Heima er bezt - 01.09.1981, Side 16

Heima er bezt - 01.09.1981, Side 16
r" „Þetta örstutta orðtak, þessi þrjú orð, heim að Hólum, lýsa betur en löng ræða hvers konar sess staðurinn skipaði í huga og hjarta fólksins.“ Grein og myndir: GUÐBRANDUR MAGNÚSSON Sunnudaginn 16. ágúst var haldin svokölluð Hólahátíð að Hólum í Hjaltadal. Slík hátíð hefur verið haldin undanfarna áratugi, en upphaf þessara hátíðahalda má rekja til þess er verið var að safna fé til byggingar tumsins, sem setur svo einkennandi svip á Hólastað og byggður var til minningar um Jón Arason biskup. Hólahátíðir þær sem nú eru haldnar eru fyrir forgöngu Hólafélagsins, en það var stofnað árið 1964. Verkefni félagsins er annars að vinna að eflingu Hólastaðar á bæði kirkjulega og ver- aldlega vísu. Höfuðáherslan hefur verið lögð á baráttuna fyrir endur- reisn biskupsstóls á staðnum, en þar sat síðast biskup árið 1798. Hólafélagið hefur alla tíð barist fyrir því að stofnaður verði skóli á Hólum með kristilegu ívafi og var fyrst í stað rætt um stofnun lýðhá- skóla. Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðramóti stofnaði sjóð í því skyni árið 1969, að reistur verði skóli á Hólum sem hafi það að aðalmarkmiði að efla þjóðrækni, íslensk fræði, félagsþroska og kristilegt uppeldi. Ekki munu allir sammála um nauðsyn slíks skóla á Hólum og telja ýmsir prestar að kirkjan hafi nóg með að reka lýðháskólann í Skálholti. Þó svo ekki hafi enn verið stofnaður sérstak- ur skóli á Hólum á vegum kirkjunnar, þá hefur Hólafélagið starfrækt þar á sumrin leikmannaskóla fyrir ýmsa starfsmenn kirkjunnar í námskeiðs- formi. Merkilegt skólastarf hefur verið unnið á Hólum í nær heila öld, en sýslunefnd Skagafjarðarsýslu keypti Hóla og stofnaði þar bændaskóla árið 1882. Þessi skóli dafnaði eftir því sem árin liðu og varð brátt skóli Norð- lendinga allra og upp úr aldamótum tók landssjóður að sér rekstur skólans. Síðan hefur skólinn starfað af fullum krafti, nema tvö síðastliðin ár að lægð var og reglulegt skólahald lá niðri. Nú í vetur mun hins vegar skólahaldið upp tekið, er það vel og ætti því að vera hægt að halda upp á aldarafmæli skólans á næsta ári með sæmd. Ýmsum kirkjunnar mönnum hefur löngum sviðið hve Hólar í Hjaltadal skipa lágan sess í starfsemi kirkjunnar í dag. Minnast menn þá þess tíma þegar allir þræðir lágu heim að Hól- um og þar var miðstöð andlegs og veraldlegs valds í landinu. Fyrsti biskup á Hólum var Jón ög- mundsson og stofnaði hann skóla á staðnum. Fékk hann til skólans mjög hæfa kennara, m.a. fékk hann erlenda kennara sér til liðveislu og var skólinn mjög rómaður. Vekur það sérstaka 288 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.