Heima er bezt - 01.09.1981, Page 11
A myndinni eru ásamt Ottó f.v. Jón Óttar Ólafsson i stjórn Skrifstofuvéla frá fyrstu tíð, Lúðvík Andreasson, sölustjóri og
Sigurður Gunnarsson, sem verið hefur forstjóri frá 1967. Vélin á myndinni er af fyrstu sjálfritandi ritvél sem flutt var til
landsins. Ein af mörgum tilraunum Ottós til að bœta verkmenntun í landinu, en þessi tilraun er fyrst núna 10 árum síðar að
byrja að bera ávöxt.
umboð fyrir þær framleiðsluvörur IBM, sem snerta skrif-
stofutækni svo sem ritvélar og því um líkt, en allt sem
tengist skýrsluvélum og tölvum er að finna á starfsvettvangi
IBM á íslandi."
— Telurðu að með þessari skiptingu hafi verið stigið
spor í rétta átt á sínum tíma?
„Já, tvímælalaust. Það hefur komið í ljós, að slíkt fyrir-
komulag er miklu heppilegra fyrir íslenska markaðinn, en
gamla fyrirkomulagið. Það að IBM annast sjálft allan
rekstur í sambandi við skýrsluvélarnar hér á landi hefur
gert okkur kleift að fylgjast með tækninni mun betur en
annars hefði verið mögulegt. íslenskt fyrirtæki hefði ekki
haft bolmagn fjárhagslega til þess að nýta sér öra þróun í
þessum efnum. En með þessu móti er kostnaðurinn við það
greiddur úr sameiginlegum sjóðum IBM og dótturfyrirtæki
á litlum markaði eins og þeim íslenska er ekki látið dragast
afturúr tæknilega, þótt hlutfallslega sé miklu dýrara að láta
okkur njóta nýrrar tækniþróunar en dótturfyrirtækin í
stóru löndunum.“
— Þú ert sem sagt íslenskur forstjóri útlends fyrirtækis á
íslandi?
„Það má til sanns vegar færa, og ég kann því vel. í reynd
finnst mér þetta vera mitt eigið fyrirræki og ég legg áherslu
á að fyrirtækið geri íslensku þjóðinni gagn. Hér fæst ég við
heillandi verkefni, og þótt álagið sé oft mikið vegur starfs-
gleðin upp á móti því. Það er ánægjulegt að geta veitt öllum
þessum starfsmönnum góða vinnu og taka þátt í daglegum
viðfangsefnum þeirra og vera eins konar trúnaðarvinur
þeirra.“
— Er þér sem forstjóra þröngur stakkur skorinn af hálfu
aðalstjórnenda IBM?
„Það má segja, að mér sé fyrst og fremst skorinn sá
stakkur, sem ég kann við mig í. Það skal viðurkennt, að þær
starfsreglur, sem húsbændur okkar setja eru strangar, en
þær eru umfram allt heiðarlegar. Ég get því á hverju kvöldi
farið heim fullviss um að við hjá IBM höfum gert allt rétt,
allir starfsmenn hafi gert sitt besta og komið heiðarlega
fram af hálfu fyrirtækisins gagnvart öllum viðskiptavinum
okkar, hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Öllum við-
skiptavinum IBM er gert jafnhátt undir höfði og hjá fyrir-
tækinu er ekki síður lögð áhersla á heiðarleika gagnvart
keppinautunum.“
Ottó hefur sinnt félagsmálum mjög mikið og sérstaklega
hefur kirkjan fengið að njóta krafta hans. Hann segist hafa
mikinn áhuga á trúmálum, og sama er að segja um konu
hans, Gyðu, dóttur Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á
Sauðárkróki. Jón hefur verið talinn einhver dyggasti þjónn
kirkjunnar í leikmannastétt, sem um getur, og því ekki
óeðlilegt að dóttir hans hafi áhuga á þessum málum. Ottó
Heimaerbezt 283