Heima er bezt - 01.09.1981, Side 10
— Til hvaða verkefna voru fyrstu skýrsluvélarnar
keyptar?
„Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að nota ísland til töl-
fræðilegra rannsókna á berklaveiki, sem hægt yrði síðan að
leggja til grundvallar hliðstæðum rannsóknum annars
staðar í heiminum. Hér voru öll skilyrði fyrir hendi, mjög
gott manntal, góð læknisþjónusta og lítið einangrað þjóð-
félag.
Fyrstu skýrsluvélarnar voru keyptar með þetta verkefni í
huga, en þegar öllum undirbúningsathugunum lauk, kom í
ljós, að íslendingar höfðu sigrast á berklaveikinni. Verk-
efnið sem slíkt var þá nánast úr sögunni, en skýrsluvélarnar
voru komnar til landsins og byrjað að vinna við þær. Þar
var um að ræða ýmis verkefni, sem sýndu að þörf var fyrir
slíkan tækjabúnað hér á landi, svo að vélarnar fóru ekki úr
landi, en kostnaðurinn við kaup á þeim hafði skipst til
helminga á milli Sameinuðu þjóðanna og Islendinga.
Meðal þeirra fyrirtækja, sem notfærðu sér þessa tækni í
upphafi voru Rafmagnsveita Reykjavíkur og Samvinnu-
tryggingar-
I samanburði við þær tölvur, sem nú eru í notkun, voru
þessar skýrsluvélar ekki mikils megnugar. Tækninni á
þessu sviði hefur skilað svo áfram að með ólíkindum er og
það er ekki að ósekju talað um byltingu í því sambandi.“
— En þú lagðir grundvöllinn að þínum rekstri með
stofnun Skrifstofuvéla h.f., var það ekki?
„Jú, það er rétt. Ég stofnaði það fyrirtæki, þegar ég kom
heim eftir dvölina í Þýskalandi og Danmörku, sem ég sagði
frá áðan, annaðist sölu skrifstofuvéla og viðgerðir á þeim.
Skrifstofuvélar höfðu meðal annars umboð fyrir skrif-
stofutækjabúnað frá stórfyrirtækinu IBM, International
Business Machines, og sáu um alla þjónustu í sambandi við
IBM-vélar hér á landi.
Það var svo árið 1967 að IBM-fyrirtækið keypti þá deild í
Skrifstofuvélum h.f., sem hafði annast sölu og viðhald
skýrsluvéla þeirra hér á landi. Þá var útibú þessa alþjóða-
fyrirtækis, IBM á Islandi, stofnað og ég ráðinn forstjóri þess.
Þegar þetta gerðist voru starfsmenn Skrifstofuvéla h.f. 32.
Helmingur þeirra eða 16 urðu eftir í fyrirtækinu, en hinir 16
urðu starfsmenn IBM á íslandi. Nú eru starfsmenn Skrif-
stofuvéla milli 40 og 50, en hjá IBM á Islandi vinna milli 60
og 70 manns. Þess má geta, að Skrifstofuvélar h.f. hafa enn
Verkstæðismynd frá Laugavegi 11, en þar vorit Skrifstofuvélar til húsa frá 1950. þar til að þar brann átrið 1963 i mai. Ottó
bjó þá í herbergi inn af verkstœðinu.
282 Heima er he:i