Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 6
Brúðkaupsmynd af Ástríði og Torfa. er nú látinn. Tvíburi við hann dó. Yngstur er svo Torfi bóndi og oddviti sem hér verður til umræðu. Nafn hans er til marks um þann hug og þá virð- ingu sem foreldrar hans báru til þessarar eignar- jarðar, en það er dregið af nafni hennar svo og ör- nefnum við hana tengd í landslagi, Torfavatni og Torfalæk.Torfi Jónsson er hinn fyrsti í ættinni sem Torfanafnið ber. Jarðarinnar Torfalæks er nokkrum sinnum getið fyrir siðaskiptin, og eftir að þau komust á var þar lengi hálfkirkja frá Hjaltabakka. Jörðin hefur alla tíð þótt fremur eiguleg bújörð, uppfyllti nokkuð vel lífsbjargarþarfir eigenda sinna, skóp þeim virðing- arverðan sess í þjóðfélaginu og stóð vel undir sjálf- stæðisþránni. Erfið þótti hún þó til heyskapar. Tún- rækt var torveld, engjaheyskapur eigi auðsóttur en útbeitin ágæt. Sömu sögu er hægt að segja um fleiri jarðir um Ásana, áður en framræsla mýranna kom til sögunnar. Jarðir í Vatnsdal og sumar hverjar í Þing- inu þóttu ólíkt betur settar með flæðiengin, t.d. Ey- lendið, sem var víðfrægt og gjöfult heyskaparsvæði. En með innreið mikilvirkrar jarðvinnslutækni hafa búskaparhættir breyst Ásabændum í hag og nýtist nú gróðurmagn mýranna, en mýrar og ásar er einkennandi landslag á þessu svæði. Mýrarnar hafa 114 Heima er bezt reynst auðveldar til túnræktar þegar þær hafa verið ræstar fram, ekki síst á Torfalæk þar sem landið er víðasthvar með góðum ræktunarhalla og grasgefið. Torfalækur er búinn að vera þingstaður Torfa- lækjarhrepps um áraraðir og er það ennþá, þótt margt sé breytt orðið frá því hin hefðbundnu vor- hreppa- og hausthreppaskil fóru þar fram. Þá var oft mannmargt á Torfalæk. Raunar var gestagangur þar alltaf mikill, því bærinn er í þjóðbraut milli fjöl- mennra hreppa. Torfi bóndi segist ekki muna margar gestalausar nætur úr æsku og var þá oft þétt setinn bekkurinn. Ég minntist hér áðan á hvað mér hefði þótt allt snyrtilegt á Torfalæk. Ég virðist ekki vera einn um þessa skoðun, því að á Blönduósi frétti ég að þau Torfalækjarhjón, Torfi og Ástríður, hefðu þrisvar í röð fengið viðurkenningu fyrir snyrtimennsku ut- anhúss sem innan. Fyrstu tvö skiptin frá Kvenfé- lagasambandi Austur-Húnavatnssýslu, en í það þriðja frá kvenfélagasambandinu og búnaðarsam- bandinu í sameiningu. Félagasamtök þessi vilja með þessum hætti örva til bættrar umgengnismenningar í héraði. Torfi kvaðst vissulega hafa glaðst yfir þessari við- urkenningu í fyrsta sinn og kannske örlítið í það næsta, en hefði harmað það í þriðja skiptið, því það segði sig sjálft að ekki væri allt með felldu í héraði þegar sömu hjón fengju þessa viðurkenningu þrjú ár í röð. Æskilegast væri að viðurkenning þessi dreifðist á fleiri býli. Torfi Jónsson er fæddur 28. júli árið 1915. Á æsku- og uppvaxtarárum vandist hann öllum venjulegum sveitastörfum á búi foreldranna. Hann telur sig ekki hafa verið neitt sérlega hneigðan fyrir búskap, en úr því að það hefði þannig ráðist í fjölskyldunni að Torfalœkjarbrœður. F.v. Jónas, Jóhann, Torfi, Björn, lngimundur og Guðmundur.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.