Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 11
austurhorninu var forhengi, rautt að lit, og voru spariföt
heimafólks hengd þar undir. Þá voru í stofunni tvær
kommóður, sem þær áttu mamma og Guðrún vinnukona,
og nokkur kofort, sem ýmsir áttu. Á veggjunum var fátt til
prýði. íslandskort Þorvalds Thoroddsen og Reykjavíkur-
kort herforingjaráðsins danska héngu þar á austurvegg.
Sitt hvoru megin við skattholið voru litaðar myndir með
dönskum textum, Kvindens Alder og Mandens Alder.
Stóð fólkið á stigaþrepum eitt fyrir hvern áratug, myndaði
stiginn boga en undir honum voru á öðru spjaldinu
sköpun Evu en Syndafallið á hinum. Er mér enn minnis-
stæð myndin af Guði almáttugum, gömlum manni með
sítt, hvítt skegg. Fáeinar smámyndir, helst póstkort, voru
einnig á veggjunum og á seinni árum teikningar Þorsteins
Þ. Þorsteinssonar af Jóni Sigurðssyni og síra Matthíasi.
Mundi stofan þykja fátækleg nú á efnaheimili, en þá var
óvíða meira borið í húsbúnað í stofum, ef þær voru á
annað borð til, sem raunar var ails ekki víða. Enginn ofn
var í stofunni, og var gestum ætíð boðið til baðstofu á
vetrum, því að þá var kalt í stofunni, og hélst enginn þar
við til dvalar. Einu húsgagni má ekki gleyma, en það var
hrákadallur úr tré, líkur trogi í lögun en hliðarnar brattari.
í honum var hafður sandur eða vott sag. Margir gestir
höfðu hans mikla þörf, því að munntóbaksnotkun var
almenn. Sumir spýttu þó á gólfið, og jafnvel ýttu dallinum
til hliðar og spýttu við hliðina á honum. Einn stórbóndi
sveitarinnar hafði þann sið að ganga um gólf, og spýtti til
hliðar eftir því hvort hann gekk fram eða aftur. Voru ætíð
tvær tóbaksrákir á ábreiðunni þegar hann fór, var illt að
hreinsa slíkt. Samskonar hrákadallar voru tveir inni í
baðstofu og einnig man ég eftir þeim í Möðruvallakirkju,
en ekki annars staðar. Munu þeir þó hafa verið allvíða.
Norðan við bæjardyrnar var Norðurhúsið. Fremra
herbergið var geymsla, en í innra herberginu var fyrst
húsmennskufólk. Síðar notaði Halldór Stefánsson það
fyrir smíðahús, en seinna var það svefnherbergi þeirra
bræðra. Þar var þá rúm, borð og stóll og eitthvað fleira af
húsgögnum. í því var ofn, enda var þar svo kalt, að ekki
hefði verið kleift að búa þar án þess.
Inn af bæjardyrunum voru göngin og stigi úr þeim upp
á loftið. í göngunum var kassi eða bekkur til að sitja á
þegar farið var úr vosklæðum eða tóttarfötum. Einnig var
þar tunna, sem á hverjum morgni var fyllt af vatni til
heimilisnotkunar. Á þvottadögum þurfti að fylla hana
tvisvar eða þrisvar. Innst í göngunum voru oft geymdir
heymeisar milli gjafa.
Norðan við göngin var gamla eldhúsið, hið eina hús,
sem eftir stóð af gamla bænum, og held ég enginn hafi
vitað aldur þess með vissu. Austur úr því lá þröngur
gangur, ekki manngengur í fjósið. Hann var þrengsta skot
í öllum bænum. Fyrir miðjum norðurstafni voru hlóðirn-
ar. Þær voru þrjár og hlaðið undir þær, svo að eldakonan
gat staðið upprétt við pottana þegar þeir stóðu á hlóðum.
(Ég sá svo lágar hlóðir að eldakonan varð að vera keng-
bogin yfir pottunum). Undir miðhlóðunum var öskustóin.
Að baki hlóðanna voru reistar allháar hellur til þess að
draga úr eldhættu og milli þeirra og stafnveggjarins
þröngur gangur. Allar voru hlóðirnar úr óhöggnu grjóti.
Man ég að stundum sprungu hlóðasteinar af hitanum, og
var oft torvelt að finna nýja. í hlóðabotninum voru flatar
hellur ofan á grjótbálknum. Sú sem lá yfir öskustónni var
miklu mest. Að stónni voru hlaðnir kampar báðum megin
og lá hellan á þeim. Ekki man ég hvort grjótbotn var í
stónni, en tel það líklegt. Hún var dálítið niðurgrafin.
Þrír strompar voru á eldhúsinu, og safnaðist sjaldan
mikill reykur í það, en sótleki var oft til óþæginda. f
gegnum norðurvegginn var trérenna. í hana var hellt
skólpi úr bænum út í hlandforina, sem var norðan undir
eldhúsveggnum. Þótt rennan væri lokuð með hlerum,
kom stundum óþægileg lykt um hana inn í eldhúsið og
bæinn allan, einkum ef norðanátt var í aðsigi, var hún
nokkurn veginn öruggur veðurviti. í eldhúsinu stóð kerald
eitt mikið og fornt, svo að enginn vissi aldur þess. í það var
safnað öllu þvagi, sem til féllst á nóttum til ullarþvottarins
á vorin. Einn vetrarmorgun, er komið var á fætur og
baðstofan opnuð, gaus á móti manni fnykur mikill, og er
komið var í eldhúsið, var þar flóð mikið um allt gólfið, en
hið aldna kerald var fallið í stafi, en gjarðir þess höfðu
sprungið af þunga innihaldsins. Lauk þannig langri
þjónustu, og var síðan fengin olíuáma í þess stað. Einu
sinni bjargaði keytusafnið bænum frá bruna. Svo stóð á,
að Margrét húsfreyja var að bræða tólk í potti á eldavél-
inni. Enginn pilta var inni, nema ég að hafa sokkaskipti
inni á baðstofupalli. Allt í einu hljóp eldur í tólkinn, og
stóð eldsúlan úr pottinum upp undir rjáfur. Ég greip
strigalepp mikinn og ætlaði að reyna að kæfa eldinn með
honum en gamla konan var fljótari til, greip hún kopp,
sem stóð á eldhúsbekknum, sökkti honum í keytukerið og
skvetti í logann, sem féll niður samstundis, svo að ekki
varð tjón af, en ekki ætla ég að lýsa þefnum, sem fylgdi.
Bekkur var í eldhúsinu, við þilið vestan dyra. Undir
hann var oft hlaðið eldivið. Uppi í rjáfrinu voru rár og
bitar. Á haustin var þar hengt ket og skinn til reykingar.
Var þá löngum björgulegt að sjá upp í rótina, hangikets-
krof, vænar síður, lundabagga og magála, því að ekki var
sparað til slíkra hluta. Ekki var teljandi eldað í gamla
eldhúsinu, nema slátur á haustin, stundum hvalur á
sumrin, og vatn var hitað þar til böðunar og stórþvotta.
Svið öll voru sviðin þar, og pottbrauð bakað í hlóðum.
Framan af vetri þurfti alltaf að hafa eld lifandi þar, til
reykingar á keti.
Suður úr göngunum var gengið í kompuna gegnt eld-
húsdyrum, þar var eldavélin nær miðju gólfi og að
austurvegg. Að baki hennar var reykháfurinn hlaðinn úr
tigulsteini og steinlímdur, en bak við hann eldiviðarskot,
þar þótti hundum oft gott að liggja í hlýjunni.Úr komp-
unni var grafinn gangur gegnum vegginn að baðstofuþili
og sett þar á hurð. Var hugmyndin að fá með því yl frá
eldavélinni inn í baðstofuna, en ekki kom það að haldi.
Með vesturveggnum var bekkur næst dyrum, á honum
stóðu vatnsföturnar tvær að tölu, og þar hékk ausa til að
ausa úr þeim. Við endann á bekknum var hrip eða kassi til
að sitja á, en í suðvesturhorninu stóð kvörnin. Á gólfinu
fyrir framan kvörnina var hundadallurinn, allstórt ílát í
Heima er bezt 119