Heima er bezt - 01.09.1981, Page 25
sem kalla mætti kirtilbirki, af kirtlum
sem eru á árssprotunum. Það er bæði
lágvaxið og jarðlægt. er vaxtarlag þess
mjög líkt fjalldrapanum hér heima, en
það sem mest skilur á milli af ytri
einkennum eru kirtlarnir og blaðlög-
unin, sem þó er oft furðu lík, svo að
hægt er að villast á þessum tegundum
við fljótlega skoðun.
Fyrst var farið inn í fjarðarbotninn
og um Qordlortoqdal, en næsta ferð
var yfir til Tasiussaq við Sermilik
fjörð. Yfir hálsana þar á milli verður
farið með dráttarvél og vagn. Þarna
gengur inn krókóttur fjörður eða stór
vogur frá Sermilikfirðinum og er
hann að mestu lokaður út til fjarðar-
ins. Heita slíkir hálfluktir firðir eða
vogar Tasiussak á grænlensku, og eru
þau örnefni allvíða í Eystri byggð og
sjálfsagt víðar. Heldur þótti mér
hrjóstrugt þar við Tasiussaq enda
stendur kuldi utan af firðinum, sem
nær alltaf er hálffyltur af ísi frá jökl-
inum, en auk þess má sjá þess merki.
að landið er spillt af of mikilli beit. en
þarna við voginn hafa risið upp þrjú
myndarleg býli eru þar allstór tún og
sumt af þeim að minnsta kosti ræktuð
upp af fornaldartúni, en rústir eru þar
af fornbýlum, og hefir verið þar þétt-
býlt fyrrum. Við bjuggum þarna í
sumarhúsi. sem einn bóndinn hefir
reist til að hýsa ferðamenn. sem fara
gönguferðir um fjöll og dali. Eru slík
hús allvíða við byggðirnar. Þar eru
rúmstæði með dýnum. og jafnvel
teppum sums staðar og eldunar- og
mataráhöld. Losar þetta ferðamenn
mjög við að bera með sér farangur á
göngu og veiðiferðum, en margir fara
um þessi héröð til silungsveiða í
vötnum. í ársprænu. sem fellur niður
með túninu sáum við poll fullan af
silungi. Eftir forsögn Lassa gripu
strákarnir þar nokkra silunga með
höndunum. til að hafa í kvöldmatinn.
Þótti okkur næsta furðulegt hve gæfur
fiskurinn var. En síðar kom upp úr
kafinu. að þetta var einskonar fisk-
eldispollur bónda. Báðum við hann
afsökunar á framferði okkar. en hann
tók því ljúflega og bauð okkur inn
upp á kaffi. Var þar myndarheimili
sem aðrir sveitabæir.
Þegar lokið var vinnu við Brattahlíð
var haldið til Upernaviarssuk og lokið
kortagerð þar umhverfis, fór ég nú
fyrsta sinn um fjöllin eða öllu heldur
hálsana þar norður af. Er þar víða vel
gróið, en næst stöðinni eru áhrif vetr-
arbeitarinnar sýnileg í minni grósku
en annars staðar. Er þar bending um
hversu fara muni, ef ekki er höfð full
gát á. En eitt er þar, sem okkur hér
heima þætti harla gott, og það er að
uppblásturshætta er engin. Til þess er
jarðvegurinn of þunnur og þungur.
Þegar lokið var störfum þar, var
haldið suður á firði. Fyrst varð fyrir
ytri hluti skagans milli Einarsfjarðar
og Lichtenaufjarðar, og síðan var far-
ið inn með Lichtenaufirði. Hann
heitir á grænlensku Agdluitsoq en
Hrafnsfjörður til forna. Fóru strákar
þar upp um öll fjöll, en ég varð að
gera mér að góðu að skoða mig um
umhverfis lendingarstaðina, sem voru
allmargir, og um neðan verðar hlíðar.
Þarna er mikill fjöldi eyja og oft varð
að fara um þröng sund. Við vorum í
tveimur bátum. Stýrði Kaj öðrum en
Grænlendingurinn Hans Jakob hin-
um. glaður maður og ókvalráður. Nú
komumst við í fyrsta sinn í kast við
Stórísinn, sem lá þétt upp að nesjun-
um og fyllti víða í eyjasundin. Stórís-
inn er rekís frá austurströnd Græn-
lands. berst hann með straumum
suður fyrir Grænlandsodda, Hvarf, og
síðan norður með vesturströndinni
allt norður fyrir Narssaq. Kemur
hann að ströndinni seint á útmánuð-
um og stundum jafnvel ekki fyrr en í
maí og liggur fram í júlí-ágúst, og
truflar mjög siglingar þar milli hafna.
Mestur hluti hans er flatís, en með
honum berast stórkostlegar ísborgir,
heil fjöll, sem komin eru frá skrið-
jöklum Austur-Grænlands, eru borg-
arísjakarnir á Eiríksfirði og Sermilik
eins og leikföng hjá þessum ísfjöllum,
sem rísa ef til vill 100 metra upp úr sjó,
en þó er það ekki nema níundi eða
tíundi hluti þeirra, sem upp úr stend-
ur. Rekísinn leggst einkum þétt upp í
hin þröngu eyjasund, en sjaldan
gengur hann að ráði inn í firðina.
Lentum við þarna í nokkrum erfið-
leikum, að þræða vakirnar milli ís-
fiekanna, og stundum var eina vökin,
sem farið var eftir með landinu, svo
nærri, að oft stukkum víð í land og
gengum spölkorn samferða bátunum.
Oft varð að ýta jökum frá með krók-
stjökum. Þeir Kaj og Hans Jakob voru
hvort tveggja í senn djarfir og dug-
legir, enda vanir slíkum ferðalögum,
svo að áfram mjakaðist. Þeim var
þetta daglegur viðburður á ferðalög-
um, en mér fannst það hálfglæfralegt,
en sá þó, að lífshætta var ekki á ferð-
um. því að við vorum uppi undir
landi, og ísinn svo þéttur. að auðið
væri að komast í land eftir honum, ef
llilleq.
Helnui er he:i 297