Heima er bezt - 01.09.1981, Page 8
uldsstöðum. Jón var á þessum árum náinn vinur minn og
ég varð fyrir gífurlegum uppeldislegum áhrifum frá hon-
um, ekki síst í gegnum samræður okkar um heima og
geima. hann talaði við mig eins og fullorðinn mann og
glæddi meðal annars með mér kennd til náttúrunnar, lífs-
ins og sögunnar. Ég hef hitt í lífinu marga alþýðumenn sem
hafa bætt mér upp litla skólagöngu. Þarna í vegavinnunni
kynntist ég líka Brodda Jóhannessyni, síðar skólastjóra
Kennaraskólans, en þá var hann í sumarvinnu, en var
annars í námi úti í Þýskalandi. Meðal íslensku þjóðarinnar
er mikið af elskulegu og fjölfróðu fólki, sem lætur sér fátt
óviðkomandi. Mér finnst að fólk úti á landsbyggðinni sé
nær landinu og hafi dýpri skilning á því heldur en við
getum nokkurn tíma haft hér í önninni syðra. Það byggir
meira á fortíðinni og hugsar meira um framtíðina.“
— Margar æskuminningar áttu. Getur þú sagt mér frá
fleirum?
„Það var eitt sinn 1. maí að ég var að setja niður kartöfl-
ur, sem var óvenjulega snemmt, og það gekk kröfuganga
framhjá. Ég hef sennilega verið tólf ára. Þá strengdi ég þess
►
Ottó sunnan undir húsi foreldra sinna í september 1938,
áður en hann fór til Þýskalands.
heit að ég skyldi fyrst og fremst gera kröfur til sjálfs mín,
fremur en að gera kröfur til annarra. Ég vona að ég hafi
staðið við þetta, þó með þeim undantekningum að ég er
húsbóndi margra manna og ég dreg enga dul á það, að ég
geri miklar kröfur til iðni og starfshæfni. Ég er raunar viss
um að það er öllum fyrir bestu, því það kemur ekkert af
sjálfu sér, það verður að vinna fyrir öllu.“
— Telurðu að menn eigi að njóta vinnunnar?
„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að í vinnunni ætti
að felast gleði, en þessa afstöðu finnst mér verið að rífa
niður hin síðari ár. Ég tel, það mestu dásemd, sem hægt er
að hugsa sér, að vera frískur og geta unnið, — lagt eitthvað
að mörkum til þjóðarbúsins.
Nú er rekinn mikill áróður fyrir þvi, að menn eigi að
vinna sem minnst. Slíkur áróður minnir mig helst á ástr-
alska tækið búmerang, sem kastast sjálfkrafa til baka aftur,
þegar því er hent. Sama verður með þennan áróður, hann
mun hitta okkur aftur.
Kúgunin, sem áður var við lýði, þekkist ekki lengur.
Aftur á móti vantar nú jafnvægi á vinnumarkaðinn, það
þarf að skapa meiri samstöðu launþega og atvinnurekenda.
Og svo er nauðsynlegt að vinna ötullega gegn þeim áróðri,
að vinnan geti ekki verið gleðigjafi, því að slíkar fullyrð-
ingar eru alrangar.“
— Hvað olli því, að þú fórst til Þýskalands til náms?
„Það var tilviljun eins og svo margt annað. Ég fór árið
1938 til að læra viðgerðir á skrifstofuvélum. Eitthvað þurfti
ég að leggja fyrir mig; ég var búinn að líta í kring um mig
varðandi einhverja iðngrein, en allt var lokað á þessum
árum, ekki síst fyrir pilt norðan úr landi. Vinur minn Har-
aldur Júliusson hitti heildsala í Reykjavík, Egil Guttorms-
son, sem vantaði nema til að fara til Þýskalands til að læra
viðgerðir á skrifstofuvélum. Þá var ekki nema einn maður í
landinu sem annaðist þetta og komst ekki yfir það. Har-
aldur sagðist vita um efnilegan mann í þetta og hugsaði þá
til mín. Þetta komst á og ég fór.“
— Var það ekki erfið ákvörðun að fara til Þýskalands?
„Nei ekki get ég sagt það, því áhuginn var svo mikill að
læra eitthvað að hann var öllu öðru yfirsterkari. Ég var
auðvitað mállaus með öllu, kunni ekkert í þýsku, nema
hvað ég hafði verið i átta tímum hjá Ole Bang, lyfsala á
Sauðárkróki, og ágætum vini mínum.
Þegar ég fór út var ég með 38 mörk i vasanum og svolítið
af frímerkjum. Þegar ég var búinn að kaupa farmiðana frá
Hamborg til þess staðar sem ég átti að fara, sem var langt
inn í landi (tilheyrir Austur-Þýskalandi núna), átti ég eftir
eitt mark. Þá stóð ég með þrjá miða á brautarstöðinni. Þá
hafði Björn Kristjánsson, annar Skagfirðingur, útbúið fyrir
mig. Á þeim fyrsta stóð: „Gjörið svo vel að setja mig upp í
lest sem á að fara til...“. Ég afhenti þennan miða á lest-
arstöðinni og komst upp í rétta lest. Á næsta miða stóð:
„Gjörið svo vel að segja mér hvenær ég á að skipta um
lest“. Og loks stóð á þriðja miðanum: „Gjörið svo vel að
segja mér hvar ég á að fara úr lestinni“. Ég komst á leiðar-
enda og þá vildi mér það til happs, að lestarþjónninn fór
einnig úr lestinni á sömu stöð og fylgdi mér til hótels. Ég
sýndi hótelstjóranum þetta eina mark sem ég átti og reyndi
280 Heimaerbezt