Heima er bezt - 01.04.1978, Side 13

Heima er bezt - 01.04.1978, Side 13
þrífættir stólar, sem fluttir voru til eftir þörfum, en annars stóðu tveir við borðið og einn við púltið. Auk þess, sem setið var á stólum þessum voru þeir notaðir til að þæfa á þeim prjónles. Á vetrum stóðu rokkar við rúmin, en á sumrin voru þeir ásamt öðrum tóskaparáhöldum geymdir uppi á baðstofulofti. Inn í vegginn á norðurstafninum var gerður skápur, þar geymd steinolíuflaska og eitthvað fleira. Á innra gafli baðstofunnar hékk 10 lína vegglampi. Þá var lítið púlt, sem Þorsteinn átti á hillu yfir innra rúminu að austanverðu. Úr frambaðstofunni var gengið inn í húsið. Yfir dyrunum var ofurlítil hilla. Þar var almanakið geymt, einnig voru lögð þar bréf og blöð, sem koma þurfti til næstu bæja. Blöstu þau við hverjum, sem kom inn í baðstofuna, og því engin hætta á að þau gleymdust. í hjónahúsinu voru tvö föst rúm fyrir suðurstafni. Var annað rúm hjónanna, en í hinu svaf Þórey móðir Stefáns, meðan hún lifði, eftir lát hennar var það oft autt. Undir þilinu andspænis því var lausarúm, dregið sundur til enda. Milli þessara rúma undir vesturhliðinni stóð púlt Stefáns bónda. Geymdi hann þar ýmis blöð og bækur. Undir austurveggnum var matborð, sem þeir feðgar möt- uðust við. Milli þess og hjónarúmsins var gamall bakstóll, sem Stefán sat nær ætíð í, er hann var inni í baðstofu. Annar stóll nýr var þar einnig. Inn í þilið á suðurstafnin- um voru byggðir tveir litlir skápar. í þeim voru geymdar húslestrabækur og annað guðsorð, svo og ýmislegt smá- dót. Milli þeirra hékk bókahilla með ýmsum bókum í. Á skilrúmsþilinu yfir rúminu stóð klukkan á lítilli hillu. Hún var gömul og heldur óvönduð, og gekk aldrei rétt. Oft bilaði hún en sjaldan sjaldan meira en svo, að hægt var að gera við hana heima. Einkum kunni Halldór Guð- mundsson gott lag á henni, en hann gerði lítilsháttar við klukkur og jafnvel vasaúr. Fyrir ofan klukkuna var lítil mynd af Þórði föður Margrétar. Var það eina myndin í baðstofunni, nema tvær litlar prentaðar myndir af Hall- grími Péturssyni og Jóni Vídalín í sömu umgerð og héngu þær yfir höfðagafli á rúmi Þóreyjar. Undir föstu rúmun- um í húsinu voru tréskúffur, hvor með tveimur hólfum. Þar voru geymd sokkaplögg og fleira smádót. Hefir þá verið lýst öllu lausu og föstu, sem var innanhúss í bænum. KLÆÐABURÐUR. Nokkur tilraun skal hér gerð til að lýsa klæðnaði fólks- ins, en þó verður það af vanefnum gert. Bæði var fatnaður breytingum háður á 17 árum, og hver og einn hafði sinn fatnað eftir smekk og getu, auk þessa kann ég lítt til að lýsa klæðagerð. Allir gengu á íslenskum skóm. Kvenfólk og börn á sauðskinns- eða. kálfsskinnsskóm en karlmenn á leður- skóm aðallega úr nautgripaleðri. Hrosshúðir voru sjaldan til, en einstöku sinnum voru selskinnsskæði fengin að. Sauðskinn voru ætíð verkuð á þann hátt, að eftir að gærur höfðu verið rakaðar, voru skinnin látin liggja um hríð í blásteinslegi. Síðan voru þau spýtt, þ.e. þanin með nögl- um á þil eða vegg meðan þau voru að þoma. Þegar þau voru vel þurr voru þau vafin í stranga og oft geymd í gamla eldhúsinu um hríð. Fyrir kom að þau voru breidd blaut á prik og hengd þannig upp í eldhús. Stórgripahúðir voru verkaðar á líkan hátt, nema aldrei geymdar í eld- húsi. Fyrir kom að þær voru hertar órakaðar, en þegar gera skyldi skó var hárið skafið af skæðunum hörðum með glerbroti. Gæruhnífar voru gerðir úr aflögðum ljá- blöðum, sem bakki var settur á og með tréskafti. Þeir voru ætíð dregnir á hverfistein og bitu vel. Þegar þeir voru ekki í notkun var þeim stungið undir bita í baðstofunni. Sauðskinnsskór voru venjulega bryddir og með hæl- þvengjum. Leðurskór voru hinsvegar aðeins verptir, en auk hælþvengjanna voru þeir með ristarþvengjum. Voru þeir dregnir þvert yfir skóna fyrir ofan tána og þræddir meðfram vörpunum aftur um miðja rist og hnýttir þar saman. Gerðu þeir í senn skóna stöðugri á fæti og vörn- uðu því að snjór og rusl kæmist ofan í þá. I þvengi og bryddingar var haft hið þynnsta úr skinnunum. Saumar voru á skónum að framan og aftan, tásaumur og hæl- saumur. Fór svipur og lag mjög eftir því hvemig þeir voru gerðir, svo og varpið. Mjög var það misjafnt hvernig skór litu út, og hversu þeir fóru á fæti. Fallegasta íslenska skó sá ég hjá mömmu og Ólöfu á Hlöðum. Annað lag var haft á saumum á leðurskóm en sauðskinnsskóm. Heyrði ég saumlagið á leðurskónum kallað skósaum. 1 spariskó var haft svart sauðskinn, voru þá bryddingar úr hvítu elti- skinni, og þvengir engir. Mjög voru leðurskómir ófull- kominn útbúnaður. Vatni héldu þeir illa. Skinnið skældist til þegar það blotnaði; í þurrkum hörðnuðu þeir hinsvegar svo að fæti, að þeir ollu fleiðrum og skókreppu, og einnig urðu þeir þá svo hálir, að illstætt var á þeim. Að sama skapi frusu þeir einnig að fætinum á vetrum. Til ferðalaga en einkum þó heima fyrir á vetmm voru oft notaðir skinnleistar. Voru þeir gerðir úr sauðskinni, og var þvengur í opinu, sem þeir voru dregnir saman með og voru þeir bundnir fyrir neðan hnéð. Utan yfir þeim voru hafðir leðurskór. Ekki var sá fótabúnaður beinlínis snoturlegur, en skinnleistarnir hlífðu allvel, einkum á vetrum, þegar snjór vildi fara ofan í skóna og bráðnaði síðan ofan í mann, þegar farið var inn í fjárhús. Hlífðu leistamir þá við bleytu, og höfuðþing máttu þeir kallast í troðningi í réttum, þegar blautt var og allt í svaði. Flest fólkið átti búðarskó, „danska skó“ eins og þeir voru kallaðir. Ekki áttu þó húsbændurnir slíka gripi, og ekki kom ég á þá fyrr en ég kom í skóla. Aldrei voru danskir skór notaðir nema við hátíðlegustu tækifæri, kirkjuferðir og þess háttar. Ein tvenn leðurvatnsstígvél voru til, og notuðu þeir feðgar þau til ferðalaga. Gúmmí- stígvél eignaðist ég og notaði þau stundum hversdagslega, þegar þurfti að standa í vatni. Slíkt þótti óþarfi og illa farið með aðkeyptan hlut. Sokkar voru allir tættir heima, voru þeir einlitir með sauðarlitum svartir eða mórauðir, eða stundum gráir úr samkembdri ull. Til spari voru þó oft hafðir litaðir, svartir sokkar. Slíkt þótti þó óþarfa tilhald. Bláum sokkum með hvítum brotum man ég ekki eftir heima, en sá gamla Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.