Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 20
Jón Bjamason, nýráðinn skólastjóri Bændaskólans
á Hólum, í viðtali við Heima er bezt:
„Við endurreisum aldrei fortíðina, hún verður að
standa fyrir sínu. Við eigum að beina kröftum
okkar að nútíðinni og búa okkur undir framtíð-
ina. Við munum leggja allt kapp á að byggja upp
þennan stað, þannig að hann megi þjóna hlut-
verki sínu vel.“
Bændaskóli á Hólum
Mynd og texti:
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON
Næsta vetur mun Bændaskól-
inn á Hólum í Hjaltadal taka
til starfa á ný af fullum krafti
eftir að reglulegt skólahald
hefur legið þar niðri síðastliðin
tvö ár. Ráðinn hefur verið nýr
skólastjóri, Jón Bjarnason, áð-
ur bóndi í Bjarnarhöfn á Snæ-
fellsnesi. Hann er stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík,
búfræðingur frá Hvanneyri og
lauk kandidatsprófi frá land-
búnaðarháskólanum í Ási í
Noregi. Hann stundaði síðan
kennslu við Bændaskólann á
Hvanneyri þangað til hann hóf
búskap í Bjarnarhöfn.
„Það er þörf á öðrum landbúnaðar-
skóla en skólanum á Hvanneyri. Bú-
fræðinámið hefur verið lengt i tvö ár,
sem hefur það i för með sér að út-
skriftarmöguleikar skólanna minnka
um helming. Ef við lítum á þarfir
stéttarinnar, þá væri það of lítið ef
einungis skólinn á Hvanneyri væri
starfandi. Það er meginástæðan fyrir
því að ákveðið var að hefja starf hér á
Hólum að nýju,“ segir hinn nýi
skólastjóri Bændaskólans á Hólum í
samtali við blaðamann Heima er bezt.
„Búið er að ráða kennara við skól-
ann og lokið við að fara yfir náms-
umsóknir og ákvarða hvaða nemend-
ur verða í skólanum. Til að byrja með
mun Hólaskóli útskrifa um 15 nem-
endur á ári, en stefnt er að því að sú
tala hækki nokkuð þegar aukið hefur
verið við húsakost skólans og bætt það
sem fyrir er.“
— Er einhver verkaskipting á milli
skólanna á Hvanneyri og Hólum?
„Skólarnir starfa báðir samkvæmt
sömu lögum og reglugerð og í öllum
meginatriðum starfa þeir á svipaðan
hátt. Hinsvegar munum við reyna að
skipta á miili okkar greinum, sem eru
litlar umfangs, þannig að hægt verði
að sinna þeim betur. Samkvæmt nýju
reglugerðinni gefst nemendum kostur
á að velja grein á síðustu önn og fái
þannig að leggja áherslu á einhverja
sérstaka búgrein. Þar mun verka-
skipting skólanna fyrst og fremst
koma til. Við stefnum að því hér að
bjóða t.d. upp á fiskeldi, loðdýrarækt
og hrossarækt. Nú, fleiri búgreinar
geta orðið valgreinar, s.s. hænsna- og
svínarækt. Einnig verðum við að búa
fólk undir afleysingastörf í sveitum,
sem nú eru komin inn í landslög og
þarf því að sinna menntun þess fólks
sem kemur til með að vinna þau störf.
Hvaða valgreinar í boði verða kemur
til með að ákvarðast af vilja nemenda
í þeim efnum, en meiningin er að
skólarnir reyni að auka fjölbreytni
námsins. I þessu sambandi er mjög
náið samstarf milli bændaskólanna.“
— Hver er ástæðan fyrir niðurkeg-
ingu Hólaskóla tvö síðastliðin ár?
„Þær geta verið margar og erfitt að
benda á eina ástæðu. Á síðastliðnum
árum hefur átt sér stað þjóðfélagsum-
ræða, sem ekki er reglulega vingjarn-
leg landbúnaðinum. Það hefur haft
sín áhrif og á sjálfsagt enn eftir að
hafa enn meiri áhrif til að draga kjark
úr fólki. Það hefur einnig sín áhrif að
menntunarmöguleikar fólks hafa al-
mennt aukist og dregið þannig úr
sókninni í landbúnaðarskólana.“
— Hverjir eru það helst sem sœkja í
bœndaskólana?
— Það eru fyrst og fremst börn
bænda, bæði piltar og stúlkur, stúlkur
verða hér um þriðjungur nemenda.
Ásókn stúlkna í bændaskólana hefur
vaxið þó nokkuð á síðastliðnum árum
292 Heimuerbezl