Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 23
Frá Narvík. Séðyfir hluta bœjar og kirkjuna. voru þeir, sem kallaðir voru í herinn í Norður-Noregi dreifðir, leiðir langar og torsóttar. Því var hér í fjalla- skarðinu aðeins fámennt lið 12. apríl, en hermenn að brjótast suður á bóinn allt norðan frá Tromsö, með klyfjahesta í 2 metra djúpum snjó og hríð en vélknúnum tækjum varð ekki við komið, enda ekki mikið af þeim til. Þýsk Alpahersveit, leggur á brattann frá Bjerkvík á vél- knúnum tækjum, sem brjóta henni leið. Fangahúsið í víkinni höfðu þeir opnað og yfir 60 fanga ásamt nokkrum hermönnum, sem þeir höfðu náð, höfðu þeir sem brjóst- vörn og ráku á undan sér upp Gratangen. Er Þjóðverjar höfðu náð í efstu brekku réðust Norðmenn á þá og fyrsti Norðmaðurinn féll, 18 ára drengur. Orrustan var hörð, Þjóðverjar guldu afhroð, margir féllu og tæki ónýttust, og 36 norskir fangar lágu í valnum. Þjóðverjar hörfuðu aftur til Bjerkvík. Hér höfðu þeir tapað fyrstu orrustu í stríðinu, en Norðmenn voru of fámennir til að reka flóttann. Engin byggð var hér í nágrenni þá, og framundan var löng, köld nótt í norðanhríð og 2 metra snjó. Nóttin var öllum löng í skjóli kletta, með sára félaga. Hlé var á bardögum í nokkra daga, og liðsauki barst norðan úr Troms og öllum héruðum öðrum, svo að 23. apríl var komið saman í skarðinu all nokkurt lið, með 130 áburðarhesta. 24. apríl hefja svo Þjóðverjar sókn, bæði upp Gratangen og fjöllin beggja vegna dalsins, en þar átti að komast að baki Norðmönnum, en við því var séð. Orrustan var bæði löng og hörð. Barist var um hvem stein og hvem fjallstind en henni lauk með sigri Norðmanna. Þjóðverjar guldu enn mikið afhroð, margir þeirra féllu eða voru teknir til fanga og hergagnatap var mikið. Sigr- inum fylgdu Norðmenn nú eftir til Bjerkvík, og leifar þýsku sveitarinnar komst í skip. Þar með var Þjóðverjum lokuð leið landveg norður Noreg, uns Norðmenn gáfust upp 8. júní, er konungur flýði til Bretlands ásamt þeim hluta norska hersins, sem komið var úr landi. Þeir, sem eftir voru, hófu skæruhem- að, leyndust í skógum og fjöllum. Á vetrum geistust þeir á skíðum um fjöll og dali, enda var var þýskur maður hvergi óhultur um líf sitt í Noregi meðan á styrjöldinni stóð“. Ráðhúsið í Narvík og Frelsisstyttan á ráðhústorginu. Hrafn hefur lokið máli sínu, stór er hann og þéttvaxinn, harðleitur, skarpholda og hánorrænn yfiritum. Gamall bóndi réttir honum hönd, sem er þegin, á að vera vinar- kveðja frá íslandi. Ljúft og hlýtt bros líður um vanga þess norska liðsforingja, kveðjan var skilin. Staður þessi er kvaddur með þeirri vissu, að flestum þeim íslendingum, sem staddir voru við Lapphaugen 19. júní 1977, muni hann seint úr minni líða. Til næsta áfangastaðar er stutt. Efst í Gratangabrekk- unni, rétt neðan skarðsins, er nú risið sumarhótel og þar er miðdegisverðar neytt. Útsýni þaðan er ægifagurt, allt til Bjerkvík og rishárra vesturfjalla í blámóðu. Þeir eru undarlega hljóðir íslendingamir, líkt og einveru sé leitað, hér afsíðis á svölum hótelsins. Og virtust sumir leita þess liðna, er óvinahersveit braust hér upp þennan fagra dal, hulinn snjó, er litaðist blóði norskra fanga, sem hafðir voru að skildi þýska stórveldisins. En sameiginlegt borðhald hefst og stórmannlega er veitt. Að loknum hádegisverði er ekið niður Gratangen, sunnan Bjerkvík til Narvík, sem nær yfir 1.942 km2 með 19.600 íbúum. Nar er bátsnafn enda var hér smáfiskibær allt til 1883, er farið var að undirbúa jámbrautarlagningu til Svíþjóðar. Járnbraut var lögð 1902 og hefur síðan annast flutning á jámgrýti frá Svíþjóð, sem skipað er út í Nar-vík. Á síðasta ári var skipað þar út 23 milljón lestum. Jámnámur eru einnig Noregsmegin við landamærin, en þær voru ekki það járn-auðugar að það svaraði kostnaði að vinna þar, og var því hætt. Bílarnir eru stöðvaðir við ráðhústorgið. í nágrenni þess er stríðs-minjasafn, og þangað halda flestir ferðamenn. Það hefur að geyma flestar tegundir vopna og annan útbúnað, sem Norðmenn notuðu í síðasta stríði. Líkön eru þar af mönnum, allt frá hershöfðingja að óbreyttum hermanni, í einkennisbúningum með alvæpni og annan útbúnað. Deild er út úr aðalsafninu, hún sýnir náttstað norskra hermanna eins og hann var í fjöllunum. Þar liggja þeir undir steinum, með vopn sín og mal, en sumir vaka yfir dauðvona félögum. Þetta er átakanleg sjón, og svo raunveruleg að fólki rennur til rifja. Framhald. Heima er bezl 131

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.