Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 2
Svífur að haustið Haustið er komið, með hinum venju- legu ummerkjum náttúrunnar. Veðrið kólnar, nóttin lengist, trjálaufið lit- verpist og fellur, grösin sölna, og fyrr en varir er landið hulið snjó. Þetta eru hin síendurteknu haustmerki hér við ysta haf. Þjóðlífið sjálft tekur einnig hefð- bundnum breytingum með haustdög- um. Að vísu þó minni nú en áður var, en fyrrum mátti segja, að þjóðin iegðist að nokkru leyti í vetrarhíði á haustnóttum. Sumarið var bjarg- ræðistíminn, þegar allar hendur kepptust við að búast undir veturinn, þá var hvorki talað um langan vinnu- tíma né þrælkun, þá varð að afla þess, sem með þurfti til að skrimta af vet- urinn, og slíkt var fullerfitt tækjalítilli þjóð. Þeir, sem teknir eru að eldast, og jafnvel hinir yngri líka, muna þá tíma þegar kalla mátti, að atvinnulíf legðist í dá yfir veturinn. Allur þorri manna gekk atvinnulaus mikinn hluta vetr- arins og þótti ekki umtalsvert. Því var tekið sem sjálfsögðu böli líkt og afla- tregðu eða óþurrkum. Og ekkert var gert til að hamla gegn slíkum vand- ræðum, nema þegar bæja- og sveita- stjórnir pírðu einhverju smávegis í þá allra bágstöddustu, en með eftirsjá þó. Þá voru engir atvinnuleysisstyrkir, enginn stuðningur hins opinbera við atvinnutækin. Hver varð að bjarga sér sem best hann gat. Það var því engin furða, þótt mörgum þyngdi í skapi, þegar haustmyrkrið færðist yfir, og þá ekki síst, ef sumarið hafði verið naumt í útlátum, heyfengur bóndans rýr, afli sjómannsins lítill, og atvinna verka- mannsins stopul og pyngjan því létt. Ef til vill má segja að enn setji að oss nokkurn ugg þegar veturinn nálgast, en sem betur fer er sá uggur að nokkru leyti arfur kynslóðanna og endur- minning þeirra, sem muna liðinn tíma. En óttinn er hverfandi hjá því sem áður var, og oft tilefnislaus eða lítill. En hverju má þakka slíka gjör- breytingu? Svarið er miklu marg- slungnara, en það verði rakið í stuttu máli. Til þess að losa oss undan nánari skilgreiningu segjum vér ef til aðeins, að þetta sé þróun þjóðfélagsins, sem er að vísu rétt svo langt sem það nær. En sú þróun á að vísu upptök sín úti í löndum. Vér höfum aðeins fylgt straumi tímans eftir því sem föng voru á, en þó komist lengra á sumum svið- um, þótt vér séum eftirbátar á öðrum. Þegar vér bölsótumst út í kerfið, þá megum vér ekki gleyma því, að kerfið með öllum sínum göllum, og neita ég því síst, að þeir eiu margir, á allt um það drjúgan þátt í að vér getum horft fram til vetrarins með öðrum huga en fyrr, þar er komin von en ekki von- leysi. Veturinn er ekki lengur hinn dauði tími, þar sem nær allri orku einstaklingsins er beitt til þess eins að reyna að hjara á því, sem liðið sumar veitti honum, og alltaf er skorturinn við húsdyrnar. Veturinn er líkt og sumarið orðinn athafnatími, þótt með öðrum hætti sé í sumum atvinnu- greinum, allt um myrkur og óblíð veðrakjör. Það sem hefir valdið þess- ari breytingu eða réttara sagt byltingu er aukin tækni og kunnátta. Tæknin og meðferð hennar hefir breytt þjóð- félagi voru að verulegu leyti í iðnvætt þjóðfélag, þar sem unnið er jafnt allt árið, ef allt fer að líkum. Mér verður hugsað til þess, sem hinn ágæti maður Jón Eiríksson skrifaði um viðreisn og framfarir Islands fyrir meira en tveimur öldum. Eftir að hann lýsir eymdarástandi þjóðarinnar, kemst hann að þeirri niðurstöðu að van- þekking og skortur á verkkunnáttu væri íslenzku þjóðinni versti fjöturinn um fót, og án þess að öðlast verk- kunnáttu og iðnað, eins og honum var þá farið, gæti þjóðin aldrei rétt úr kútnum. Sagan hefir sýnt að Jón sá þar lengra fram í tímann en bæði samtíðarmenn hans og ýmsir síðar gerðu. Án þess að tileinka oss tæknina stæðum vér enn á miðaldastigi og því ekki háu. En tæknin er ekki almáttug. Henni verður að stýra, og þar kemur mannshöndin og mannshugurinn til hjálpar. Frumstæðu þjóðfélagi verður ekki breytt í háþróað tæknisamfélag án átaka og jafnvel sársauka. Engar umbætur fást án erfiðis og fórna. Slíkt hefir gerst meðal vor, vér höfum glat- að ýmsu, sem missa var í, en hver vildi samt skipta á samfélagi voru eins og það er nú, við þjóðfélag liðinna alda, eða jafnvel mætti segja liðinnar aldar. Og þótt vér formælum kerfinu hljót- um vér samt að játa, að það er betra en óskapnaðurinn. Og þótt margt hafi breyst, stöndum vér enn andspænis breytingum og jafnvel atvinnubylt- ingu fyrr en varir. Daglega kveður í eyrum vorum söngurinn um efnahagsvandann. Og vér vitum, að þar er vandi á ferðum. Hvarvetna heyrum vér um samdrátt og ótta um aðsteðjandi atvinnuleysi. Fólkinu fjölgar örar en atvinnuveg- irnir geta tekið á móti því, nema eitt- hvað nýtt komi til. Nauðsyn hefir knúið til að takmarka framleiðslu landbúnaðarins. Draga verður úr sókninni í sjávaraflann, ef fiskimið vor eiga ekki að verða auð og einskis nýt fyrr en varir. Og vér hljótum að sjá, að nú þegar vinnur alltof mikill hluti þjóðarinnar að óarðbærum þjónustustörfum, og ef til vill er þess ekki langt að bíða að framleiðslu- greinarnar fái ekki risið undir öllu því bákni, á ég þar ekki aðeins við al- menna þjónustu, heldur hverskonar skemmtiiðnað og jafnvel hinar marg- lofuðu listir. Sú atvinnugrein, sem vér hljótum því að setja traust vort á er iðnaðurinn. Eins og fyrir tveimur öldum verður að kalla hann til hjálp- ar. Og öll rök hníga í þá átt að vér hljótum að halla oss að stóriðju í rík- um mæli. Vér eigum enn nær ótæm- Framhald á bls. 300. 274 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.