Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 10
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Hlaðir í Hörgárdal
Norðlenskt sveitaheimili í byrjun 20. aldar
Framhald.
III. DAGLEGT LÍF
Frá morgni til kvölds.
Hér verður sagt frá niðurskipan dagsins. Um tímasetn-
ingar skal þess gætt, hér sem annars staðar, að klukkan vai
ætíð höfð mjög fljót. Hún átti að vera um 2 stundum á
undan réttri klukku en flýtti sér svo að hún var oft nær 3
stundum á undan sólarklukku áður en hún var leiðrétt, en
það var oftast gert á sunnudögum.. Allar tímasetninar eru
miðaðar við þessa fljótu klukku.
Fótaferðartími var allt árið IVi til 8, á sumrin skyldu
allir vera komnir til vinnu kl. 8, en ekki var það tekið eins
hátíðlega á vetrum. Mamma fór venjulega á fætur um kl.
7, svo að hún væri búin að kveikja eld og hita morgun-
drykkinn, þegar fólkið kom fram á seinustu mínútunum
fyrir 8. Stefán var einnig ætíð kominn á fætur á áttunda
tímanum á undan öðrum, til að ýta við þeim morgun-
svæfustu, og oft hafði hann dengt alla ljáina áður en aðrir
komu á flakk. Þegar morgundrykk var lokið, fór hver til
sinnar vinnu, útivinnu á sumrum, og gegninga á vetrum. í
fjós var farið jafnskjótt og komið var á fætur. Morgun-
verður var etinn kl. 10 á sumrin, þá var skatttími, en er
lokið var morgungegningum á vetrum. Hádegiskaffi var
drukkið um eittleytið, en miðdegismatur etinn kl. 3‘Æ eða
4. Miðaftanskaffi var kl. 5—6 og loks voru hættur á
sumrin kl. 10, en á vorin kl. 9 og kvöldmatur etinn þegar
fólk kom inn að lokinni vinnu. Á vetrum var farið í fjós kl.
8 á kvöldin, en kvöldmatur etinn að loknum fjósverkum.
Eftir kvöldmat var hinum eiginlega vinnutíma lokið, en
oft áttu stúlkur þá ýmislegt óunnið við þjónustubrögð, og
meðan kappið var sem mest við smábandstóskapinn,
héldu menn áfram að prjóna fram undir kl. 12. Var þá
löngum lesið upphátt sem síðar segir. Annars réðu flestir
tíma sínum eftir kvöldmat á vetrum, en á sumrin var
háttað jafnskjótt og kvöldverði var lokið, enda kl. þá farin
að ganga 12. Á sumrin var tekinn hvíldartími ein klukku-
stund við miðdegismat, en hálfur tími var til morgun-
verðar. Margir fengu sér blund í miðdegistímanum, og oft
118 Heima er bezl
fékk eldra fólkið sér ofurlítinn blund í rökkurbyrjun á
vetrum. Aðrir sátu þó með prjóna sína allan tímann. En
ekki var kveikt ljós fyrr en að loknum rökkurblundi.
Innan þessarar tímaumgerðar gerðist allt hið daglega
líf. Frábrigði frá þessari tímasetningu voru að vísu mörg,
því að oft réðu störf matar- og hættutíma, enda þótt þar
bæri á milli við hinar föstu tímaákvarðanir, hlutu þær að
víkja fyrir nauðsyninni á að ljúka einhverju verki.
Húsbúnaður.
Vér skulum þá skyggnast um allan bæinn og kynna oss,
hvernig háttað var húsbúnaði, og áhöldum á hverjum
stað.
t bæjardyrunum stóð, fyrst er ég man eftir mér, gamalt
svarðarhrip undir stiganum upp á loftið. Var það haft til
að tylla sér á, ef svo bar undir. Stundum vildu gestir ekki
fara lengra en fengu mjólkursopa eða kaffibolla, sitjandi á
hripinu. Síðar vék hripið fyrir kassa sem notaður var á
sama hátt. Inni í honum átti oft annar hundurinn bæli sitt.
Stofan var sunnan bæjardyranna máluð eins og fyrr segir.
Á gólfinu var þykk heimaofin ullarábreiða, röndótt að lit,
en allt voru það sauðarlitir. Mig minnir að aðalliturinn
væri dökkmórauður eða dökkgrár, en rendur ljósar og
svartar. Aldrei man ég til að slit sæist á ábreiðu þessari, og
gengu þó margir um stofuna. Andspænis dyrum fyrir
miðjum gafli var skatthol Stefáns bónda. Var það úr eik
og allstórt. 1 skúffum þess var geymt ýmislegt dót, blöð o.fl.
og var þeim aldrei læst, en undir hallokinu efst á því
geymdi hann skjöl sín og peninga. Var það ætíð læst.
Einnig mun hann oftast hafa átt þar brennivínspela og
tóbakshönk. En þó hann ætti ætíð slíka hluti var hann
flestum mönnum meiri hófsmaður á þá. Ég held hann hafi
sjaldan fengið sér meira en eina tóbakstölu á dag, og
brennivínið var handa gestum. Vinstra megin við skatt-
holið undir veggnum var gestarúm allstórt, en hægra
megin var skrifborð. Á miðju gólfi var sporöskjulagað
eikarmálað skrifborð og við það þrír birkistólar. í norð-