Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 30
sem hann lagði til hliðar, þegar ekki þurfti þess með, þó að
hann kynni því starfi einnig vel.
Frúin bað þau að taka til matar síns, því þeim væri
líklega orðið mál á hressingu eftir ferðalagið og maturinn
væri líka með seinna móti. Þennan sunnudag var enginn
að flýta sér. Tvíburarnir voru í heimsókn á Áshamri og
kæmu sennilega seint heim. Þau skruppu þangað oft um
helgar.
Séra Halldór bað guð að blessa þeim matinn og varð
sem snöggvast prestslegur á svipinn, en hátíðleikinn hvarf
fljótlega og hann varð hrókur alls fagnaðar og kom fólk-
inu til að brosa og tala saman og bað það jafnframt að
gera matnum góð skil, sem það og gerði ósvikið.
Frúin sat á móti manni sínum við borðið og fröken
Valgerður við hlið hennar. Ranka og Dísa voru hálf-
feimnar við Valgerði, fannst hún svo fín og hefðarkonu-
leg. Aftur á móti voru þær ekkert feimnar við frúna, hún
var svo þægileg, en þó ákveðin í framkomu.
Þær sátu saman stöllurnar og borðuðu með bestu lyst.
Hannes sat við hliðina á Rönku. — Áttu heima langt
héðan? — spurði Ranka.
— Nei, það er stutt, sést vel heim héðan. Ég er ekki
lengi að skreppa heim, en má ekki vera að því fyrst um
sinn, hér er svo mikið að gera núna.
— Er margt í heimili hjá ykkur?
— Núna er það, já. Það er mamma, pabbi, amma mín
og svo bræður mínir tveir og ein systir. Já og Guðný
ömmusystir mín sem er hérna á sumrin.
— Eru þau fullorðin?
— Bræður mínir eru elstir, svo ég, en systir mín er að
verða tólf ára. Mamma mín er systir hans Kristjáns hérna.
Hún er ljósmóðir og er oft að heiman, kemur stundum við
héma ef hún fer framhjá á heimleiðinni.
— Hún hlýtur að vera dugleg, að fara út í hvaða veður
sem er á veturna.
— Já, hún er orðin vön þessu, búin að starfa svo mörg
ár, segist ekki hætta fyrr en hún geti ekki ferðast lengur.
Sigurbjörn sat næstur prestinum og sýndist kunna vel
við sig. Hann hafði orð á því, að sér þætti fagurt um að
litast í sveitinni, þó hún væri sennilega ennþá fallegri í
fullum sumarskrúða.
— Já, ansaði séra Halldór. — Það er víða fallegt á
landinu okkar, það á sér margar ásjónur og allar
athyglisverðar. Fer þetta eftir árstíðum, veðurfari og
fleiru. Þér fyndist líklega ekki fallegt hér í roki og rigningu
eða grenjandi stórhríð um háveturinn.
— Nei, ekki á meðan stórhríðin geysar, en þegar henni
slotar og allt er hulið hvítri fannbreiðu, er það líka fögur
sjón ekki síst ef sólin nær að skína, þá sindrar hjarnið eins
og það sé gulli og silfri stráð og fjallatindarnir glampa
tignarlegir í gullnu geislaflóði.
Séra Halldór brosir. — Þú hefur glöggt auga fyrir um-
hverfinu, dáir landið okkar. Það líkar mér vel.
— Ef mér væri gefin ein ósk til umráða, bætti prestur-
inn við, mundi ég óska að ég gæti ferðast um landið eitt
sumar, farið rólega og skoðað það og dvalist um stund á
þeim stöðum, sem mig langar til að sjá. En þeir eru býsna
margir. Hvergi held ég að ljótt sé á íslandi. Stórbrotin og
margbreytileg er náttúra þess, hvernig sem viðrar, hrika-
leg fegurð þess er óvenjuleg, bæði hrífandi og ógnandi, en
það á líka sína mýkt og töfra í og með. Sumardýrð þess er
óviðjafnanleg.
Séra Halldór hélt áfram. — Sólarlag hér við hin nyrstu
höf er oft svo dásamlegt, að því er ekki hægt að lýsa. Þá
getur gripið mann sú lotning, að maður gæti kropið auð-
mjúkur og þakkað guði fyrir að vera til. Hið kalda vetr-
arveldi á Iíka sína fegurð og dulúð. Stjörnubjört kvöld,
norðurljósadýrð og tunglskinstöfra. Allt þetta bætir upp
„lands vors helgrindahjarn“. Við dáum sólina, en við
megum ekki gleyma öðrum sem er okkur nær, enda
minnir hann á sig. Það er hann máni gamli, sem ýmist
sýnist fullur eða ófullur og allt þar á milli. Um hann kvað
eitt góðskáldið okkar: „Við töfratýrur tunglskinsglamp-
ans, gerst hefur margur glámskyggn“.
— Þetta hef ég heyrt, sagði Sigurbjörn. — Ætli mein-
ingin sé ekki sú hjá skáldinu, að tunglskinstöfrageislar villi
svo um fyrir fólki, að það sjái ekki hlutina í réttu ljósi og
láti á stundum leiðast afvega?
— Jú, þannig skil ég það. Sennilega á máninn marga
sök. Með töfrum sínum býr hann okkur seið. En hann
hefur þær málsbætur, að seiður á oft rétt á sér og mörgum
manninum hefur hann lýst veginn heim. Nú erum við víst
farnir að verða leiðinlega skáldlegir og rómantískir, segir
séra Halldór og kímir.
Hann lítur til konu sinnar, sem brosir og það er við-
kvæmni og hlýja í augum hennar. Kannske minnist hún
þeirra daga er blóðið var heitt og hjartað ungt og henni
fannst lífið draumi líkast er hún kynntist ungum manni
síðla hausts í Reykjavík. Það var ekki svo mjög langt
síðan. Töfrar draumsins urðu að veruleika. Árin hafa liðið
og margt gerst síðan. Hér eru þau nú, hann og hún, sem
hafa átt hvort annað frá fyrstu stund. Það var seiður æsku
og ástar, lífsins sjálfs.
Herborg minnist þess unnþá hve henni fundust þessi
liðnu haustkvöld yndisleg. Aldrei var mánaljósið fegurra
né stjörnurnar skærari en þá. Allt er fagurt í augum þess
sem elskar, en aðeins ef seiðurinn á rétt á sér. Halldór veit
hvað hann er að segja. Ég er nú einstöku sinnum svolítið
rómantísk líka, þrátt fyrir allt. hugsar hún.
Rönku varð litið til Sigurbjörns. Henni geðjaðist vel að
framkomu hans og viðmóti. Hann var stillilegur án þess
þó að vera rolulegur eða feiminn. Einhvernveginn bar
hann það með sér að þar færi góður drengur. Honum varð
einu sinni litið á hana og tók hann þá eftir að hún starði
rannsakandi á hann og datt í hug að eitthvað athugavert
væri við sig og þá sennilega af verra taginu. Honum létti,
þegar hún brosti til hans, það var eins og sólskinsgeisli liði
um andlit hennar, svo bjart þótti honum það verða. Sig-
urbirni þótti Dísa laglegri, en geðjaðist þó betur að
Rönku.
Dísa var hin rólegasta að sjá, en Ranka fann að henni
var órótt, hún var á einlægu iði og talaði ekki mikið og
virtist alveg búin að missa lystina. Hún var ábyggilega að
brjóta heilann um eitthvað sem komið hafði henni úr
138 Heima er bezl