Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 13
HANNES PETURSSON tók saman Fáeinar vísur Sigurðar í Garðshomi 1. rskot utan við tignarbólið Hof á Höfða- | | strönd stóð nokkuð fram á þessa öld lítið býli sem hét Garðshorn. Það lagðist í eyði 1932, og hafði þá húsmennskufólk haft þar að- setur nokkur síðustu árin. Nú er sléttur töðu- völlur þar sem bæjarhúsin stóðu, og jörðin verið sameinuð Hofi. Eftir því sem rakið verður, þ.e. aftur til 1800, sátu sömu búendur aldrei nema stutt í Garðs- horni — allir nema tveir, sem héldust við á kot- inu jafn lengi báðir tveir, 32 ár. Annar þeirra hét Sigurður Stefánsson. Hann bjó í Garðshorni frá 1869 til dauðadags 1901 og ekkja hans, Guð- björg Pétursdóttir, áfram til næsta vors. Þau eignuðust barnaskara og höfðu mjög þröngan hag, því jörðin var kostasmá. Bæði voru þau hjónin bændaættar af Höfðaströnd, Sigurður fæddur að Nýlendi 1833, Guðbjörg að Höfða 1841. Þau gengu í hjúskap 1866 og bjuggu eitt ár að Stóru-Brekku á Höfðaströnd, áður en þau fluttust að Garðshorni. Sigurður Stefánsson var ávallt kenndur við bæ sinn, eins og tíðkaðist, og þeir Skagfirðingar voru margir á seinni hluta 19. aldar og fram eftir þessari öld sem könnuðust við Sigurð í Garðs- horni, því vísur eftir hann urðu fleygar um sveitir. Jónas Jónasson frá Hofdölum hafði af Sigurði sagnir samtíðarmanna og lýsir honum þannig í óprentaðri uppskrift: „Sigurður var hár maður vexti, en ekki að sama skapi þrekinn, varð því snemma lotinn í herðum, bæði af eilífum þrældómi á sjó og landi og áhyggjum út af efnalegri afkomu sinni, því fátækur var hann alla tíð og skorturinn oftast á næstu grösum. Kotið var rýrt, en munnarnir margir....“ Foreldrar Sigurðar hétu Stefán Þorbergsson og Guðrún Eiríksdóttir. Þau bjuggu lengst á jörðum út að austan. Til er vísa um Stefán eftir Ólaf Þorkelsson, kunnan vísnasmið í Háagerði á Höfðaströnd, Hofshjáleigu sem nú er afmáð eins og Garðshorn. Tildrög vísunnar voru þau, að Ólafur sá Stefán ganga að slætti. Hann hafði mikið hár „og sló því aftur af hvirflinum og batt um“: Skárar meira hinum hann. Hárið reyrir borðum. Smára-geirinn hvetja kann. Knár í fleiru’ en orðum. Heimaerbezt 285

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.