Heima er bezt - 01.09.1981, Page 7

Heima er bezt - 01.09.1981, Page 7
Eins og Krókurinn var í uppvexti Ottós, séð til bœjarins með Tindastól í baksýn. Hús foreldra Ottós, þar sem allur barnahópurinn fœddist og ólst upp. „Á haustin og veturna var oft lítið að gera á Króknum. Þá söfnuðust ýmsir bæjarbúar í verslunina hjá pabba. Þar voru rædd málefni líðandi stundar. landsins gagn og nauðsynjar. Ég man eftir því að hann hvatti menn til sam- eiginlegrar útgerðar í bænum, slíkt væri tilvalið fyrir unga menn, sem væru oft atvinnulausir mest allan veturinn. Ég held að áeggjan föður míns til manna um að kaupa í sam- einingu skip og hefja útgerð hafi verið grundvöllurinn að því að Skagfirðingur var keyptur. Hann var gerður út sem síldarskip, en þetta skip kom á óheppilegum tíma, síld- veiðar brugðust og útgerðin stóð ekki undir sér. Úttektir fyrir skipið voru að verulegu leyti á ábyrgð pabba og var hann orðinn stórskuldugur fyrir vikið. Að því kom, að skipið var selt, allir fengu sitt og enginn tapaði neinu.“ — Reyndist ekki faðir þinn vinsæll á Sauðárkróki? „Jú, það held ég megi segja. Fólk hafði mjög gaman að dönskuskotinni íslensku hans og voru sagðar margar sögur því tengdar. Þessar sögur voru allar færðar í stílinn. enda margir góðir sagnamenn í Skagafirði, sem hafa séð til þess að sumar af sögunum lifa enn í dag. Ég man til dæmis eftir því að pabbi auglýsti eitt sinn kjöt, sem hann hafði til sölu. Hann fékk Eyþór Stefánsson tón- skáld til þess að ganga frá texta auglýsingarinnar og jafn- framt skrautritaði Eyþór auglýsinguna og er því enginn vafi á því að hún var á góðri íslensku. Þessi auglýsing var hengd „Hinn mikli veiðimaður“gœti þessi mynd heitið, en hún er af góðvini Ottós, Pálma P. Sighvats á Sauðárkróki. upp á töfluna, sem illu heilli er nú farin af okkar gamla skólahúsi á Króknum, þar sem nú stendur aðeins eftir fúastykki. En í meðferð gárunganna segir sagan að texti auglýsingarinnar frá Michelsen hafi hljóðað svo: .Nauta- kjöt af ungum kvíga fæst hjá undirritaðann‘.“ — Fórst þú einhvern tíma í sveit? „Þegar ég var sjö ára var ég sendur í sveit til þess að létta á fóðrunum heima. Þá fór ég fram í Blönduhlíð og var þar í fjögur og hálft ár samfleytt. Þar var ég í farskóla einn mánuð fyrir áramót og annan eftir áramót. Fullnaðarpróf tók ég svo úti á Krók eftir einn vetur í skólanum þar. Með þessu var mín skólaganga búin, svo að þú sérð, að ég hef ekki íþyngt íslenska menntakerfinu.“ — Hvað fórstu að gera eftir þetta? „Á sumrin var ég alltaf í vegavinnu uppi á Öxnadals- heiði. Við fórum frameftir strax og snjóa leysti og komum ekki aftur heim fyrr en fór að snjóa að nýju. Vegavinnu- svæðið, sem flokkurinn okkar tilheyrði náði frá sýslu- mörkum á Vatnsskarði að sýslumörkum á Öxnadalsheiði. Verkstjóri þessa svæðis var Rögnvaldur Jónsson, kenndur við Fremri-Kot, drífandi maður og frábærlega dyggur þjónn sínum húsbændum. Það er svo merkilegt með þetta líf, hvað maður hittir marga góða og gagnmerka menn, sem hafa mótandi áhrif á mann. Meðal þeirra mætti nefna Jón og Stefán á Hösk- Heima er bezt 279

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.