Heima er bezt - 01.09.1981, Side 12
hefur verið í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá upp-
hafi og er núna formaður stjórnarinnar, þá er hann for-
maður kirkjubyggingasjóðs Reykjavíkurborgar. Hann hef-
ur verið safnaðarfulltrúi í Bústaðasókn í fjölda ára og var
einnigformaðurkirkjubyggingarnefndarsömukirkju. Þrátt
fyrir þessa upptalningu er margt ótalið og skal hér látið
staðar numið í því efni. Það skal aðeins sagt, að með ólík-
indum er hve víða spor Ottós liggja í félagsmálum. Ég
spurði hann hvers vegna hann starfaði svo mikið fyrir
kirkjuna.
„A vegum kirkjunnar eru ótal verkefni, sem þarf að
sinna. Á stærstu stundum lífs okkar viljum við geta verið í
veglegum kirkjubyggingum svo að dæmi sé nefnt. Ein-
hverjir verða að sjá um að koma þessum húsum upp. Þó svo
að kirkjan okkar heiti þjóðkirkja verða einstaklingarnir að
standa undir öllu starfi hennar, og því meira sem félags-
starfið er innan kirkjunnar, þeim mun sterkari verður
kirkjan meðal þjóðarinnar.
Annars býst ég við, að kirkjan hafi svo mikil ítök í mér og
ég tengsl við hana, vegna þess að ég er sannfærður um að
siðgæðis- og kærleikskenning kristinnar trúar, sé besti
grundvöllur, sem ein þjóð getur byggt á.“
Við Ottó hófum samtalið á því að spjalla um Sauðárkrók
og því best að enda þar einnig. Hann hefur endurnýjað
tengsl sín við æskustöðvarnar með því að kaupa sér hús á
Sauðárkróki og þar ver hann öllum sínum sumarleyfum.
Segist aldrei eyða þeim í sólarlandaferðir. Gyða kona hans
er einnig frá Sauðárkróki þannig að bæði eiga þau rætur
sínar í bænum og gamla vini.
Um Skagafjörð farast Ottó svo orð: „Það er svo undar-
legt að þó ég sé búinn að ferðast víða um heiminn þá hef ég
aldrei nokkurs staðar orðið eins gagntekinn af fegurð eins
Fjölskylda Ottós
1964: GyöaJóns-
dóttir, Óttar,
Helga, Kjartan og
Geirlaug.
og í Skagafirði. Ég hef aldrei getað slitið þær taugar sem ég
á til Skagafjarðar og alltaf langar mig norður og alltaf fæ ég
endurnæringu af því einu að koma og vera fyrir norðan og
hitta þar alla mína tryggu vini, sem ég hef átt frá barnæsku.
Manni er tekið fagnandi, já Skagfirðingar eru góðir menn
og glaðir. Ég held að þeir kunni að lifa lífinu lifandi og
betur heldur en ýmsir aðrir íslendingar. Það er sagt að
Skagfirðingar séu ekki miklir búmenn, en þeir eru þó eins
bjargálna og aðrir þegnar þjóðfélagsins og hafa það fram-
yfir að njóta lífsins meira.
Skagfirðingar hafa átt marga afburðamenn í listum.
Leikfélagið er einnig frægt um allt land og þá ekki síður
Sæluvikan. Allt þetta er í stöðugri breytingu og finnst sum-
um af eldri kynslóðinni að allt sé í afturför, en lífið er nú
einu sinni þannig að það sem var kemur aldrei aftur. Þegar
þeir, sem nú eru ungir, hugsa seinna meir til þeirrar Sælu- j
viku, sem þeir lifa í dag, þá verður hún sú eina og sanna.
Það góða við Skagfirðinga er að þeir velta sér ekki upp úr j
vandamálunum. Annað hvort leysa þeir þau eða lifa með
þeim ókvartsárir.“
Það er dálítið skrítið að sitja í háhýsi í Reykjavík og ræða
við Ottó um gamla Sauðárkrók. Það er hreint ótrúlegt
hversu sterkar taugar hann ber til heimabyggðar sinnar, og j
hve vandlega hann gætir þess að missa ekki tengslin við
staðinn og fólkið.
Þegar hann kemur norður er honum fagnað eins og
heimamanni eftir langt ferðalag. Sauðárkrókur hefur notið
þess ríkulega og með ýmsum hætti að eiga Ottó A.
Michelsen að, strákinn sem byrjaði að veita athafnaþrá
sinni útrás í því að smíða kassabíla og skíði í líkhúsinu á
Sauðárkróki, þar sem myrkfælnin varð að láta undan at-
hafnaþránni.
284 Heimaerbezt