Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 27
Þættinum hefur borist kærkomin sending frá „Akur- nesingi“ og er það ekki í fyrsta sinni sem hann sýnir slíka vinsemd sem auðvitað er þökkuð af alhug. Meðal þeirra ljóða sem þessi velvildarmaður sendi er eitt um hina vin- sælu bamakvikmyndastjörnu Shirley Temple sem ég man mjög vel eftir frá fyrstu bíódögum þegar aðgangurinn kostaði 25 aura. Þessir aurar voru þó talsverðir peningar í þá daga og stundum alls ekki auðvelt að krækja sér í þá ef mann langaði á barnasýningu. Textinn er eftir Snæbjörn Einarsson en lagið mun vera írskt þjóðlag. SHIRLEY VALSINN Þetta brosmilda barn, þessi blessaða vör hefur birt okkur æskunnar vor. Gegnum hávaða og þys berast yndisleg orð, sem óma við hvert okkar spor. Þessi sviphreina brá veitir síunga þrá eftir sumri og heillandi veig, og þann bikar sem lífsgleðin ber oss að vörum við bergjum í einum teig. Hún átti brúðu og bangsa og bað við þeirra sæng, og frá þeim aldrei flaug hún á frægðarinnar væng. En stærri vonir vakna. Þið vitið hvernig fór. Og barnsins sumir sakna, því Shirley er orðin stór. Meðal þeirra texta sem „Akurnesingur“ sendi er einn sem ég kannast ekki við og „sérfræðingar“ mínir raunar ekki heldur. Samt sem áður mun ég birta hann, því ef til vill vekur hann upp gamlar og góðar minningar hjá ein- hverjum lesanda. FANGASÖNGURINN þegar rökkvar við finnumst sem forðum og fylgjumst um kunnugan stig. Þar sem ástir og ævintýr hjala, en þó aðeins um þig eða mig. Margoft gengum við götuna leyndu í góðviðri um miðnæturstund. Tókum undir með líðandi lindum sem liðast um döggvota grund. Og í heiðmánans hálfbjarta ríki þar hvíslar um ástir og dyggð. Og í kossanna ljúfsælli leiðslu felst loforð um eilífa tryggð. Þegar rökkvar við finnumst sem forðum, þegar foldin er náttbjarma skreytt. Og þú hvíslar því aftur og aftur hvað ástin fær hjartanu veitt. Yfir höfin vill hugur minn sveima og heim til þín ljúfasta mær. Nú er sárast að sjá þig ei lengur, af söknuði hjarta mitt slær. Þó að hafdjúpið meini okkur munað, þú mannst samt þinn elskandi vin. Og ég veit að þú vendir heim aftur, þegar vorblærinn andar á hlyn. Þorsteinn Gíslason skáld og ritstjóri gerði marga fallega vísuna um vorkomuna. Enn einu sinni langar mig til þess að birta eitt af vorkvæðum hans. Mér segir svo hugur um að söngvísir geti sungið það undir laginu Fífilbrekka, gróin grund. Þó kann að vera til sérstakt lag við þetta ljóð, en ekki þekki ég það. VOR Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinn! Heilsar tindum himinn nýr, huldan, sem í fossi býr, gígjustreng af gleði knýr; grænkar meðan hlustar balinn. Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinn! Af sér hnjúkur hrímið þvær, horfir upp í bláa salinn. Neðar brekkan grænkar, grær, gulli sól í voginn slær. Fönnin grætur, fossinn hlær, fyllir kvæðum allan dalinn. Af sér hnjúkur hrímið þvær, horfir upp í bláa salinn. Yfir veg þinn, vorið nýtt, vaxa blóm í hverju spori. Allt sem fraus er aftur þítt, allt sem kól er vermt og hlýtt. Allt hið gamla 'er aftur nýtt, yngt og prýtt af sól og vori. Yfir veg þinn, vorið hlýtt, vaxa blóm í hverju spori. Himinhvelfing breið og blá, blásin út af sunnanvindi! Vonir mínar vængi fá. Víða hvelfing, stór og há! Upp um fjöll og út um sjá æskan hlær á báru og tindi. Himinhvelfing breið og blá, blásin út af sunnanvindi! Að lokum verður svo birt svæði eftir Jakob V. Hafstein sem sameinar það tvennt að vera vorkvæði og ástarkvæði, Heima erbezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.