum á vorin hans vilji og starf er í gróandi lund. Hann kom er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, hann varð þess vorið unga með vöxt í hverju spori. Ég ætla ekki að taka fleiri skáld til vitnis um íslenskan vorhuga á liðnum tíma. En af mörgu er að taka, svo að endast mundi í langa ritgerð. Og öllum vorljóðunum er það sameiginlegt, að þau voru kveðin út úr þjóðarsálinni sjálfri, þessvegna fundu þau hljómgrunn í hverju hjarta. Þar skipti engu máli, hvort skáldið yrkir látlausa fer- skeytlu eða lyftir sér hærra á vængjum skáldgyðjunnar, hvort sá sem orti var bóndinn í vorönninni, sem fann angan gróðurmoldarinnar og sá nýgræðinginn gægjast úr jörð, eða skáldið á skrifstóli sínum eða stjórnmálamaður- inn í orustuhita dagsins. Vorið varð þeim öllum yrkisefni, skerpti hug þeirra og skilning. En hvernig er þessu farið nú? Mér virðist sem vér sjáum naumast lengur vorljóð í íslenskum ljóðasöfnum, nema helst hjá einhverjum eftirlegukindum, sem muna þann tíma, er þjóðlífi voru var líkt við vorið.Vor með leysingu og gróandi í hverju spori. En megum vér draga þá ályktun af þögninni, að skáldin séu ekki lengur börn vorsins, að þau finni ekki lengur til sólargleði í hjarta, og þá auðvitað um leið, að þar sem skáldin hafa löngum verið talin túlka I 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.