Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 20

Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 20
Akureyri fyrir aldamót. Ljósm. H. Schiöth. Takið éftir farmskipinu sem liggur á Pollinum. Eign Minjasafnsins áAkureyri. Sýslumaður fær því til leiðar komið að reynt skuli til þrautar um sættir í þessu máli og var honum „gefin full- makt“ til að koma þeim á. Hann heldur svo sáttafund 23, mars 1866 og þar náðist samkomulag um að bæjar- sjóður. greiði erfingjum „mad. sál. G. Thorarensen 150 rd. af fé Jóhanns Mohr, móti því að skuldabréf erfingj- anna að upphæð 263 rd. og 10 sk„ uppá Mohr sáluga, verði úr þessu eign Akureyrarkaupstaðar." Sættargerð þessi var svo staðfest á fundi bæjar- stjórnarinnar 31. mars 1866 og ávísun að upphæð 150 rbd. reidd af hendi á þessum sama fundi, en afgangur af arfahluta J. Mohr settur í sérstakan sjóð í vörslu bæjarstjórnar. Klemens Jónsson getur ekki Jó- hanns Jacobs Mohr að miklu, sem heldur er varla von, jafnmikill vand- ræðagripur sem hann reyndist sam- tímanum. Þó var það nú svo, og jaðrar við fullkomið harmskop, að arfur þessa manns bjargaði bæjarstjórn Akureyr- ar, og reyndar bæjarbúum öllum, frá þeirri skömm að kirkja bæjarins yrði boðin upp fyrir byggingar- og við- haldskostnaði. Rúmlega fjórum árum eftir dauða Mohrs eru þessi orð skráð í fundar- gerð bæjarstjórnar Akureyrar: „1. fundur 20. júní, fardagaárið 1870/71. — Miðvikudagurinn 29. þ.m. var ákveðinn til að jafna niður útsvörum. Af því umsjónamaður Ak- ureyrarkirkju ekki kvaðst geta lagt út 100 rd„ þá er fengnir höfðu verið að láni hjá Möðruvallarkirkju, þá þótti tiltækilegast að fá þá að láni hjá arfi Jóhanns sál. Mohr, en til þess að fá því framgengt, þótti nauðsynlegt að fá samþykki allra bæjarbúa og var því ákveðið að kveðja til fundar næst- komandi fimmtudag til þess að leita álits og samþykkis bæjarbúa um þetta.“ Almennur borgarafundur var svo haldinn út af máli þessu og þar var þessi málsmeðferð bæjarstjómar samþykkt einróma. Engin vitneskja liggur fyrir um það hvort nokkur fundarmanna hafi hugsað hlýtt til Jóhanns Jacobs Mohr fyrir að hafa forðað þeim frá auknum útsvarsálögum sem þeim fundust ærnar fyrir. Enn síður liggur vitneskja fyrir um það að nokkur fundarmanna hafi leitt hugann að því að eftir allt sem á und- an var gengið hafi þessi ólánssama niðurseta í raun og veru bjargað guðskristni á Akureyri frá annáls- verðri hneisu, ef guðshúsið sjálft hefði verið boðið upp hæstbjóðanda vegna skulda. Einu sinni enn sönnuðust hér orð hinnar helgu bókar að hinir síðustu urðu að lokum fyrstir. [37] Árferðislýsing blaðsins Norðra 1859 skrif- að af ritstjóranum Sveini Skúlasyni. — Úr blöðum Jóns Borgfirðings. Finnur Sig- mundsson bjó til prentunar, bls. 36-37 Rvík 1946. [38] Klemens Jónsson segir í Akureyrarsög- unni að Jóhann Jacob Mohr hafi „verið sendur heim á sveit sína um 1860“. (bls. 45). Fundargerðarbækur Hrafnagils- hrepps segja hann hafa komið síðsumars 1859. Og í úttektabókum Gudmanns- verslunar má sjá að hann byrjar að taka út í reikning G. Thorarensen á allra fyrstu dögum ársins 1860. Víða í bók Klemensar má sjá álíka ónákvæmni sem bendir til þess að hann hafi skrifað eftir minni fremur en handbærum gögnum sem hann þó áreiðanlega hefur haft aðgang að á meðan hann var bæjarfógeti á Akureyri og vitað um að til voru. Aðrar heimildir í þessum kafla eru ýmist tilgreindar í lesmáli eða stuðst er við fundargerðarbækur Hrafnagilshrepps og síðar bæjarstjómar Akureyrar sem og Ministerialbækur Hrafnagilshrepps 1713-1868. — Héraðsskjalasafnið á Akur- eyri og í Eyjafjarðarsýslu. Amtbókasafnið á Akureyri. Pi^amhald; 128 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.