Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 22
sem er auðvitað mjög ánægjuleg þró- un.“ — Nú hefur samdráttur verið í landbúnaði og kvótakerfi til að hafa hemil á framleiðslunni. Kemur þetta ekki skólunum illa? „Jú, sérstaklega hin neikvæða um- ræða sem fylgir í kjölfarið. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því að með auknum kröfum sem til atvinnuvegarins eru gerðar, þá þýðir það auknar kröfur til þeirra sem stunda landbúnaðarstörf og þá er menntunin veigamikil undirstaða til að geta mætt aðsteðjandi vanda á hverjum tíma.“ — En heldurðu að þessar hrœringar verði þess valdandi að búin stœkki og þeim fcekki e. t. v. jafnframt? „Nei, það verður ekki. Væntanlega verður um að ræða einhverja jöfnun á stærð búanna og einnig að hag- kvæmni í búrekstrinum mun aukast. Á undanförnum áratugum hefur ís- lenskur landbúnaður gengið í gegnum mikla tæknibyltingu, þannig að ég álít að við munum ekki í náinni framtíð upplifa slíkt. Það sem á ríður nú er að nýta sér þá tækni sem fyrir hendi er á sem hagkvæmastan máta.“ — A sínum tíma var talað um að gœðamunur vœri á Hólaskóla og Hvanneyrarskóla. Var hann til staðar? „Nei, það hygg ég ekki vera. Allir halda auðvitað fram ágæti síns skóla, hvort sem um er að ræða bændaskól- ana eða aðra skóla. Það hefur komið í ljós að nemendur sem koma frá báð- um þessum skólum í framhaldsnám bera þess ekki merki að um gæðamun skólanna hafi verið að ræða.“ — Nú eru möguleikar á framhalds- námi á Hvanneyri. Verður það ekki e.t.v. frekar tilþess að rjóminn af nem- endunum sœkir þangað? „Alls ekkert frekar. Búfræðinámið hér veitir nemendum nákvæmlega sömu möguleika til framhaldsnáms á Hvanneyri eins og þeim sem eru í skólanum á Hvanneyri. Það ætti alveg eins að vera nemendunum áhugamál að ná inn víðtækari reynslu og fleiri námsþáttum með því að læra á Hól- um. Framhaldsdeildin á Hvanneyri er raunverulega sérstakur skóli og út- skrifar nemendur með háskóla- gráðu.“ — Hvernig leggst í þig að taka við skólastjórastöðunni hér á Hólum? „Það leggst vel í mig. Það er ljóst að hér er mikið átak sem þarf að gera og það verður auðvitað ekki unnið af einum manni eða tveimur. Til þess að þetta starf megi takast þarf samstillt átak margra aðila og til þess er vilji fyrir hendi. Ég sé því ekki ástæðu til annars en að vera hæfilega bjartsýnn. Það er auðvitað erfiðara að koma að skóla sem hefur dregið seglin svo verulega saman eins og hér um ræðir, heldur en að taka við skóla sem er í fullum rekstri.“ — Alltaf annað slagið er verið að tala um „endurreisn Hóla“. hlvað vilt þú segja um hana? „Við endurreisum aldrei fortíðina, hún verður að standa fyrir sínu. Við eigum að beina kröftum okkar að nú- tíðinni og búa okkur undir framtíð- ina. Við munum leggja allt kapp á að byggja upp þennan stað, þannig að hann megi þjóna sínu hlutverki vel. í sumar hefur verið gert verulegt átak hérna. Það hefur verið lögð hitaveita í öll hús staðarins og hafist hefur verið handa um endurbætur á skólahúsinu og heimavistarálman tekin sérstak- lega fyrir og hún færð í nútímabúning eftir því sem tök eru á. Heimavistar- aðstaða hér á því að vera nokkuð góð og fyllilega samkeppnisfær við aðrar heimavistir. Síðan er ráðgert að end- urbæta sjálft skólahúsið á næstu árum í áföngum. Þá er ljóst að hér þurfa að koma til nýjar byggingar fyrir hina ýmsu starfsemi skólans. Útihúsin voru á þeim tíma sem þau voru byggð mjög vegleg og á undan sinni samtíð. en eru nú orðin gömul. óhentug og úr sér gengin. Þau þarf að byggja upp á næstu árum. Við þurfum einnig að laða að staðnum ýmsa starfsemi tengda landbúnaði, bæði rannsókn- arstarfsemi og nýjungar í atvinnu- greininni. til að vettvangur þeirra sem hér starfa verði fjölbreyttari og einnig lil að efla gildi staðarins. þannig að bæði nemendur og aðrir finni. að hingað hafi þeir eitthvað að sækja.“ — Nú hafa ýmsir haldið því fram að eðlilegra vœri að stœkka Hvanneyrar- skólann i stað þess að vera einnig með búnaðarskóla á Hólum. Hvað finnst þér wn þá röksemdafœrslu? „Það er ekkert óeðlilegt að menn haldi þessu fram. En eftir viðræður um framtíð búnaðarnámsins, bæði þeirra sem að Hvanneyrarskóla standa og annarra, þá álíta menn að hann sé nú þegar orðinn nægilega stór og að mati ráðamanna á Hvanneyri var það ekki æskilegt að stækka þar, heldur að vera einnig með skóla á Hólum, þar sem aðstaða er flest fyrir hendi.“ — Nú er Rannsóknarstofnun land- búnaðarins staðsett við Reykjavík. Vœri ekki eðlilegra að hún vœri við annan hvorn eða báða búnaðarskól- ana? „Allar þessar stofnanir landbúnað- arins eiga mikið samstarf og eru í góðum tengslum. Að mörgu leyti væri það þó eðlilegra að Rannsóknar- stofnunin væri við skólana, það gæfi báðum aðiljum aukinn styrk. Fyrir lítið land eins og fsland, þá veitir ekki af að samnýta kraftana eins og mögulegt er. En þessu hefur nú einu sinni verið komið svona fyrir og ekki svo þægilegt að breyta því, við verð- um frekar að einbeita okkur að því að finna góða framtíðarlausn á þessu og reyna að samnýta kraftana eins og kostur er. Við munum t.d. hér á Hól- um reyna að fá gestafyrirlesara frá þessari stofnun og fleirum til að vera hér tímabilsbundið og kenna. Hér á Hólum hafa verið í gangi tilraunir í samstarfi við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og við munum reyna að auka þær og einnig að fá aukin verkefni af því tagi sem þar eru unn- in.“ sagði Jón Bjarnason skólastjóri Bændaskólans á Hólum að lokum. Það er Ijóst að miklar vonir binda Norðlendingar við það að Bænda- skólinn á Hólum skuli nú hefja starf- semi sína að nýju. Það starf sem nú er unnið á Hólum er að vissu marki brautryðjendastarf, þar sem skólinn hefur verið í mikilli öldulægð undan- farin ár. Það hlýtur að vera erfiðara fyrir nýjan skólastjóra að koma skól- anum á fót að nýju. heldur en ef hann hefði verið með einhverju lífsmarki. Stuðningur Norðlendinga allra er forsenda fyrir því að þetta starf takist og meðan sá stuðningur varir. þá er óhætt að horfa björtum augum til framtíðar Hólaskóla. 294 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.