Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 24
Brattahlíð, séð frá bœ Eiríks rauða.
þar einnig smáfannir. Ekki var hægt
að kanna þessa hlíð með öðru móti en
sigla með landinu og ganga á land,
þar sem vænlegast var til uppgöngu.
Príluðu strákarnir við kortagerðina
þar upp í eggjar, og þegar ein slík
þversneið hafði verið skoðuð, færði
báturinn sig um set, og önnur þver-
sneið var tekin, auk þess sem við
skoðuðum hlíðina með sjónaukum frá
bátnum. Ég varð að láta mér nægja að
skoða neðstu stallana, því að ekki
hætti ég mínum stirðu löppum í
fjallaklifur. En fallegt var að sigla þar
inn fjörðinn. Allmikill ís er á
Sermilikfirði allt sumarið, kemur
hann úr skriðjökli miklum, sem geng-
ur fram í fjarðarbotninn og ef til vill
berst eitthvað af stórísnum að sunnan
inn í fjarðarmynnið, enda hét fjörð-
urinn ísafjörður til forna. Berst ísinn
fyrir skagann og eru lengstum jakar
framan við höfnina í Narssaq. Fjörð-
urinn er allbreiður, og virtust mér
hlíðarnar norðan hans enn gróður-
minni en þar sem við fórum, og eru
þær þó naumast eins brattar, en und-
irlendi gat ekki kallast þar. Þar sá ég í
fyrsta sinni rauðan sjó, stafar liturinn
líklega fremur af smávöxnum rauð-
þörungum en dýrasvifi. Voru dumb-
rauð belti yfir fjörðinn, en eðlilegur
sjávarlitur milli þeirra. Alloft varð að
hægja ferðina til að smjúga milli ís-
jaka, og þótti mér þó Lassi minn, sem
stýrði bátnum furðu djarfur í sigling-
unni.
Lokaþáttur ferðarinnar 1977 var
sigling frá Narssaq inn undir botn
Eiríksfjarðar alllangt inn fyrir Narss-
arssuaq, og lentum við þar. Veður var
eitt hið fegursta sem verður á þessum
slóðum, og er þá mikið sagt, því að
margir voru góðviðrisdagarnir. Hlíðin
inn frá Narssarssuaq er víða vaxin
kjarri, og eins er nokkurt kjarr í fjarð-
arbotninum, en þar fellur allvatns
mikil á til sjávar, og eru leirur fram af
ósi hennar, og er hún þó ekki jökulá.
Við lentum nálægt stað, sem gerð
var tilraun með ræktun barrtrjáa fyrir
síðastliðin aldamót. Heitir þar Ros-
envinges Plantage, og er kennd við
danska grasafræðinginn Kolderup
Rosenvinge, sem valdi staðinn. en
hann var gamall kennari minn. Svo
sem góðan húsaveg frá gróðurreitnum
eru miklar rústir af fornaldarbæ. Mun
það vera Stokkanes það, sem getur
um í Fóstbræðra sögu. Erum vér þá
komin á slóðir Þormóðs Kolbrúnar-
skálds, en hann dvaldist þar í skjóli
Stokkanesbænda. Komu þeir honum
til vistar á kotbæ inni í fjarðarbotni,
„inni undir jökli“ segir sagan og var
hann þar í skjóli Finnu hinnar fjöl-
kunnugu, svo að Brattahlíðarbóndi
fékk ekki fundið hann. Vel mega
þessar frásagnir vera sannsögulegar,
þótt skortur á staðþekkingu og hjátrú
kunni eitthvað að hafa fært þær úr
lagi. Bæjarrústir í Eiríksfjarðarbotni
gætu vel verið af bæ Grímu kerlingar,
enda þótt langt sé til jökuls, og nú sé
alllöng sjávargatan þaðan sem skip-
um yrði lent, því að mjög hefir fjörð-
urinn fyllst af framburði árinnar.
Skammt fyrir ofan gróðurreitinn,
sem getið var, er merkileg rúst. Veggir
standa þar meira en mannhæðarháir
hlaðnir úr stórum steinum. Er húsið
gert með fram klettabelti, svo að
kletturinn er annar langveggurinn.
Ekki verður greiðlega í það ráðið,
hverskonar mannvirki þetta hefir
verið, það er of lítið að flatarmáli til
þess að vera fjárrétt og einnig of
vandað að veggjum. Birgðaskemma
væri trúlegri, en þó hefði hún verið
reist fullfjarri bæ. En gæti það ekki
hafa verið varnarvirki? Bratt er upp
að því og erfitt aðsóknar, og ekki er
það lengra frá bænum en svo að vel
hefði mátt flýja í það skjól, ef vart
hefði orðið ófriðarskipa utan fjörðinn.
Barrviðirnir í Rosenvinges Plantage
eru lítils vaxtar en allmörg tré tóra þar
þó. Paul Bjerge hefir gróðursett þar
dálítið af barrtrjám á síðustu árum, og
dafna sum þeirra sæmilega, en allt um
það hefi ég ekki trú á skógrækt í
Grænlandi, jafnvel þó að Grænlend-
ingar eignuðust sinn Hákon.
Annað sumarið
Næsta sumar 1978 hófst kortagerðin
við Brattahlíð, og var nú mestallur
skaginn út að Narssaq kortlagður. Frá
botni Eiríksfjarðar liggur dalur Qor-
dlortoq yfir til Sermilikfjarðar.
Undirlendi er ekki mikið þar, en ná-
lægt vatnaskilum. sem eru nálægt
miðjum dal milli fjarðanna eru nokk-
ur mýrasund, en annars er dalurinn
einkum vaxinn víðikjarri, og gras
brekkur eru þar nokkrar. Næst Ser-
milik er mikið af grænlenska birkinu.
296 Heima er bezl